Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 83 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvers vegna eru Íslendingasögur höfundarlausar?

Líklegast er að höfunda Íslendingasagna sé hvergi getið af því að sá sem fyrstur skrifaði þær hafi ekki talið sig höfund þeirra og samtímamönnum hans hafi ekki heldur þótt það skipta máli. Höfundur merkir upphafsmaður, og annaðhvort voru sögurnar byggðar á eldri frásögnum af þeim atburðum sem þær segja frá eða höf...

category-iconBókmenntir og listir

Gætu verið til óuppgötvuð handrit Íslendingasagna einhvers staðar?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Gætu mögulega verið til óuppgötvuð handrit eða Íslendingasögur á Íslandi eða erlendis? Það er mögulegt að til séu óuppgötvuð handrit Íslendingasagna en það er ekki líklegt. Það koma annað veifið handrit til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Stofnunar Ár...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Eru Íslendingasögurnar skáldskapur eða voru hetjur þeirra raunverulega til?

Í heild hljóðuðu spurningarnar svona: Teljast Íslendingasögurnar til skáldverka eða eru hetjur þeirra, s.s. Grettir sterki, Gunnar á Hlíðarenda og Gísli Súrsson, raunverulegar persónur sem sannanlega voru til? Eru Íslendingasögurnar sögulegar heimildir eða eru þær skáldskapur? Einfaldast er að skilgreina Ís...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað þarf að vera í sögu til þess að hún sé talin til Íslendingasagna?

Sögur þær sem Íslendingar rituðu á 13. og 14. öld, og fjalla um íslenska menn og málefni svonefndrar sögualdar (um 930–1030), hafa verið nefndar Íslendingasögur. Hátt í 40 sögur falla undir þessa skilgreiningu, og eiga þær – auk þess ofangreinda – ýmis sameiginleg einkenni. Talsverður tími leið frá því að atbu...

category-iconVísindavefurinn

Ef maður spyr spurningar á Vísindavefnum hvers vegna kemur þá stundum svar við annarri svipaðri spurningu?

Oftast berast nokkrir tugir spurninga til Vísindavefsins á degi hverjum. Þegar mest lætur fáum við stundum rúmlega 60 spurningar á dag og því miður getum við ekki svarað þeim öllum strax. Stundum fáum við spurningar um eitthvað efni sem við eigum svör við, þó að spurningarnar hljómi ekki alveg eins. Ef það er r...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær komst orðið ungabarn inn í íslenskt mál og hver ber ábyrgð á því að það sé talið rétt mál?

Orðið ungabarn kemur fyrst fyrir í þekktu ritmáli í ritsafni Jóns Árnasonar, Íslenskar þjóðsögur og æfintýri I-II, frá árunum 1862—1864. Ungbarn er skráð í Orðabók Háskólans allt frá miðri 16. öld (fyrsta heimild Lúkasarguðspjall í Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar, 18:15) en gæti sjálfsagt verið enn eldra, ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur málshátturinn 'Lengi býr að fyrstu gerð'?

Ekki hefur tekist að finna svar við þessari spurningu. Flestir, sem ég hef spurt, þekkja þetta en enginn hefur getað nefnt upprunann enn sem komið er. Ýmsir hafa giskað á Íslendingasögur en leit í orðstöðulykli sýnir að svo er ekki. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er úr málsháttasafni Guðmundar Jónssonar sem gefið ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig er hérað skilgreint samkvæmt íslenskri venju?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvernig er hérað skilgreint samkvæmt íslenskri venju? Frá landnámi hefur verið talað um að eitthvað sé í héraði og mun síðar komu héraðsdómar en mér hefur ávallt þótt það óljóst hvað átt sé nákvæmlega við með héraði á Íslandi. Ömt, sýslur, hreppar og sveitarfélög þekkjum við en hé...

category-iconBókmenntir og listir

Hver skrifaði Njálu og hvenær var hún skrifuð?

Höfundur Njálu er óþekktur. Hvergi í handritum sögunnar né í neinum fornum heimildum er þess getið hver hafi skrifað hana. Sagan sjálf gefur heldur engar upplýsingar sem geti leyft ótvíræða ályktun um þetta. Á síðari tímum hafa margar tilraunir verið gerðar til að leiða líkur að því hver höfundurinn sé. Í formá...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er munurinn á skinni og hörundi og hvernig getur manni runnið kalt vatn þar á milli?

Í fornu máli merkir orðið hörund ‘hold’ og er skýrt í orðabók Johans Fritzners, Ordbog over det gamle norske sprog, á þann hátt að átt sé við holdið, eða kjötið, sem liggur milli skinns og beina í mannslíkamanum (1891 II:192). Í nútímamáli merkir hörund ‘skinn, húð’, rétt eins og orðið skinn er notað um ‘húð, feld...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir hugtakið fornbókmenntir?

Hugtakið fornbókmenntir er notað um tvennt, annars vegar fornar bókmenntir og hins vegar íslenskar bókmenntir fyrir siðaskipti, aðallega fyrir 14. öld. Hugtakið fornar bókmenntir er síðan aðallega notað um klassískar bókmenntir Grikkja og Rómverja en einnig mætti nota það um bókmenntir annarra þjóða. Af sama to...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað þarf að vera í sögu til þess að hún sé talin til Íslendingasagna? - Myndband

Sögur þær sem Íslendingar rituðu á 13. og 14. öld, og fjalla um íslenska menn og málefni svonefndrar sögualdar (um 930-1030), hafa verið nefndar Íslendingasögur. Hátt í 40 sögur falla undir þessa skilgreiningu, og eiga þær – auk þess ofangreinda – ýmis sameiginleg einkenni. Talsverður tími leið frá því að atbur...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Torfi H. Tulinius stundað?

Torfi H. Tulinius er prófessor í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands og stýrir alþjóðlegu meistaranámi í þeirri grein. Í rannsóknum sínum hefur hann fyrst og fremst fengist við íslenskar miðaldabókmenntir, einkum fornaldarsögur Norðurlanda og Íslendingasögur. Við túlkun sagnanna hefur Torfi leitast við að ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða kenning er efst á blaði þessi misserin um aldur og uppruna Íslendingasagna?

Möðruvallabók Skinnhandrit frá 14. öld. Hér er einnig svarað spurningu Ragnars Þórs Péturssonar, 'Hverjir skrifuðu Íslendingasögurnar, hvenær og eftir hvaða heimildum?' Eins og mörgum er kunnugt, hefur lengi ríkt ágreiningur um aldur og uppruna Íslendingasagna, bæði bókmenntagreinarinnar í heild og eins...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvar fundust handrit Íslendingasagnanna?

Íslendingasögur voru flestar samdar á 13. öld og voru þá skrifaðar á bókfell eða með öðrum orðum verkað skinn, einkum af kálfum. Sögurnar voru ýmist hafðar stakar í handriti eða settar saman í stærri bækur, sumar mjög veglegar. Handritagerð á Íslandi stóð í mestum blóma á 14. öld en hnignaði síðan hægt og sígandi ...

Fleiri niðurstöður