Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 178 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóminn avascular necrosis eða blóðþurrðardrep?
Avascular necrosis (AVN), eða blóðþurrðardrep, er vefjadrep vegna ófullnægjandi blóðrennslis til beina. Vegna truflunar á blóðflæði verður frumudauði í beinvef sem leiðir til beineyðingar, sársauka og skertrar hreyfigetu liða. Algengast er að sjúkdómurinn komi fram í endum langra beina svo sem lærleggs (lat. femur...
Hvað er heilalömun?
Heilalömun (e. cerebral palsy) er hugtak sem nær yfir flokk taugafræðilegra kvilla sem koma fram við fæðingu eða snemma í bernsku og hafa varanleg áhrif á líkamshreyfingar og samhæfingu vöðva en versna ekki með tímanum. Þótt heilalömun hafi áhrif á hreyfingar vöðva stafar hún ekki af vandamálum í vöðvum eða taugum...
Hvað er vísindaleg aðferðafræði?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað er vísindaleg aðferðafræði? Hver eru helstu skref vísindalegrar aðferðafræði? Svarið við þessari spurningu er bæði umdeilt og flókið. Ástæðan er meðal annars sú að aðferðafræði vísinda er afar ólík á milli vísindagreina – til dæmis notast félagsvísindi oft við...
Er rétt að stærsti hluti CO2 losunar á Íslandi sé frá framræstu landi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er rétt að stærsti hluti CO2 losunar á Íslandi sé frá framræstu landi? Hefur slík losun verið mæld hér? Losun koltvíildis (koltvísýrings) CO2 úr framræstum óræktuðum votlendum hefur verið mæld hér á landi. Mælingar hafa að mestu farið fram á Vesturlandi, en einnig hafa verið g...
Hvað eru til margar kórónuveirur sem sýkja menn og dugar ónæmi gegn einni þeirra fyrir hinum?
Kórónuveirur eru fjölskylda veira sem nefnast á ensku 'coronaviruses'. Heitið er dregið af því að yfirborðsprótín veiranna minna á kórónu eða sólkrónu, sem er ysti hjúpur sólarinnar. Fyrsta kórónuveiran greindist árið 1937. Hún veldur berkjubólgu í fuglum en sýkir ekki menn. COVID-19 orsakast af kórónuveirunni...
Hvers konar dýr var beljaki og hvenær var hann uppi?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Í svari Vísindavefs um dýrin með stærstu tungurnar er sagt að beljakinn hafi mögulega verið með langa tungu. Hvernig dýr var beljakinn? Beljakar (Paracheratherium, hafa líka verið nefndir Indricotherium) voru risavaxin spendýr af ættbálki Perissodactyla, eins og meðal annar...
Hafa evrópskir eldmaurar fundist á Íslandi?
Úti í heimi finnast nokkrar tegundir svokallaðra eldmaura. Í Evrópu finnst tegundin Myrmica rubra og er hún stundum nefnd evrópskir eldmaurar (e. European fireants eða Common red ants). Útbreiðsla tegundarinnar er aðallega á norðlægum svæðum í Evrópu og austur eftir Asíu[1] en hún hefur dreifst víðar um jörðina me...
Hver var Charles Darwin?
Charles Robert Darwin fæddist 12. febrúar 1809 í Shrewsbury, Englandi. Hann er ætíð kenndur við náttúrufræði, en þekktastur er hann fyrir kenningu um þróun lífs á jörðu, sem á Íslandi er ávallt kölluð þróunarkenningin, en einnig tíðkast að kalla hana Darwinisma. Kjarnann í kenningunni setti hann fram í bókinni...
Hvað getur þú sagt mér um Klinefelter-heilkenni?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hver eru einkenni XXY-litningagalla? Klinefelter-heilkenni var fyrst lýst árið 1942 þegar maður að nafni Klinefelter gaf út skýrslu um níu karlmenn sem höfðu óvenjustór brjóst, gisinn hárvöxt í andliti og á líkama, og lítil eistu sem mynduðu ekki sæði. Þessi einkenni hlutu heitið...
Hvað getið þið sagt mér um svín?
Óhætt er að segja að það sem svín skortir í glæsileika og fegurð bæta þau upp með styrk, aðlögunarhæfni og greind. Svín hafa einstaka hæfileika til að aðlagast margvíslegum búsvæðum, svo sem laufskógum, savanna-sléttlendi, regnskógum og votlendi. Orðið svín er almennt heiti yfir tegundir af ættflokkunum suidae ...
Hvað er litblinda?
Vísindavefnum hafa borist nokkrar spurningar um litblindu. Hér er einnig svarað spurningunum:Hvernig erfist litblinda? Af hverju er sagt að litblinda sé ríkjandi eiginleiki hjá körlum en ekki konum? Er hægt að lækna litblindu? Er litblinda algeng? Hverjar eru líkurnar að einstaklingur fæðist litblindur á öðru ...
Hvað er scotopic sensitivity syndrome?
Mjög deildar meiningar eru meðal fræðimanna um scotopic sensitivity syndrome eða SSS (því miður er höfundi ekki kunnugt um íslenskt heiti þessa ástands) og þá jafnvel um það hvort í raun sé um heilkenni að ræða. Sumum fræðimönnum finnst fáar rannsóknir hafa verið gerðar á heilkenninu og oft skorta á nákvæmni í aðf...
Af hverju er hætta á að þeir sem eru of feitir fái sykursýki?
Sykursýki (e. diabetes) er ástand sem getur varað alla ævi og hefur áhrif á getu líkamans til að nýta orkuefni í fæðu sem eldsneyti. Til eru þrjár megingerðir af sykursýki, sykursýki af gerð 1, sykursýki af gerð 2 og meðgöngusykursýki. Nánar er fjallað um þessar tegundir í öðrum svörum á Vísindavefnum. Einsykr...
Geta vísindamenn sagt okkur hver sé erfðafræðilegur munur á manni og apa?
Vísindamenn hafa unnið að raðgreiningu á erfðamengi mannsins frá því fyrir síðustu aldamót. Raðgreiningin felst í því að basaröðin í erfðaefninu er greind. Í febrúar 2001 var fyrsta uppkastið að erfðamengi mannsins birt og í kjölfarið kom út fyrsta uppkastið að erfðamengi músarinnar og rottunnar. Í október 2004 va...
Hvers vegna eru hreindýr í útrýmingarhættu?
Hreindýr (Rangifer tarandus) eru útbreidd á heimskautasvæðum allt í kringum norðurpól. Stórir stofnar finnast í austanverði Síberíu, í Noregi, Kanada, Grænlandi, Alaska og í Asíu allt suður til 50° gráðu N-breiddar í Kína. Áður fyrr lifðu þau mun sunnar og voru útbreidd um Kanada og allt suður til Maine á vesturst...