Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað búa mörg prósent af íbúum jarðar á Íslandi?

EDS

Íslendingar eru aðeins örlítið brot af mannkyninu öllu. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru landsmenn 299.404 í desember 2005. Áætlað er að mannkynið allt telji nú rúmlega 6,5 milljarða einstaklinga. Samkvæmt því eru Íslendingar aðeins um 0,0046% af jarðarbúum.

Samkvæmt lista yfir mannfjölda í löndum heims sem finna má á Wikipedia.org eru 179 lönd fjölmennari en eyjan okkar. Kína og Indland bera höfuð og herðar yfir önnur ríki heims þegar kemur að mannfjölda; um fimmtungur mannkyns (1,3 milljarðar) býr í Kína og tæplega 17% (1,1 milljarður) á Indlandi. Alls eru 11 lönd með yfir 100 milljónir íbúa. Auk Kína og Indlands eru það Bandaríkin, Indónesía, Brasilía, Pakistan, Bangladess, Rússland, Nígería, Japan og Mexíkó.

Af listanum má ráða að 56 lönd séu fámennari en Ísland. Af þeim eru langflest eyjar, til dæmis í Kyrrahafi og Karíbahafi. Tekið skal fram að í þessu svari er orðið land ekki notað um sjálfstæð ríki eingöngu eins og gert er í sumum svörum á Vísindavefnum, til dæmis við spurningunni Hvað eru til mörg sjálfstæð lönd? heldur einnig um lönd og eyjar sem lúta stjórn annarra ríkja á einhvern hátt.

Fámennasta sjálfstæða ríki heims er Vatíkanið eða Páfagarður eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvort er Mónakó eða Vatíkanið minna ríki? Samkvæmt listanum á Wikipediu eru Pitcairn-eyjar í Kyrrahafi hins vegar fámennasta land heims en lesa má um þær í svari við spurningunni Eru Pitcairn-eyjar í Kyrrahafi sjálfstætt ríki?

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um svipað efni, til dæmis:

Mynd: Image:Iceland sat cleaned.png. Wikipedia: The Free Encyclopedia.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

3.11.2006

Spyrjandi

Rama Lahham, f. 1993

Tilvísun

EDS. „Hvað búa mörg prósent af íbúum jarðar á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 3. nóvember 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6359.

EDS. (2006, 3. nóvember). Hvað búa mörg prósent af íbúum jarðar á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6359

EDS. „Hvað búa mörg prósent af íbúum jarðar á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 3. nóv. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6359>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað búa mörg prósent af íbúum jarðar á Íslandi?
Íslendingar eru aðeins örlítið brot af mannkyninu öllu. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru landsmenn 299.404 í desember 2005. Áætlað er að mannkynið allt telji nú rúmlega 6,5 milljarða einstaklinga. Samkvæmt því eru Íslendingar aðeins um 0,0046% af jarðarbúum.

Samkvæmt lista yfir mannfjölda í löndum heims sem finna má á Wikipedia.org eru 179 lönd fjölmennari en eyjan okkar. Kína og Indland bera höfuð og herðar yfir önnur ríki heims þegar kemur að mannfjölda; um fimmtungur mannkyns (1,3 milljarðar) býr í Kína og tæplega 17% (1,1 milljarður) á Indlandi. Alls eru 11 lönd með yfir 100 milljónir íbúa. Auk Kína og Indlands eru það Bandaríkin, Indónesía, Brasilía, Pakistan, Bangladess, Rússland, Nígería, Japan og Mexíkó.

Af listanum má ráða að 56 lönd séu fámennari en Ísland. Af þeim eru langflest eyjar, til dæmis í Kyrrahafi og Karíbahafi. Tekið skal fram að í þessu svari er orðið land ekki notað um sjálfstæð ríki eingöngu eins og gert er í sumum svörum á Vísindavefnum, til dæmis við spurningunni Hvað eru til mörg sjálfstæð lönd? heldur einnig um lönd og eyjar sem lúta stjórn annarra ríkja á einhvern hátt.

Fámennasta sjálfstæða ríki heims er Vatíkanið eða Páfagarður eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvort er Mónakó eða Vatíkanið minna ríki? Samkvæmt listanum á Wikipediu eru Pitcairn-eyjar í Kyrrahafi hins vegar fámennasta land heims en lesa má um þær í svari við spurningunni Eru Pitcairn-eyjar í Kyrrahafi sjálfstætt ríki?

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um svipað efni, til dæmis:

Mynd: Image:Iceland sat cleaned.png. Wikipedia: The Free Encyclopedia. ...