Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Valda kannabisefni varanlegum skemmdum á neytanda (ekki lungum)?

Neysla á kannabis fer oftast þannig fram að hann er reyktur. Þess vegna er eðlilegt að umfjöllun um skaðsemi kannabis miðist við það heilsutjón, sem kann að leiða af kannabisreykingum. Í kannabisplöntunni er urmull af efnum, sem berast út í reykinn þegar plantan er reykt. Sum þeirra ummyndast og breytast í ný efna...

category-iconHeimspeki

Er veröldin bara hugsanir okkar og erum við bara hugsanir hvers annars?

Seinni spurningunni, hvort við séum bara hugsanir eða hugarfóstur hvert annars, er auðsvarað þar sem hún felur í sér mótsögn ef hún er tekin bókstaflega. Ef ég er hugarfóstur þitt getur þú ekki samtímis verið hugarfóstur mitt. Hugarfóstur getur ekki haft hugsanir sjálft. Að minnsta kosti annað okkar hlýtur því að ...

category-iconHugvísindi

Hvað var Gestapo og hvað gerðu menn þar?

Gestapo er stytting fyrir Geheime Staatspolizei sem þýðir Leynilögregla ríkisins. Hún var upphaflega mynduð innan prússnesku lögreglunnar, sem var sjálfstæð stofnun innan samnefnds héraðs í Þýskalandi fyrir stríð, og var henni ætlað að rannsaka og beita sér gegn andstæðingum nasista og Þriðja ríkisins. Síðar var s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýrategundir hefur maðurinn ofveitt eða ofnýtt þannig að þær hafa dáið út?

Það er hægt að segja með vissu að þær dýrategundir sem hafa orðið aldauða á síðustu öldum hafi dáið út beint eða óbeint vegna athafna mannsins. Helstu orsakir þess að tegundir hafa dáið út undanfarnar aldir tengjast ofveiði og búsvæðaeyðingu, en einnig mikilli röskun á vistkerfum sem hlotist hefur af innflutningi ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju verður fólk stressað?

Orsakir streitu geta verið margvíslegar. Hægt er að fá fram streituviðbrögð hjá tilraunadýrum með áreitum á borð við kulda, hávaða, hormón, raflost og sýkla. Einnig hafa mun flóknari streituvaldar verið rannsakaðir, til dæmis áhrif breytinga og áfalla á heilsufar, tengsl mataræðis og streitu, áhrif mengunar, búset...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Nikola Tesla og hvert var framlag hans til vísindanna?

Nikola Tesla var af serbneskum ættum og fæddist í smábænum Smiljan í Austurríki-Ungverjalandi (nú hluti af Króatíu) árið 1856. Ungur að árum fékk hann ýmsar framúrstefnulegar hugmyndir, til dæmis að í framtíðinni yrði mögulegt að varpa myndum sem fólk sæi fyrir sér í huganum upp á skjá, smíða vélmenni sem hegðuðu ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvers vegna fáum við sinadrátt?

Sinadráttur er kröftugur, sársaukafullur samdráttur í vöðva eða vöðvum. Algeng tegund sinadráttar verður í kálfanum í svefni en sinadráttur getur einnig orðið vegna mikillar vinnu, meiðsla eða við það að vera lengi í sömu stellingum. Vökvatap eykur einnig hættu á sinadrætti. Sinadráttur er algengur hjá íþróttamönn...

category-iconTrúarbrögð

Hvað merkja myndirnar á messuklæði presta?

Messuklæði presta eru hvítur kyrtill sem er annaðhvort svokallað rykkilín sem prestur ber yfir svartri hempu eða alba sem prestur ber í stað hempu og rykkilíns. Þar yfir klæðist prestur stólu sem er breiður borði í lit kirkjuársins (sjá síðar) lagður fram yfir axlir prests og fellur niður á miðjan legg. Að síðus...

category-iconUmhverfismál

Ef vetni er brennt, hvert verður þá afgasið?

Bruni efnis felst í því að það gengur í sambandi við súrefni (ildi), til dæmis súrefnið í andrúmsloftinu. Ef vetnið er í gasham fyrir brunann eru sameindir þess tvíatóma og er slík sameind táknuð með H2. Súrefnissameindirnar í loftinu eru líka tvíatóma og eru þær táknaðar með O2. Efnajafnan fyrir hvörfin þegar ve...

category-iconUnga fólkið svarar

Af hverju tárumst við þegar við skerum lauk?

Laukur er ríkur af B-, C- og G-vítamínum, próteinum, sterkju og lífsnauðsynlegum frumefnum. Efnasamböndin í lauknum innihalda efni sem vernda magann og ristilinn og koma í veg fyrir húðkrabbamein. Laukurinn verkar einnig gegn bólgu, astma og sykursýki og kemur í veg fyrir blóðtappa, of háan blóðþrýsting, blóðsykur...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Brennur eldur í geimnum, það er að segja jafnvel í nokkrar sekúndur? Flýtur eldur í þyngdarleysi?

Það sem við köllum bruna er ákveðin tegund efnahvarfa þar sem eldsneytið eða efnið sem brennur tekur upp súrefni, öðru nafni ildi, og ný efnasambönd myndast. Við venjulegar aðstæður kemur súrefnið úr andrúmsloftinu enda er súrefni um fimmtungur í venjulegu lofti hér á jörðinni. Ef við erum stödd langt úti í geimnu...

category-iconLögfræði

Hver á hálendi Íslands og hvers vegna?

Hálendi Íslands er ekki hugtak sem skilgreint er í lögum. Gert er ráð fyrir því að spyrjandi eigi við um það landsvæði á Íslandi sem ekki er innan einkaeignarlanda neinna einstaklinga eða félaga. Sé hálendið skilgreint þannig þá er svarið eftirfarandi: Samkvæmt 2. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða aðferð notar ættfræðiforrit eins og Íslendingabók við að rekja saman ættir tveggja Íslendinga?

Í langflestum tilfellum er það gert með því að safna saman framættum einstaklinganna tveggja og leita að sameiginlegum forfeðrum í trjánum. Til að útskýra þetta betur getum við gert okkur í hugarlund að hver einstaklingur í gagnagrunni Íslendingabókar hafi sérstakt númer. Einstaklingurinn tengist síðan föður o...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er það rétt að sólin eigi eftir að sprengja jörðina?

Eins og kemur fram í öðru svari hér er sólin um 5 milljarða ára gömul og talið er að æviskeið hennar sé um það bil hálfnað. Ekki er því ástæða til að ætla að við þurfum að hafa áhyggjur af eyðingu lífs á jörðinni í bráð. Undanfarna mánuði hefur hins vegar sú kviksaga gengið á veraldarvefnum að sólin muni spring...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef mismikið af lofti er í tveimur jafnstórum jeppadekkjum fara þau þá sömu vegalengd með jafnmörgum snúningum?

Svarið er nei: Ef dekkin snúast jafnmarga snúninga og renna ekki til á veginum, þá fer dekkið sem meira loft er í lengri leið. Ef dekkin eru hvort sínu megin á bíl sem ekur eftir beinum vegi, þá snýst dekkið sem minna loft er í fleiri umferðir. Vegalengdin sem dekkið fer í einum snúningi ræðst af virkum geisla ...

Fleiri niðurstöður