Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconFélagsvísindi almennt

Eru glæpir fátækra afleiðing fátæktar?

Ungi betlarinn Bartolomé Esteban Murillo 1618 - 1682 Rannsóknir á orsökum ofbeldis og glæpa eru fyrirferðamiklar innan afbrota- og félagsfræði enda um athyglisvert og mikilvægt efni að ræða. Niðurstöður sýna að skýringar á afbrotum eru ekki einhlítar heldur margslungnar og taka verður fjölmargt með í reikn...

category-iconSálfræði

Er hugtakið skírdreymi (lucid dreaming) virt í vísindaheiminum?

Það sem á ensku nefnist "lucid dreaming" en við getum nefnt skírdreymi á íslensku, felst í því ástandi að manneskju dreymir en er um leið meðvituð um að hana dreymi. Hugtakið er komið frá hollenska rithöfundinum og lækninum Frederik van Eeden (1860—1932). Kerfisbundin niðurröðun upplifana í draumum eru ekki í nei...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvort kom á undan, eggið eða hænan?

Þessari spurningu getur spyrjandinn reynt að svara sjálfur með því að fara afturábak í tímann og skoða atburðarásina í huganum. Hvernig varð hænan til? Tiltekin hæna, sem við getum kallað litlu gulu hænuna, varð þannig til að sæðisfruma úr föður hennar og egg úr móður hennar runnu saman og mynduðu svokallað...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu mikið af fiski éta hvalir?

Spurningin í heild var svohljóðandi:Hversu mikinn fisk er talið að hvalir hafi étið á ári áður en þeir voru friðaðir og hversu mikið er talið að þeir éti nú?Erfitt er að meta fæðunám hvala þar sem oft er mikil óvissa um fæðuval, orkuþörf og stofnstærðir. Stofnstærðir hvala eru metnar út frá talningum og getur mat...

category-iconHeimspeki

Er þetta spurning?

Einfalt svar gæti verið: Ef þetta er spurning, þá er þetta svar. Flóknara svar: Það fer að sjálfsögðu eftir því, til hvers ábendingarfornafnið "þetta" vísar. En þar sem ekki er gefið í skyn hér að það vísi til neins annars en orðanna "er þetta spurning?", skulum við gera ráð fyrir að svo sé. Nú geta "orð" ve...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða kennitölur eða mælikvarðar veita besta innsýn í þenslu fasteignamarkaðarins?

Engar kennitölur hafa verið settar saman, sem gefa traustar upplýsingar um verð á húsnæði í framtíðinni, þar sem margir þættir geta haft áhrif á verð íbúðarhúsnæðis á hverjum tíma. Aftur á móti hefur verið fundin ákveðin fylgni eða samband milli húsnæðisverðs og almenns hagvaxtar, sem sýnir að breytingar á fasteig...

category-iconStærðfræði

Er mengi rauntalna hlutmengi í mengi tvinntalna?

Svarið við þessari spurningu er já. Við skulum skoða af hverju. Tvinntala er tala sem skrifa má á forminu $z =x+iy$, þar sem $x$ og $y$ eru rauntölur. Talan $i$ er skilgreind þannig að $i^2 = -1$. Talan $x$ kallast raunhluti og $y$ þverhluti tölunnar $z$. Tvö sértilvik er vert að athuga. Ef $x = 0$ er $z = 0 +...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver er munurinn á kvíða og hræðslu?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hver er munurinn á kvíða og hræðslu? Er hollt að vera hræddur eða kvíðinn almennt eða getur það breyst í taugaveiklun og þunglyndi?Kvíði er samansettur úr margs konar líffræðilegum viðbrögðum, vitrænum viðbrögðum og hegðun fremur en að hann sé eitt ákveðið viðbragð. Kvíði er...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Getur vatn soðið skyndilega í bolla þegar hann er tekinn út úr örbylgjuofni eftir hitun?

Spurningunni fylgdi saga um ungan mann vestur í Ameríku sem varð fyrir því að vatnið í bollanum var ekki sjóðandi þegar hann tók það út úr örbylgjuofninum en gaus þá skyndilega framan í hann svo að hann brenndist illilega. Við teljum sem betur fer ekki að atvik sem þetta séu mjög líkleg, en fyrirbærið er kallað...

category-iconMannfræði

Eru líkur á því að maðurinn blandist svo mikið á næstu 2 – 300 árum að á endanum verði bara til einn ljósgulbrúnn kynþáttur?

Spyrjandi virðist vilja vita hvort líkur séu á að smám saman verði til eitt mannkyn sem er eins að litarhætti, og væntanlega ýmsu öðru er lýtur að útliti. Hvort mannkyn framtíðarinnar verði einsleitt og án sérkenna staðbundinna hópa. Mannkynið er ein tegund þó að nokkur munur sé á útliti, einkum hörundslit. Fól...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um svörtu ekkjuna?

Svarta ekkjan er heiti sem í raun er notað um ýmsar tegundir innan ættkvíslarinnar Latrodectus (Theridiidae). Alls eru tegundirnar nú taldar vera 31 en heitið svarta ekkjan á sér í lagi um þrjár tegundir sem eiga upprunaleg heimkynni sín í Norður-Ameríku: L.mactans, L.hesperus og L.variolus. Einnig má nefna hi...

category-iconTrúarbrögð

Hvort er Biblían trúarrit eða siðfræðirit?

Orðið Biblía er fleirtölumynd af orðinu biblos sem merkir bók. Þetta er réttnefni á helgiritasafni kristinna manna því það er í raun heilt safn 66 sjálfstæðra bóka sem skiptast í tvo meginhluta: Gamla testamentið (39 rit) og Nýja testamentið (27 rit). Eftir inntaki, bókmenntaformi og sögulegum uppruna má skipa ...

category-iconJarðvísindi

Eru líkur á að eldgos eða jarðhræringar valdi stórtjóni á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum?

Byggð á höfuðborgarsvæðinu, það er að segja svæði sem afmarkast af Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ, er öll utan eiginlegra eldgosasvæða. Hins vegar er stutt í þessi svæði og eru þau helstu Bláfjöll-Hengill og svo Trölladyngja-Brennisteinsfjöll. Síðustu eldgos á þessum svæðum urðu á tímabili...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna lifa mörgæsir bara á Suðurskautslandinu?

Það er ekki rétt að mörgæsir lifi aðeins á Suðurheimskautslandinu. Þær lifa á fjölda eyja í Suðurhöfum og einnig við strendur Suður-Ameríku, Afríku og Eyjaálfu (Ástralíu, Nýja-Sjálandi og nærliggjandi eyjum). En af hverju eru mörgæsir þarna en ekki á öðrum svæðum á jörðinni? Svarið við þeirri spurningu er ekki ...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Af hverju græddi Fíleas Fogg einn dag þegar hann fór umhverfis jörðina á 80 dögum?

Fyllri útgáfa spurningarinnar, nær frumgerðinni, er sem hér segir:Þegar Fíleas Fogg var að fara "umhverfis jörðina á 80 dögum" í skáldsögu Jules Verne, uppgötvaði hann í lokin að hann hefði grætt einn dag. Væruð þið til í að útskýra það betur?Hugsum okkur að maður fari í ferðalag til austurs og færist á hverjum 23...

Fleiri niðurstöður