Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5817 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hverjir stóðu fyrir hinni veigamiklu málhreinsistefnu á 18. og 19. öld og hvernig var henni framfylgt?

Á 18. öld þótti íslenskt mál orðið ærið spillt og dönskuskotið. Helst bar á þessu í kringum verslunarstaðina fyrir áhrif frá dönskum kaupmönnum og í máli iðnaðarmanna sem lærðu nær undantekningarlaust í Danmörku og fluttu tækniorðin heim með sér. Á síðari hluta aldarinnar var hafist handa við það í anda fræðsluste...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir skírdagur?

Fimmtudagur fyrir páska nefnist skírdagur. Orðið 'skír' merkir 'hreinn, óblandaður; skær, bjartur; saklaus' og vísar nafnið þannig til þess að Jesús þvoði fætur lærisveina sinna. Sögnin skíra merkir að hreinsa og hin upphaflega merking þess að barn sé skírt er þess vegna hreinsun. Í Sögu daganna eftir Árna Björ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er Messier-skráin?

Messier-skráin samanstendur af 110 svonefndum djúpfyrirbærum sem franski stjörnufræðingurinn Charles Messier (1730-1817) skrásetti á árunum 1758 til 1782. Messier var fyrst og fremst að leita að halastjörnum og ákvað að skrásetja öll þau fyrirbæri sem voru þokukennd og oft erfitt að greina frá halastjörnum í sjóna...

category-iconLandafræði

Hver fann Jamaíku?

Jamaíka er eyríki í Karíbahafinu og tilheyrir Stóru-Antillaeyjum, rétt eins eins og Kúba, Hispaníóla (sem skiptist í ríkin Dóminíska lýðveldið og Haítí), Púertó Ríkó og Caymaneyjar. Kristófer Kólumbus fær gjarnan heiðurinn af því að hafa fundið Jamaíku. Hann kom þangað, ásamt áhöfn sinni, í annarri Ameríkuferði...

category-iconJarðvísindi

Hver var Leó Kristjánsson og hvert var framlag hans til bergsegulmælinga?

Leó Kristjánsson (1943-2020) var jarðeðlisfræðingur. Hann stundaði um áratuga skeið bergsegulmælingar á Íslandi og túlkun þeirra, bæði í jarðfræðilegu augnamiði og með tilliti til þess hvernig jarðsegulsviðið hefur breyst í tímans rás. Þegar fljótandi bergkvika storknar varðveita örsmáar járnagnir í berginu seguls...

category-iconHugvísindi

Þegar einhver drap einhvern á víkingatímanum var hann síðan oftast líflátinn. Hvernig var það gert?

Það sem við köllum ríkisvald var ekki sterkt á víkingaöld, til dæmis hér á Íslandi. Alþingi fór með löggjafarvald og einnig með dómsvald ásamt héraðsþingum. Valdið sem ríkisstjórnin fer með hér hjá okkur ásamt mörgum stofnunum ríkisins í umboði hennar nefnist framkvæmdavald og það var nánast ekki til hjá víkingum....

category-iconHugvísindi

Hver var Jón lærði Guðmundsson?

Jón lærði hét fullu nafni Jón Guðmundsson og var sjálfmenntaður alþýðumaður og náttúruskoðari sem lifði á 17. öld. Nafn hans tengist atburðum brennualdar þar eð yfirvöld sökuðu hann um kukl og galdur. Saga Jóns lærða er raunaleg lífssaga manns sem var uppi á „þeirri öld sem spillti upplagi hans og hæfileikum“ eins...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvenær var víkingaöld?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvenær er talið að víkingaaldirnar hafi byrjað, er rétt að miða við 793 þegar þeir réðust á Lindisfarne og síðan 1066 við bardagann við Stamford Bridge. Eins og önnur löng söguleg tímabil er víkingaöld huglægur tilbúningur sem er ætlað að koma einhverri skipan á óreiðukennd...

category-iconJarðvísindi

Hvernig varð Þingvallavatn til?

Þingvallavatn fyllir suðurenda Þingvalla-lægðarinnar svonefndu, sem er sigdalur milli Hengils í suðri og Skjaldbreiðar í norðri. Sigdalur þessi er afleiðing af landsigi vegna gliðnunar jarðskorpunnar milli Norður-Ameríku- og Evrasíuflekanna, enda er oft litið á Þingvallalægðina sem mörk flekanna tveggja, N-Amerík...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Þorsteinn Helgason stundað?

Þorsteinn Helgason er dósent emeritus í sagnfræði og sögukennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa beinst að kennslufræði sögu, námsgagnagerð (einkum í sögu), gagnrýninni hugsun í kennslu, minningafræði og munnlegri sögu. Viðamestu verkefnin hafa þó fjallað um Tyrkjaránið á Íslandi 1627 o...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna eru steingervingar af hitabeltisgróðri á Tjörnesi?

Upprunalega spurningin var:Hvers vegna eru steingervingar af hitabeltisgróðri á Tjörnesi og víðar á Íslandi? Hve langt er síðan það var? Ef nefna ætti einn stað á Íslandi, sem mikilvægastur væri talinn fyrir rannsóknir á sögu jarðar, kæmi Tjörnes án efa upp í huga margra. Á vestanverðu nesinu, í víkum og skorni...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er sagt að menn sofi yfir sig, en ekki að þeir sofi of lengi?

Orðasambandið að sofa yfir sig er, eins og svo mörg önnur orð og orðasambönd í síðari alda íslensku, fengið að láni úr dönsku. Þar er talað um at sove over sig ef einhver sefur lengur en hann ætlaði sér. Ekkert er að því að nota sambandið að sofa of lengi og reyndar gera það margir, segja til dæmis: "Ég svaf of le...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til eitthvað orð fyrir kvenkyns hrafn? Eru almennt til orð yfir karlkyns- og kvenkyns fugla?

Ekki er mikið um að karl- og kvenfuglar séu greindir að með mismunandi heitum. Undirritaðri er ekki kunnugt um að kvenhrafninn eigi sérstakt heiti. Það á aftur á móti við um kvenörninn sem kölluð er assa. Æðarkollan er nefnd æður en karlfuglinn bliki og æðarbliki. Meðal annarra andfugla ber karlinn heitið steggur ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða áhrif hefur óvissulögmál Heisenbergs haft á heimsmynd vísindamanna?

Óvissulögmál Heisenbergs segir fyrir um það til dæmis að margfeldi af óvissunni í stað og skriðþunga tiltekinnar agnar í ákveðna stefnu sé alltaf stærra en tiltekið lágmark. Þess vegna er ógerlegt að ákvarða báðar stærðirnar í senn án óvissu. Þetta breytir hugmyndum vísindanna um hreyfingu, orsakir og löggengi. Mi...

category-iconHugvísindi

Hvaða tilgangi þjónaði loftárás Bandamanna á Dresden í seinni heimsstyrjöld (sem olli dauða fleira fólks en dó í Hiroshima)?

Spurningin er gildishlaðin og svarar sér eiginlega sjálf. Það er útilokað að sjá í loftárásinni einhvern tilgang. Þegar loftárásin var gerð vorið 1945 var Þýskaland í reynd gjörsigrað. Sovéskar hersveitir nálguðust Dresden og augljóst var að þær næðu borginni á vald sitt eftir nokkra daga. Opinbera skýringi...

Fleiri niðurstöður