Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 115 svör fundust
Hver er fæða mörgæsa?
Rannsóknir á mörgæsum sem lifa við strendur Ástralíu og Nýja-Sjálands, benda til þess að helsta fæða þeirra sé fiskur, krabbar og smokkfiskar. Líffræðingar sem hafa stundað vistfræðirannsóknir á mörgæsum á Phillipseyju við Ástralíu, hafa séð miklar breytingar á fæðuvali mörgæsanna sem þar lifa. Fyrir 30 árum voru ...
Hvaða áhrif hefur það á líkamann að fasta?
Það kallast fasta þegar valið er að sneiða hjá mat í lengri eða skemmri tíma. Áhrif föstu á mannslíkamann fara eftir því hve lengi samfelld fasta varir. Átta klukkutímum frá því að síðustu máltíðar er neytt hefur líkaminn lokið meltingu fæðunnar og upptöku næringarefna úr henni. Þá er hann kominn í föstuástand. ...
Hvað geta ísbirnir lifað lengi án matar?
Hvítabirnir (Ursus maritimus) eru afskaplega harðgerðar skepnur og geta lifað lengi án matar. Hversu lengi fer þó að nokkru eftir því hversu gott líkamlegt ástand bjarndýrsins er við upphaf föstu. Helsta fæða hvítabjarna eru selir sem þeir veiða á ís. Fæða getur því verið af mjög skornum skammti yfir sumar- og...
Hverju svaraði Jesús þegar farísear spurðu lærisveinana hvers vegna meistari þeirra æti með tollheimtumönnum og bersyndugum?
Sagan er sögð í Matteusarguðspjalli (9:10-9:17): Nú bar svo við, er Jesús sat að borði í húsi hans, að margir tollheimtumenn og bersyndugir komu og settust þar með honum og lærisveinum hans. Þegar farísear sáu það, sögðu þeir við lærisveina hans: „Hvers vegna etur meistari yðar með tollheimtumönnum og bersyndug...
Hefur það einhvern tíma komið fyrir að maður hafi dáið ráðalaus?
Eins og kom fram í niðurlagi svars við spurningunni Ef ég diffra vin minn og tegra hann svo, verður hann þá með fasta C eftir tegrunina? Þá laumaði heimspekingurinn svari við þessari spurningu að sumarstarfsmanni Vísindavefsins. Eins og gengur og gerist með heimspekinga fékk sumarstarfsmaðurinn tvö svör við spu...
Ef maður gleymir sér, þarf maður þá ekki að snúa við og ná í sig?
Eins og kom fram í niðurlagi svars við spurningunni Ef ég diffra vin minn og tegra hann svo, verður hann þá með fasta C eftir tegrunina? þá laumaði heimspekingurinn svari við þessari spurningu að sumarstarfsmanni Vísindavefsins. Margir kannast við að gleyma sér öðru hverju. Þetta gerist einna helst þegar fólk e...
Eru jólafasta og aðventa það sama?
Aðventa eða jólafasta hefst á fjórða sunnudegi fyrir jóladag og stendur því sem næst fjórar vikur. Bæði orðin, aðventa (kvk.) og jólafasta (kvk.), um þennan tíma hafa tíðkast í íslensku frá fornu fari eins og dæmi í safni fornmálsorðabókarinnar í Kaupmannahöfn (ONP) vitna um.Hakon konvngr for til Biorgyniar fyrir ...
Hvers vegna þarf manneskja að vera á fastandi maga þegar hún fer í svæfingu vegna aðgerðar?
Ástæða þess að fólk má ekki borða fyrir svæfingu er sú að við innleiðslu svæfingar slaknar á öllum vöðvum, þar með talið vöðvum sem stjórna kyngingu og annarri starfsemi í koki. Sjúklingur getur kastað upp eftir innleiðslu svæfingar og ef maginn er fullur getur innihaldið gubbast upp í kok og farið þaðan niður...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í desember 2014?
Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör desembermánaðar á Vísindavefnum árið 2014 þessi hér: Hver var Sara sem sörur eða sörukökur eru kenndar við? Hvað heita kertin fjögur á aðventukransinum? Hvenær var ákveðið að Greenwich-tíminn skyldi vera staðaltími á Íslandi og með hvaða rökum? Getum vi...
Hvað getur þú sagt mér um Álandseyjar?
Álandseyjar samanstanda af um það bil 6.700 eyjum og skerjum í hafinu á milli Finnlands og Svíþjóðar, á mörkum Eystrasalts og Helsingjabotns. Um það bil 60 eyjar eru í byggð. Stærstu eyjarnar eru Fasta Áland, Föglö, Degerö, Vårdö, Kumlinge og Kökar. Álandseyjar eru sjálfstjórnarsvæði innan Finnlands. Það þýðir ...
Var ekki fastað á miðöldum en hverjir voru það, lútherstrúarmenn eða katólikkar?
Þessu er frekar auðvelt að svara: Já, það var fastað á miðöldum og það gerðu katólskir menn en lúterstrúarmenn komu síðar til sögunnar. Siðaskiptin urðu á sextándu öld, það er að segja í byrjun nýaldar og eftir að miðöldum lauk. Fram að þeim tíma var rómversk-katólska kirkjan eina trúfélag kristinna manna í Ve...
Hvað merkir aðventa?
Aðventa er annað heiti á jólaföstu. Hún hefst fjórða sunnudag fyrir jóladag og stendur því í fjórar vikur. Orðið aðventa hefur verið notað í málinu að minnsta kosti frá því á 14. öld og er tökuorð úr latínu adventus í merkingunni 'tilkoma'. Að baki liggur latneska sögnin advenio 'ég kem til' sem leidd er af latnes...
Hver var Max Planck og hvert var framlag hans til vísindanna?
Þýski eðlisfræðingurinn Max Karl Ernst Ludwig Planck (f. 1858 í Kiel, d. 1947 í Göttingen) er af flestum talinn faðir skammtafræðinnar. Árið 1900 setti hann fram tilgátu til að skýra hvernig dreifing rafsegulgeislunar frá heitum hlut á mismunandi bylgjulengdir er háð hitastigi hlutarins. Tilgátan fól í sér að orku...
Af hverju er aðventan fjórar vikur?
Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem merkja „Koma Drottins“. Í Vesturkirkjunni (og þar á meðal í Íslensku þjóðkirkjunni) byrjar hún með fyrsta sunnudegi hins nýja kirkjuárs, sem getur verið á bilinu 27. nóvember til 3. desember ár hvert. Seinni mörkin eru jóladagur, meintur fæðingardagu...
Hvaðan kemur orðið bolla?
Orðið bolla er tökuorð úr dönsku bolle frá 18. öld í merkingunni ‛kringlótt kaka’. Danir tóku orðið upp úr þýsku bol(l)e ‛kringlótt hveitibrauð’. Elsta heimild í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans er úr ritinu Stuttur Sida-Lærdómur fyrir gódra Manna Børn eftir I. H. Campe en hún kom út í Leirárgörðum 1799...