Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 229 svör fundust
Af hverju er snjólausum jólum lýst sem "rauðum jólum" en ekki svörtum?
Lýsingarorðið rauður hefur fleiri en eina merkingu, meðal annars merkir það 'snjólaus, auður', til dæmis rauð jörð. Með rauð jól er því átt við snjólausa auða jörð um jól. Orðatiltækið rauð jól, hvítir páskar, hvít jól, rauðir páskar felur í sér þá trú manna að væri jörð auð um jól yrði snjór um páska og öfugt...
Hvers vegna eru ekki haldin jól í sumum löndum?
Stutta svarið við spurningunni er að jól eins og við þekkjum þau eru yfirleitt ekki haldin þar sem önnur trú en kristni er ríkjandi. Jólin eru ein helsta hátíð kristinna manna. Inntak jóla er að minnast fæðingar Jesú Krists og því er eðlilegt að þeim sé fyrst og fremst fagnað þar sem kristin trú er ríkjandi. Re...
Af hverju höldum við jólin í desember ef sagt er að Jesús hafi fæðst í júlí?
Ekki er vitað hvenær Jesús fæddist en þó er ljóst að það var ekki 25. desember. Jól voru haldin hátíðleg í Róm til forna (Saturnalia-hátíðin) og tengd heiðnum sólarguði, það er að segja að menn héldu upp á að daginn fór að lengja á ný. Dagana 17.-23. desember gáfu Rómverjar hver öðrum gjafir. Heiðnir norrænir ...
Hvað merkir forna mánaðarheitið ýlir?
Ýlir er annar mánuður vetrar að íslensku misseratali. Hann tekur því við af gormánuði og hefst á mánudegi í fimmtu viku vetrar á tímabilinu 20. nóvember til 27. nóvember og nær til þess er mörsugur tekur við seint í desember. Sami mánuður er í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu nefndur frermánuður. Þar stendur:Frá jafnd...
Hvernig myndast rauð millilög?
Millilögin í tertíera jarðlagastaflanum eru jarðvegur sem myndast hafði á mislöngum tíma áður en næsta hraunlag rann yfir hann. Lögin eru af ýmsu tagi, rautt eða gult „laterít“ (myndað við efnaveðrun), surtarbrandur, leir, og gjóska (gosaska). Fyrir um 3 milljónum ára, þegar ísöld gekk í garð, breyttist ásýnd ...
Hvernig fóru heiðin jól fram?
Engar samtímaheimildir eru til um heiðið jólahald. Elstu lýsingar eru skráðar af kristnum höfundum tveim öldum eftir að heiðinn siður var afnuminn. Ekki er þorandi að treysta á að þær lýsingar séu með öllu óhlutdrægar. Norræn jól voru í öndverðu skammdegishátíð, en þær hafa þekkst um víða veröld og gegna andlegri ...
Eru einhver jóla-örnefni á Íslandi?
Í nokkrum örnefnum hérlendis kemur orðliðurinn jól fyrir. Það er þó sjaldnar orðið jól í merkingunni ‘hátíð’ sem hér er um að ræða heldur jóli í merkingunni ‘hvönn, hvannleggur’. Orðið hefur í samsetningunni hvann-jóli orðið njóli. Stundum er ekki vitað um uppruna örnefna með -jól(a). Þessi örnefni verða nú rakin:...
Hvers vegna kemur rauð slikja í seinni hluta tunglmyrkva en ekki líka í fyrri?
Spurningin í heild var svona:Tunglmyrkvi 9. janúar 2001. Hvers vegna kom rauð slikja í seinni hluta tunglmyrkvans (pen umbra), 9. janúar 2001, en ekki líka í fyrri?Skugga jarðar er skipt í tvo hluta: annars vegar er alskuggi (á ensku umbra), sem er dimmasti hluti skuggans og innan hans sést sólin alls ekki, og hin...
Hvaðan kemur hefðin um litlu jólin á Íslandi?
Upprunalega spurningin frá Erni hljóðaði svona: Hvað getið þið sagt mér um „litlu jólin“ og er þetta eitthvað séríslenskt fyrirbæri? Hugtakið litlu jólin (stundum skrifað litlujólin) er aðallega notað um jólaskemmtun barna í skólum í aðdraganda jóla. Oftast er haldið upp á litlu jólin síðasta skóladag fyrir...
Halda vottar Jehóva upp á jól?
Nei vottar Jehóva halda ekki jól. Ástæðan er sú að þeir líta svo á að jólin séu upprunalega heiðin hátíð og að siðir sem tengjast jólunum komi þess vegna frá fornum falstrúarbrögðum. Vottar Jehóva benda meðal annars á að Jesús hafi ekki fæðst 25. desember auk þess sem kristnum mönnum hafi ekki verið fyrirskipað að...
Af hverju er grjótið á Mars rautt?
Mars er fjórða reikistjarnan frá sólu og sú næstminnsta. Þegar við skoðum Mars í sjónauka virðist hún vera rauðleit. Þessi rauði litur er tilkominn vegna járnoxíðs í berginu en járnoxíð kallast öðru nafni ryð. Meira má lesa um rauða lit reikistjörnunnar í svari Stjörnufræðivefsins við spurningunni: Hvers vegna er ...
Voru jólasveinarnir einhvern tímann 9 talsins?
Nýjustu kannanir leiða í ljós að hér áður fyrr hafi verið til ýmsir hópar af jólasveinum hér og þar um landið og að fjöldi þeirra hafi verið mismunandi. Enginn þessara hópa náði hins vegar yfir allt landið. Alls hafa fundist yfir 80 jólasveinanöfn og fáeinar jólameyjar. Í fyrstu skipulegu þjóðfræðasöfnun hér á ...
Hvers vegna er reikistjarnan Mars rauð?
Mars er oft nefndur rauða reikistjarnan enda virðist hann rauðleitur að sjá á næturhimninum. Mars er bergreikistjarna í innra sólkerfinu og hefur örþunnan lofthjúp. Á yfirborðinu eru fjölmargar áhugaverðar jarðmyndanir eins og árekstragígar, eldfjöll, gljúfur og pólhettur. Mars er meðal mest könnuðu reikistjarna í...
Hvers konar viðvörun er rauð viðvörun?
Veðurstofa Íslands birtir rauða viðvörun þegar miklar líkur eru á veðri sem hefur mjög mikil samfélagsleg áhrif, eða slíkt veður er yfirstandandi. Viðvörunarkerfi Veðurstofunnar byggist á alþjóðlegum staðli sem kallast CAP (e. Common Alerting Protocol) og er stafrænt snið fyrir miðlun neyðartilkynninga og viðva...
Hvað merkir aðventa?
Aðventa er annað heiti á jólaföstu. Hún hefst fjórða sunnudag fyrir jóladag og stendur því í fjórar vikur. Orðið aðventa hefur verið notað í málinu að minnsta kosti frá því á 14. öld og er tökuorð úr latínu adventus í merkingunni 'tilkoma'. Að baki liggur latneska sögnin advenio 'ég kem til' sem leidd er af latnes...