Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2222 svör fundust
Hvert fer fólk þegar það deyr?
Það er hægt að svara þessari spurningu á ýmsa vegu. Til dæmis getum við sagt að þegar við deyjum þá förum við ekki neitt, enda erum við dáin. Líkaminn sem tilheyrði okkur á meðan við vorum á lífi fer hins vegar í flestum tilvikum ofan í jörðina, stundum með viðkomu í brennsluofni og þá fer askan í duftker. Ein...
Af hverju gengur fólk í hjónaband?
Orðalag þessarar spurningar krefst í raun réttri að svarið komi frá þeim sem leggja stund á félagsfræðilegar rannsóknir og hafa rannsakað raunverulegar ástæður þess að fólk gangi í hjónaband. Vísast er að svörin við spurningunni, væri hún borin fram í dag í víðtækri könnun, yrðu margvísleg. Einnig er trúlegt að s...
Gat fólk skilið í gamla daga?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hefði ekki verið hægt fyrir Bjarna og Steinunni á Sjöundá að fara fram á skilnað við maka sína í stað þess að myrða þá? Svo að byrjað sé á byrjuninni eru ótraustar og mótsagnakenndar heimildir um hjónaskilnaðarrétt Íslendinga í heiðni. Í Brennu-Njáls sögu segir frá Þráni Sig...
Notaði fólk tannbursta í gamla daga?
Þótt almenn tannburstanotkun hafi ekki fest sig í sessi fyrr en á síðustu öld hefur það þekkst í árþúsundir að hreinsa tennur á einhvern hátt. Fyrr á tímum var til dæmis algengt að nota litlar trjágreinar í þeim tilgangi og eins notuðu menn tuskur til að nudda óhreinindi af tönnum. Heimildum ber ekki alveg sama...
Af hverju er svart fólk svart?
Húðlitur okkar, og reyndar háralitur líka, ræðst af litarefni sem kallast melanín. Því meira litarefni sem er í húðinni því dekkra er fólk á hörund. Magn melaníns í húðinni fer einkum eftir erfðum, en hörunds- og háralitur er fyrst og fremst háður genasamsetningu okkar. Ástæðan fyrir því að einstaklingur er „svart...
Á hvaða þönum er fólk alltaf?
Upprunalega spurningin var: Hvaða þanir eru þetta sem fólk er endalaust á og hvers vegna alltaf fleirtalan? Orðið þön þekkist allt frá fornu máli. Það hefur fleiri en eina merkingu: ‘spjálk eða teinn til að þenja e-ð út með; tálkn, tálknbogi; beintindur í ugga; fjaðurgeisli eða fön á fjöðurstaf, …’. Orð...
Hver er sagan á bak við hátíðahöld um verslunarmannahelgina?
Verslunarmannahelgin er kennd við frídag verslunarmanna fyrsta mánudag í ágúst. Sú dagsetning hefur haldist óbreytt frá 1934. Áður höfðu verslunarmenn í Reykjavík átt frídag á ýmsum dögum frá 1894. Tímasetningin á rót að rekja til þjóðhátíðarinnar 2. ágúst 1874. Hennar var reglulega minnst í Reykjavík kringum alda...
Hvernig verða demantar til í náttúrunni?
Demantar eru hreint kolefni rétt eins og grafít þó þessi tvö efni séu mjög ólík bæði í útliti og eiginleikum. Demantar hafa myndast í möttli jarðar á 120-200 km dýpi. Á þessu dýpi getur efni sem inniheldur kolefni verið bráðið en við afar sérstakar aðstæður, mjög mikinn þrýsting eða 45-60 kílóbör og hita á bilinu...
Hvernig komst Dalvík inn í Android-stýrikerfið?
Íslensk örnefni hafa stundum lagt land undir fót. Í Vesturheimi er að finna mörg örnefni sem Vestur-Íslendingar tóku með sér yfir hafið í lok 19. aldar. Þar er nú að finna nöfn eins og Gimli, Reykjavík, Árbakki og Bifröst. Á Íslandi er svo á hinn bóginn að finna mörg örnefni sem eiga uppruna sinn í Noregi og víðar...
Er gott fyrir hesta að vera eingöngu á sinubeit?
Stutta svarið við þessari spurningu getur verið bæði já eða nei. Langa svarið krefst meiri útskýringa. Í fyrsta lagi eru fóður- og næringarþarfir hesta ekki alltaf þær sömu. Margt hefur þar áhrif, svo sem hlutverk hestsins, hvort um er að ræða ungt hross í vexti, fylfulla hryssu, mjólkandi hryssu, stóðhest eða ...
Hvað getið þið sagt mér um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi?
Þótt kvikmyndastjörnur og knattspyrnumenn hafi vakið athygli á götum Reykjavíkur og víðar um land sumarið 1919 voru þær ekki einu stjörnurnar sem aðdáun ungs fólks á Íslandi beindist að. Líklega var Davíð Stefánsson, ungt skáld norðan úr Eyjafirði, sá sem allra mestrar hylli naut. Fyrsta ljóðabók hans, Svartar fja...
Hvers vegna er fólk á móti fóstureyðingum?
Fólk getur verið á móti fóstureyðingum af ýmsum ástæðum, en þau fræðilegu rök sem algengast er að menn beri beri fyrir sig eru þessi: Það er rangt að deyða mannverur Fóstur er mannvera Þess vegna er rangt að eyða fóstri Veikasti hlekkurinn í þessari rökfærslu virðist vera 2. Þótt því verði varla á móti m...
Af hverju er fólk hrætt við köngulær?
Hér er einnig svarað spurningu Bjargar Jónsdóttur: Af hverju er fólk haldið fælni gagnvart ýmsu, til dæmis skordýrum? Hræðsla við köngulær og önnur smádýr er oftast ástæðulaus. Hún er þó furðu algeng, sem gæti stafað af því að náttúruval hafi í árdaga verið þeim hliðhollt sem kunnu að forðast smádýr. Einnig er ...
Hvers vegna gnístir fólk tönnum í svefni?
Spurning Hrefnu Tómasdóttur var: "Af hverju gnísta börn tönnunum í svefni?" Við nýlega rannsókn í Bandaríkjunum kom í ljós að 15% barna og unglinga og allt að 95% fullorðinna höfðu átt við það vandamál að stríða að gnísta tönnum. Oftast gnístir fólk tönnum í svefni og veit þess vegna ekki af þessu en glímir við...
Af hverju er fólk á móti fötluðum?
Ég held það sé of mikið sagt að fólk sé á móti fötluðum. Hins vegar búa fatlaðir við neikvæð viðhorf og fordóma sem gera þeim lífið erfitt. Margir líta á fatlaða sem „bagga” á samfélaginu. Fræðimenn vilja rekja slík viðhorf til breyttra þjóðfélagshátta í kjölfar iðnbyltingarinnar (Barnes, Mercer og Shakespeare,...