Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru öldutoppar hvítir á lit?

Ari Ólafsson

Upprunlega hljóðaði spurningin svona:
Hæ, hæ, ég heiti Telma og ég hef rosa mikinn áhuga á vísindum. Ég ætla að spyrja einnar spurningar og svona er hún:

Af hverju er toppurinn á öldunni úti á sjó hvítur?

Vindurinn nær mestum tökum á öldunni í toppnum. Þar ýrir hann sjóinn upp og myndar froðu eða löður. Þetta er sambland af loftbólum hjúpuðum vatni (náskylt því sem við köllum sápukúlur) og litlum vatnsdropum.

Hvítur öldutoppurinn steypist yfir brimbrettakappann.

Ljósgeisli sem fellur á vatnsyfirborð klofnar í daufan speglaðan geisla og miklu sterkari gegnskinsgeisla. Í froðunni speglast margoft úr gegnskinsgeisla þar sem hann lendir á loftbóluskilum, sem snúa á ýmsa vegu. Spegluðu geislarnir dreifast í allar áttir og speglunin gerir engan greinarmun á öldulengdum (lit). Litaðir fletir spegla einu öldulengdarbili betur en öðrum. Við skynjum hvíta áferð þar sem allar öldulengdir speglast jafnt og dreifast í allar áttir.

Margspeglunin í skilflötum milli loftbóla í froðunni uppfyllir þessi skilyrði sem gefa hvíta áferð. Það sama á við um vatnsdropa í fossum og kristallafleti í snjó.

Mynd:

Höfundur

Ari Ólafsson

dósent emeritus í eðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

24.10.2016

Spyrjandi

Telma Árnadóttir, f. 2003

Tilvísun

Ari Ólafsson. „Af hverju eru öldutoppar hvítir á lit?“ Vísindavefurinn, 24. október 2016, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72100.

Ari Ólafsson. (2016, 24. október). Af hverju eru öldutoppar hvítir á lit? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72100

Ari Ólafsson. „Af hverju eru öldutoppar hvítir á lit?“ Vísindavefurinn. 24. okt. 2016. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72100>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru öldutoppar hvítir á lit?
Upprunlega hljóðaði spurningin svona:

Hæ, hæ, ég heiti Telma og ég hef rosa mikinn áhuga á vísindum. Ég ætla að spyrja einnar spurningar og svona er hún:

Af hverju er toppurinn á öldunni úti á sjó hvítur?

Vindurinn nær mestum tökum á öldunni í toppnum. Þar ýrir hann sjóinn upp og myndar froðu eða löður. Þetta er sambland af loftbólum hjúpuðum vatni (náskylt því sem við köllum sápukúlur) og litlum vatnsdropum.

Hvítur öldutoppurinn steypist yfir brimbrettakappann.

Ljósgeisli sem fellur á vatnsyfirborð klofnar í daufan speglaðan geisla og miklu sterkari gegnskinsgeisla. Í froðunni speglast margoft úr gegnskinsgeisla þar sem hann lendir á loftbóluskilum, sem snúa á ýmsa vegu. Spegluðu geislarnir dreifast í allar áttir og speglunin gerir engan greinarmun á öldulengdum (lit). Litaðir fletir spegla einu öldulengdarbili betur en öðrum. Við skynjum hvíta áferð þar sem allar öldulengdir speglast jafnt og dreifast í allar áttir.

Margspeglunin í skilflötum milli loftbóla í froðunni uppfyllir þessi skilyrði sem gefa hvíta áferð. Það sama á við um vatnsdropa í fossum og kristallafleti í snjó.

Mynd:

...