Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 40 svör fundust

category-iconVísindi almennt

Hver er þjóðaríþrótt Argentínumanna?

Þjóðaríþrótt Argentínumanna er hestaíþróttin pató, á íslensku önd. Markmið keppninnar er að ná „öndinni“, bolta með sex handföngum á, og kasta henni í mark andstæðingsins. Markið er lóðréttur hringur sem minnir á körfuboltahring. Í hvoru liði eru fjórir knapar sem vinna saman að því að koma boltaunum í netið. Í l...

category-iconÍþróttafræði

Hver er líkamlega erfiðasta íþrótt í heimi?

Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör og ber að taka öllu því sem kemur hér á eftir með ákveðnum fyrirvara enda þetta svar einungis gert til gamans. Mjög viðamikla rannsókn þyrfti til að skera úr um óyggjandi svar við ofangreindri spurningu. Spurningin þrengir þó töluvert það sem þyrfti að skoða. Hér þarf ek...

category-iconHugvísindi

Er hægt að flokka íþróttir undir menningu eða listir?

Já og nei. Orðin íþrótt og þó enn fremur menning og list hafa hvert um sig nokkrar merkingar. Orðabók Menningarsjóðs veitir þessa skýringu meðal annarra á list: 'sú íþrótt að búa til e-ð fagurt eða eftirtektarvert' og flokkar þannig list undir íþróttir í einum skilningi. Væntanlega hefur spyrjandi þó í huga ...

category-iconFélagsvísindi

Hver er mest spilaða íþrótt í heiminum og hvernig lítur topp tíu listinn út?

Fótbolti virðist vera í efsta sæti á flestum listum sem við höfum séð fyrir vinsælustu eða mest spiluðu íþrótt í heimi, sama hvaða aðferð er notuð til að raða íþróttagreinum á listann. Þeir sem hafa áhuga á að skoða lista á Netinu um vinsælustu íþróttagreinarnar geta til dæmis athugað þessa leitarniðurstöðu. Hi...

category-iconVísindi almennt

Hverjir fundu upp handboltann?

Með góðum vilja er hægt að rekja sögu handboltans aftur í gráa forneskju. Þar er að finna ýmsa knattleiki sem kalla mætti fyrirrennara hans. Þessir fornu leikir líkjast þó allt eins fótbolta og körfubolta, eins og handbolta. Heimildir um knattleiki er að finna hjá Fornegyptum, í Ódysseifskviðu Hómers og í skrif...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er vinsælasta íþrótt í heimi?

Fótbolti er vinsælasta íþrótt í heimi. Samkvæmt tölum frá FIFA (frá árinu 2000) leika rúmlega 240 milljónir manna um heim allan fótbolta. Það þýðir að einn af hverjum 25 iðka knattspyrnu reglulega. Í dómarastétt knattspyrnunnar eru um 5 milljónir manna. Knattspyrna er leikin í öllum heimshornum. Ef börn og aðr...

category-iconHugvísindi

Hver fann upp golf?

Margir halda að golf hafi verið fundið upp í Skotlandi. Ástæðu þess má rekja aftur til ársins 1457, en þá sendi skoska þingið frá sér ályktun þess efnis að banna ætti bæði fótbolta og golf (futbawe and ye golf) sökum þess að slíkar íþróttir væru til einskis nýtar. Nú eru menn farnir að efast um að ofangreind þi...

category-iconHeimspeki

Er hægt að keppa í fegurð og eru fegurðarsamkeppnir og módelfitness íþróttagreinar?

Þessari spurningu væri hægt að svara á einfaldan hátt: Hvorki fegurðarsamkeppni né módelfitness eru í raun keppnisíþróttir á Íslandi. Þær eru ekki skilgreindar af Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands sem íþróttir og samkvæmt þeim mælikvarða er þá ekki hægt að keppa í fegurð sem sé hún íþrótt. Hins vegar er flest...

category-iconHugvísindi

Hvenær voru fyrstu Ólympíuleikar fatlaðra haldnir og hvar?

Ólympíuleikar fatlaðra eiga rætur sínar að rekja til landskeppni sem haldin var við Stoke Mandeville-spítalann í Aylesbury, Buckinghamshire á Englandi. Sú keppni var liður í endurhæfingu hermanna sem höfðu hlotið mænuskaða í síðari heimsstyrjöldinni. Hugmyndina átti Ludwig Guttman, taugasérfræðingur af gyðingaættu...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað eru íþróttir og hvað skilgreinir þær?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er það sem Íþróttasamband Íslands tekur tillit til þegar það leyfir / viðurkennir íþróttir? Skilgreining íþrótta er ekki náttúrulega gefin staðreynd, heldur ræðst hún af sögulegum, félagslegum, menningarlegum og pólitískum forsendum á hverjum stað á hverjum tíma. Það er þv...

category-iconHugvísindi

Hvenær varð íþróttin körfubolti til?

Körfubolti var fundinn upp árið 1891 af kanadíska kennaranum James Naismith sem bjó og starfaði í Bandaríkjunum. Naismith kom fram með hugmyndina að körfubolta í kjölfar þess að yfirmaður íþróttadeildar skólans sem hann starfaði við auglýsti eftir íþrótt sem þjálfa mætti að vetrarlagi, í stað ýmist leiðinlegra eð...

category-iconHeimspeki

Er hægt að keppa í fegurð? - Myndband

Spurningin í fullri lengd hljómar svona: Er hægt að keppa í fegurð og eru fegurðarsamkeppnir og módelfitness íþróttagreinar? - Myndband Þessari spurningu væri hægt að svara á einfaldan hátt: Hvorki fegurðarsamkeppni né módelfitness eru í raun keppnisíþróttir á Íslandi. Þær eru ekki skilgreindar af Íþrótta- ...

category-iconHugvísindi

Af hverju verður eitthvað klisja og hvað merkir orðið?

Orðið klisja er notað um orðalag sem í fyrstu var ef til vill frumlegt og nýstárlegt en verður vegna ofnotkunar útslitið og tákn um flatneskjulegan stíl. Orðið er til í mörgum tungumálum kringum okkur og er dregið af franska orðinu cliché sem er haft um prentmót til að prenta myndir í blýprenti. Hugmyndin er þess ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver fann upp keiluíþróttina, hvenær var það og hvernig gerðist það?

Eins og við á um margar spurningar um uppruna fyrirbæra, eru skýr og klár svör ekki alveg á hreinu. Þetta geta menn til dæmis séð ef þeir lesa svar við spurningunni Hver fann upp fótboltann?. Þar kemur fram að hægt er að rekja sögu fótbolta eins og við þekkjum hann langt aftur, eftir ýmsum leiðum. Til dæmis til kí...

category-iconVísindi almennt

Hvað er skák?

Skák er leikur sem ber keim af ýmsum íþróttum en er jafnframt skyld listunum. Spurningin um list eða íþrótt snýst í rauninni ekki um "annaðhvort / eða" heldur svarar hver skákmaður henni fyrir sig, enda er ánægja ólíkra manna af skák innbyrðis mismunandi. Við ræðum þessi atriði nánar hér á eftir. Skákmenn e...

Fleiri niðurstöður