Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4370 svör fundust
Hvernig má útskýra sögnina „að snurfusa (sig)“?
Sögnin að snurfusa ‛snyrta til, laga’ og nafnorðið snurfus ‛nostursöm snyrting’ koma fyrir í heimildum frá lokum 19. aldar samkvæmt seðlasafni Orðabókar Háskólans. Frá svipuðum tíma er sögnin að snurfunsa í sömu merkingu. Kettir eru þekktir fyrir að snurfusa sig. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásg...
Er hægt að verða geðveikur með því að lesa yfir sig?
Flestir kannast við goðsögnina um að einhver hafi hreinlega lesið yfir sig og þjáist í kjölfarið af alvarlegum geðröskunum. Það er þó misskilningur að orsök geðveilunnar sé lærdómurinn sjálfur. Geðklofi er sú geðröskun sem almennt er talin vera alvarlegasta geðröskunin og sú sem einna helst krefst innlagna á ge...
Hvað þýðir orðasambandið „faux pas”?
Faux pas er franska og bókstafleg merking þess er ‘rangt skref’ sem við gætum kannski þýtt sem ‘fótaskortur’ eða ‘hrösun’ eða talað um að maður hafi misstigið sig. Í ensku er faux pas yfirleitt notað í yfirfærðri merkingu til að lýsa einhvers konar félagslegum mistökum fremur en að það sé notað þegar einhver mi...
Við vinirnir erum að deila um hvort eigi að segja 'margur telur mig sig' eða 'margur telur sig mig'? Hvort er réttara?
Orðasambandið sem spurt er um er margur hyggur (telur, álítur) mig sig. Hugmyndin að baki er að margur maðurinn hyggur að aðrir séu eins og hann sjálfur. Það er oftast notað í háði og í neikvæðri merkingu. Sá sem tekur svo til orða er þá oftast að hæðast að öðrum manni með því að gefa í skyn að hann telji sig stan...
Hvernig fara menn að því að rumpa einhverju af? Er líka sagt að rimpa?
Sögnin að rumpa er ekki gömul í málinu og er notuð um að staga í eitthvað, til dæmis flík eða sokka og þá fremur í flýti og ekki vandvirknislega. Sambandið að rumpa einhverju af er þá haft um verk sem unnið er í flýti og ef til vill ekki lögð alúð við. Engin dæmi fundust um að rimpa einhverju af þótt sögnin að...
Af hverju ryðja ár sig?
Að ár ryðji sig merkir að þær bjóti af sér ísinn.[1] Ár og læki leggur iðulega í vetrarfrostum. Þegar hlýnar byrjar ísinn að bráðna, vatnið sem bundið var í ís og snjó fer af stað, áin bólgnar, brýtur upp frekari ís og ber jaka og íshröngl með sér niður farveginn. Í bók sinni Vatns er þörf [2] lýsir Sigurjón Rist ...
Af hverju er sagt það „styttir upp“ þegar hættir að rigna?
Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju er sagt það „styttir upp“ þegar hættir að rigna og hvaðan kemur orðasambandið? Sögnin að stytta merkir ‘að gera eitthvað styttra’ eins og stytta flík. Þegar konur gengu daglega í síðum pilsum og þurftu að fara til dæmis yfir blautt gras eða þýft landslag styttu þær s...
Hvaðan kemur sögnin 'að spóka sig'?
Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um sögnina að spóka sig ‛ganga um, sýna sig, láta á sér bera’ eru frá síðasta þriðjungi 19. aldar. Eldra er nafnorðið spóki ‛oflátungur, spjátrungur’ frá síðasta þriðjungi 18. aldar. Einnig eru til lýsingarorðin spók(ar)alegur og spókinn í merkingunni ̵...
Sleikja kettir sig af vana eða þegar þeir eru skítugir?
Svarið við þessari spurningu er bæði já og nei. Margar ástæður geta legið á bak við þetta atferli kattardýra. Eins og glöggir kattareigendur vita eyðir kötturinn miklum tíma í að snyrta sig. Samkvæmt atferlisrannsóknum er um að ræða allt að helmingi þess tíma sem dýrið er vakandi. En hver er tilgangurinn með al...
Hvað er átt við með sögninni að pilla? Til dæmis „að pilla sér í sturtu“ eða „pillaðu þér, ég þarf að einbeita mér!“
Sögnin pilla sig (einnig með þágufalli pilla sér) er notuð í óformlegu máli um að ‛fara, koma sér burt, drífa sig’. Hún er nær eingöngu notuð neikvætt í skammartóni: „Pillaðu þig burt“, „Pillaðu þig á fætur“. Hún virðist notuð í málinu í þessari merkingu frá því snemma á 20. öld. Að baki liggur sögnin að pil...
Af hverju signir maður sig?
Krossmarkið er eitt helgasta tákn kristninnar. Menn báru og bera enn kross í keðju um hálsinn, hafa krossa uppi á vegg eða yfir dyrum og svo framvegis. Áður fyrr gerðu menn krossmark yfir öllu sem þeir vildu biðja fyrir eða blessa. Til dæmis gerði fólk krossmark yfir húsdýrum sínum áður en þeim var sleppt á beit. ...
Snýst sólin um sjálfa sig?
Ljóst er að margir hafa velt þessu fyrir sér og hér er því einnig svarað eftirfarandi spurningum:Snýst sólin um sjálfa sig eins og jörðin? Hvort snýst hún þá rangsælis eða réttsælis? (Þorgils)Hvað tekur það sólin langan tíma að snúast einn hring í kringum sjálfa sig? (Guðni)Snýst sólin kringum sjálfa sig, ef svo e...
Af hverju sóla eðlur sig?
Eðlur hafa misheitt (e. exothermic) blóð, ólíkt til dæmis spendýrum og fuglum sem hafa jafnheitt (e. endothermic) blóð. Eðlurnar þurfa þess vegna að nýta varma úr umhverfinu til að halda líkamanum heitum en dýr með jafnheitt blóð geta stýrt líkamshitanum sjálf með efnaskiptum. Þegar við sjáum eðlur í sólinni er...
Hvernig grafa ár sig niður?
Þessu verður ekki betur svarað en með lýsingu Þorleifs heitins Einarssonar í jarðfræðibókum hans, fyrst Jarðfræði. Saga bergs og lands (1968).[1] „Rennandi vatn er iðið við mótun landslags og raunar afkastadrýgst útrænu aflanna í þeirri iðju. Hreint vatn vinnur þó lítið á föstu bergi nema undir fossum og í kröpp...
Hvernig vann Persaveldi sig upp aftur eftir að Alexander mikli lagði það undir sig?
Hið forna Persaveldi sem Alexander mikli Makedóníukonungur (356-323 fyrir Krist) sundraði er aftur upp risið við lok 2. aldar fyrir Krist, sem veldi Arsakída. Persar taka aftur sjálfir við völdum á 3. öld eftir Krist. Fyrst er að gera greinarmun á Persíu og Persaveldi. Dareios III Persakonungur var ráði...