Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 116 svör fundust
Hvaða brauð er þetta sem prestar sækja stundum um?
Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju er talað um "að sækja um brauð" þegar prestur sækir um starf sem sóknarprestur? Brauð þekkist hérlendis í merkingunni ‘staða prests’ að minnsta kosti frá fyrsta þriðjungi 18. aldar samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Notkunin er hugsalega orðin til fyrir áhrif...
Hvaða tilgangi þjóna „skuggaráðuneyti“?
Í skuggaráðuneytum er fylgst með ráðuneytum sitjandi ríkisstjórnar. Stjórnarandstaðan velur ráðherraefni úr sínum röðum til þess að fylgjast með tilteknum ráðuneytum og kallast þau skuggaráðuneyti og ráðherraefnin skuggaráðherrar. Þannig getur stjórnarandstaðan fylgst vel með verkum sitjandi ríkisstjórnar og gagn...
Er afbragð vont bragð?
Hvorugkynsorðið afbragð er í Íslenskri orðabók Eddu (2002:8) sagt hafa merkinguna ‘ágæti, prýðilegur maður eða hlutur’. Í Íslenskri orðsifjabók stendur: h. 'e-ð frábært'... Leitt af so. *ab-bregðan eða bregða af, sbr. afbrugðinn 'frábrugðinn, ólíkur'... Ekkert er minnst á vont bragð af mat en sú merking er þó ti...
Hvað þýðir eiginlega kumpáni?
Orðið kumpán(n), kumpáni, einnig ritað kompáni og í eldra máli kompán(n), merkir 'félagi, náungi, kunningi' og í eldra máli 'maki'. Elst dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er um ritháttinn kompán frá miðri 16. öld sem bendir til að orðið geti verið eldra í málinu þar sem söfnun Orðabókarinnar hefst við 1540. Ef að ...
Er hægt að finna hitaeiningafjöldann í brauðinu ef maður veit hver hann er í hráefnunum?
Ef aðeins er verið að skoða hitaeiningafjölda í brauðinu öllu er hægt að leggja saman hitaeiningafjölda hráefnanna til að fá út heildarfjölda hitaeininga í brauðinu. Síðan er hægt að skoða hvað hver brauðsneið gefur margar hitaeiningar. Yfirleitt er hitaeiningafjöldi (he) þó gefinn upp í he/100g af vöru. Ef ætlu...
Þjóna geitungar einhverjum tilgangi í náttúrunni?
Dýr koma sér fyrir í fæðuvef tiltekins vistkerfis. Það er vafasamt að álykta að staða þeirra þar hafi einhvern sérstakan tilgang. Á Vísindavefnum er að finna svar um tilgang mannsins, Vilhálmur Árnason fjallar um það í svari við spurningunum Hver er tilgangur lífsins? / Til hvers er lífið?. Þar er ekkert komið inn...
Hvers vegna hafna sumar grænmetisætur mjólkurafurðum?
Spurningin er svona í fullri lengd:Hvers vegna borða sumar grænmetisætur ekki venjulegt brauð og af hverju drekka þær ekki mjólk og borða ost? Eins og fram kemur í svari Jóhönnu Eyrúnar Torfadóttur við spurningunni Fá grænmetisætur öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast? eru til nokkrar "tegundir" af grænmeti...
Hvers vegna eru hamborgarar kallaðir því nafni?
Upphafleg spurning var á þessa leið:Ég hef verið að velta fyrir mér hvers vegna hamborgarar eru kallaðir hamborgarar (hamburgers). Hvaðan kemur þetta „ham”? Var svínakjöt í hamborgurum hér áður fyrr eða kemur þetta borginni Hamborg eitthvað við? Í Íslenskri orðsifjabók (1989, Ásgeir Blöndal Magnússon, Orðabók H...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í janúar 2014?
Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör janúarmánaðar á Vísindavefnum árið 2014 þessi hér: Af hverju fylgja litlar kísilkúlur í hvítum pokum oft með hlutum eins og til dæmis kíkjum? Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“ og hvað er til ráða? Geta tvíburar átt hvor sinn föðurinn? Hver er munurinn á h...
Hversu langt er spottakorn?
Engin ákveðin mælieining felst í orðinu spottakorn. Þar er síðari liðurinn –korn smækkunarending sem misst hefur hina eiginlegu merkingu sína og orðið merkir 'stutt vegalengd, stuttur spotti'. Það er eiginlega á mörkum afleiðslu og samsetningar. Í orðunum drengkorn, dúkkorn, kistilkorn, piltkorn og spýtukorn e...
Hvað leggja Bretar sér venjulega til munns í morgunmat?
Afar hæpið er að alhæfa upp á heila þjóð eins einstaklingsbundið atferli og neyslu morgunmatar. Engu að síður eru Englendingar þekktir fyrir mjög sérstakar matarhefðir að morgni dags. Samkvæmt hefðinni er enskur morgunmatur (e. full English breakfast) pönnusteiktur og samanstendur fyrst og fremst af eggi og ...
Í hvaða mat má finna mjölva?
Mjölvi eða sterkja er svonefnd fjölsykra sem finnst í margs konar kornmeti, baunum, ávöxtum og grænmeti. Kolvetni eða sykrur skiptast í einsykrur, tvísykrur og fjölsykrur. Mjölvi eða sterkja er mikilvægasta fjölsykran. Mjölvi finnst meðal annars í korni og vörum unnum úr því, baunum, ávöxtum og grænmeti.Á vef Lýð...
Hver er munurinn á kirkju og kapellu?
Orðið kirkja á uppruna sinn í grísku (kyriaké) og merkir „það sem helgað er Drottni“. Þegar um byggingu er að ræða má þýða hugtakið með guðshús. Kapella er aftur á móti myndað af latnesku orði (cappella) sem dregið er af cappa sem merkir kápa. Fyrsta byggingin sem nefnd var kapella var hús sem geymdi kápu eða mött...
Hvers vegna geymist kex lengur en brauð?
Munurinn á kexi og brauði liggur fyrst og fremst í vatnsinnihaldinu. Samkvæmt Íslenska gagnagrunninum um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) þá er heildarvatnsinnihald í kexi um það bil 2-5% meðan brauð inniheldur 35-50% raka. Heildarvatnsinnihald segir þó ekki alla söguna. Vatnið í matnum okkar er tvenns konar. Annar...
Hvernig er hugtakið „háskóli“ skilgreint? Gerir vísindasamfélagið siðfræðilegar lágmarkskröfur til starfsemi háskóla?
Skilgreining á háskóla er síður en svo hoggin í stein. Orðið „háskóli“ á íslensku er gjarnan notað sem þýðing á hinu alþjóðlega heiti „universitas“ sem mörg önnur tungumál nota í einni eða annarri mynd. Þetta hugtak vísar einfaldlega í samfélag nemenda og kennara og er dregið af latínu: universitas magistrorum et ...