Er rétt að gróðurhúsaáhrif koltvíoxíðs hafi náð hámarki þannig að frekari viðbót í andrúmsloftinu valdi ekki meiri hitaaukningu á jörðinni?Stutta svarið er nei. Þetta er hins vegar afar áhugaverð spurning sem kallar á smá sögulegan inngang auk skýringar sem á rætur sínar að rekja til skammtafræðilegra eiginleika koltvíoxíðsameindanna, CO2. Kenningin um að koltvíoxíð (CO2, einnig nefnt koltvíildi) í andrúmsloftinu orsaki gróðurhúsaáhrif á jörðinni og að aukning þess geti leitt til vaxandi hita á yfirborði jarðar á rætur sínar að rekja allt til ársins 1896 þegar sænski eðlisefnafræðingurinn Svante Arrhenius (1859-1927)[1] birti um það vísindagrein.[2] Kenning hans, sem enn er í gildi, fólst í því að CO2 sameindirnar gleypa hitageislun á innrauða litrófssviðinu sem stafar frá jörðinni. Þessi hitageislun er afleiðing af sólargeislun sem nær til yfirborðs jarðar (mynd 1). Í kjölfarið geisla sameindirnar frekari hitageislun í allar áttir, að hluta til aftur til jarðar, sem viðheldur hita á yfirborði jarðar. Ef styrkur gróðurhúsalofttegunda eykst í andrúmsloftinu þá aukast þessi áhrif.[3]

Mynd 1. Gróðurhúsaáhrif ýmissa lofttegunda (koltvíoxíð/CO2, vatn/H2O og metan/CH4) í andrúmsloftinu (sjá texta og svar sama höfundar við spurningunni Geta mismunandi lofttegundir og vatnsgufa valdið gróðurhúsaáhrifum?)

Mynd 2. Myndin sýnir annars vegar geislunina sem nær til jarðar frá sólu (rauð-skyggt) og hins vegar geislunina sem sleppur burt (blá-skyggt) og hvernig koltvíoxíð (CO2) og vatnsgufa hindra þessar geislanir. Rauði ferillinn sýnir geislun frá sólinni og bláu ferlarnir svara til hitageislunar frá jörðu á bilinu -63˚C (210K) til 37˚C (310K). Gleypni er auðkennd með gráskyggingu en gegnskin er hvítt. Gleypni CO2 á hitageislun (15 μm) er sérstaklega auðkennd.

Mynd 3a. Gleypni CO2 á 15 μm geislun: Geislaorkan yfirfærist á sameindirnar þannig að beygjutitringur þeirra eykst samfara tilfærslu í hærra orkuþrep (vinstri). Við þetta mælist gleypitoppur með hámark fyrir 15 μm (hægri).

Mynd 3b. Gleypni CO2 í nánd við 15 μm geislun: Heildarlitrófið (efst til hægri) samanstendur af fimm hitaháðum toppum (A–E) vegna fimm tilfærslna (A-E) milli mismunandi orkuþrepa (fyrir miðju). Efstu fjögur orkuþrepin myndast við klofnanir þrepa fyrir beygjutitringsástönd vegna blöndunar (víxlverkunar) við nálæg teygjutitringsástönd (til vinstri).
- ^ Svante Arrhenius. (2024, 12. apríl). Wikipedia. https://is.wikipedia.org/wiki/Svante_Arrhenius
- ^ Arrhenius, S. (1896). XXXI. On the influence of carbonic acid in the air upon the temperature of the ground. The London, Edinburgh, and Dublin Philosophical Magazine and Journal of Science, 41(251), 237–276. https://doi.org/10.1080/14786449608620846
- ^ Ágúst Kvaran. (2024, 28. febrúar). Hvernig er hægt að sýna fram á að koltvíoxið valdi gróðurhúsaáhrifum á jörðinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=29976
- ^ Knut Ångström. (2025, 20. janúar). Wikipedia. https://en.wikipedia.org/wiki/Knut_%C3%85ngstr%C3%B6m
- ^ Ágúst Kvaran, 2024.
- ^ Wordsworth, R., Seeley, J. T., & Shine, K. P. (2024). Fermi Resonance and the Quantum Mechanical Basis of Global Warming. The Planetary Science Journal, 5(3), 67. https://doi.org/10.3847/PSJ/ad226d
- ^ Wordsworth o.fl, 2024.
- ^ Wordsworth o.fl, 2024.
- ^ Howlett, J. (2024, 7. ágúst). Physicists Pinpoint the Quantum Origin of the Greenhouse Effect. Quanta Magazine. https://www.quantamagazine.org/physicists-pinpoint-the-quantum-origin-of-the-greenhouse-effect-20240807/
- ^ Romps, D. M., Seeley, J. T., & Edman, J. P. (2022). Why the Forcing from Carbon Dioxide Scales as the Logarithm of Its Concentration. Journal of Climate, 35(13), 4027-4047. https://doi.org/10.1175/JCLI-D-21-0275.1
- ^ Shine, K. P., & Perry, G. E. (2023). Radiative forcing due to carbon dioxide decomposed into its component vibrational bands. Quarterly Journal of the Royal Meteorological Society, 149(754), 1856-1866. https://doi.org/https://doi.org/10.1002/qj.4485
- ^ Jakob Yngvason. (2011, 16. febrúar). Hver var Erwin Schrödinger og hvert var framlag hans til skammtafræðinnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58391
- ^ Wordsworth o.fl, 2024.
- ^ Rétt er vekja athygli á því að þegar þetta svar er skrifað er ári skammtafræðinngar fagnað: IYQ 2025. (2025, 7. mars). IYQ 2025. https://quantum2025.org
- Yfirlitsmynd: Sunlight rays falling on earth.jpg. Wikimedia Commons. Höfundur myndar: Aasish Giri. Birt undir CC BY-SA 4.0 leyfi. https://commons.wikimedia.org/wiki/File:Sunlight_rays_falling_on_earth.jpg
- Mynd 1. Greenhouse-effect-t2.svg. Wikimedia Commons. CC BY-SA 4.0 leyfi. https://commons.wikimedia.org/wiki/File:Greenhouse-effect-t2.svg
- Mynd 2. Byggt á mynd ÁK í svari við spurningunni Geta mismunandi lofttegundir og vatnsgufa valdið gróðurhúsaáhrifum?
- Myndir 3a og 3b: Úr safni ÁK.