Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 136 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hvað eru hugvísindi?

Hugvísindi eru þær greinar fræða og vísinda sem fást við að skýra afurðir menningarinnar, greina þær og miðla þeim. Menning er hvers kyns viðleitni manna til að gæða lífið merkingu. Sú viðleitni er öðrum þræði í því fólgin að nema það sem fyrir ber í allri sinni dýpt og öllum sínum fjölskrúðugu myndum. Öll vísindi...

category-iconStærðfræði

Er stærðfræði raunvísindi eða hugvísindi?

Það er að vissu leyti samkomulagsatriði hvort stærðfræði flokkist til raunvísinda eða hugvísinda. Það má líka færa rök fyrir því að stærðfræði tilheyri hvorki raunvísindum né hugvísindum. Af öðrum fræðigreinum á stærðfræði að mörgu leyti mest sameiginlegt með greinum eins og rökfræði (e. logic) og ákvörðunarfr...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvaða rannsóknir hefur Davíð Ólafsson stundað?

Davíð Ólafsson er aðjúnkt í menningarfræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að virkni bóklegrar miðlunar út frá sjónarhóli hversdagsmenningar og hugmyndum um atbeina (e. agency) og iðkun (e. practices). Í því efni hefur hann meðal annars beint sjónum að iðkun sjál...

category-iconHugvísindi

Hvað gera fornfræðingar? Hvað þarf maður að læra og hversu lengi til að gerast fornfræðingur?

Fornfræðingar rannsaka menningu Forngrikkja og Rómverja, allt sem snertir sögu þeirra, bókmenntir og heimspeki; arfur menningarinnar og vensl við síðari tíma eru ekki undanskilin. Fornfræði er því afskaplega víðfeðm og teygir sig inn á öll helstu svið hugvísinda; það sem sameinar ólíka fornfræðinga er í raun kunná...

category-iconHeimspeki

Hvað er vísindaleg aðferðafræði?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað er vísindaleg aðferðafræði? Hver eru helstu skref vísindalegrar aðferðafræði? Svarið við þessari spurningu er bæði umdeilt og flókið. Ástæðan er meðal annars sú að aðferðafræði vísinda er afar ólík á milli vísindagreina – til dæmis notast félagsvísindi oft við...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvernig útskýrir maður aðferðafræði félagsvísinda?

Besta leiðin til þess að útskýra aðferðafræði félagsvísinda er að nota þau hugtök sem félagsvísindamenn nota sjálfir til þess að fjalla um rannsóknir sínar. Annars vegar er um að ræða hugtök sem lýsa hvaða grundvallarnálgun býr að baki mismunandi rannsóknaraðferðum. Helst ber að nefna skiptingu í megindlegar (e. q...

category-iconHjúkrun

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigríður Halldórsdóttir rannsakað?

Sigríður Halldórsdóttir er prófessor í hjúkrunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri (HA). Rannsóknir Sigríðar hafa meðal annars snúið að grundvallaratriðum góðrar hjúkrunar, umhyggju og umhyggjuleysi í heilbrigðisþjónustunni, þjáningu skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar og leiðum til að lina ha...

category-iconHugvísindi

Hvað er best að læra ef maður stefnir á fornleifafræðinám?

Fornleifafræði er mjög þverfagleg grein sem byggir á aðferðum hugvísinda, raunvísinda og félagsvísinda. Fornleifafræði lætur sér fátt mannlegt og náttúrulegt óviðkomandi og því má segja að sem mest af öllu sé bestur undirbúningur undir nám í fornleifafræði. Fornleifafræðingar starfa þó að mjög ólíkum verkefnum ...

category-iconVísindafréttir

Er eitthvert vit í vísindaheimspeki?

Vísindaheimspeki er viðfangsefni janúarmánaðar á Vísindavefnum. Þá reynum við að svara þeim fjölmörgu spurningum um eðli vísinda sem spyrjendur hafa sent vefnum. Í fyrstu viku janúarmánaðar var aðallega fjallað um lögmál: Hver er munurinn á kenningu og lögmáli? Hvað er lögmál um framboð og eftirspurn í ha...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Roman Jakobson og hvert var framlag hans til hugvísinda?

Jakobson var örugglega mest heillandi allra minna kennara. Að baki kennslu hans og skrifum var alltaf einhvers konar ráðgáta. Hann útskýrði hvaða vandamál vöktu forvitni hans og hvers vegna þau skiptu máli, hann gerði mann furðulostinn með afburðalausnum sínum á þeim en langaði mann sjálfan til að spreyta sig á sl...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Thamar Heijstra stundað?

Thamar Melanie Heijstra er lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands og snúa núverandi rannsóknir hennar einkum að vinnumenningu, vinnuaðstæðum og kynjafjármálum innan háskóla á tíma nýfrjálshyggju. Rannsóknir hennar hafa birst á alþjóðlegum vettvangi í vísindatímaritum og er hún meðhöfundur að nokkrum bókaköflu...

category-iconSálfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Annadís Gréta Rúdólfsdóttir rannsakað?

Annadís Gréta Rúdólfsdóttir er dósent í aðferðafræði rannsókna við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Bakgrunnur hennar er í félagssálfræði en rannsóknarverkefni hennar hafa einkum snúið að menningarlegum og félagslegum birtingarmyndum kyngervis og áhrifum þeirra á reynsluheim og sjálfsskilning einstaklinga. Hún h...

category-iconHeimspeki

Hver var Karl Popper og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Karl Raimund Popper (1902-1994) er einn af áhrifameiri heimspekingum 20. aldar, sérstaklega á sviði vísindaheimspeki. Hann setti fram hugmyndir um hvernig greina mætti vísindi frá svokölluðum gervivísindum á grundvelli vísindalegrar aðferðafræði sem byggðist á hrekjanleika. Hugmyndir hans í stjórnmálaheimspeki um ...

category-iconMenntunarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Torfi Jónasson rannsakað?

Jón Torfi Jónasson er prófessor emeritus í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur fengist við rannsóknir á lestri og fjölmörgum þáttum menntunar og skólastarfs. Rannsóknarsvið Jóns Torfa var í upphafi skynjun og lestur en síðar sneri hann sér að skrifum um skólastarf og m...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Herdís Sveinsdóttir rannsakað?

Herdís Sveinsdóttir er prófessor í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs hjúkrunar aðgerðasjúklinga við skurðlækningasvið Landspítala. Herdís hefur komið að fjölda rannsókna um efni tengd hjúkrun og heilbrigði en meginviðfangsefni hennar hafa snúið að heilbrigði kvenna, sjúklingum sem fara...

Fleiri niðurstöður