Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort er Mónakó eða Vatíkanið minna ríki?

EDS

Þó Mónakó sé aðeins á stærð við Seltjarnarnesbæ er það samt rúmlega fjórum sinnum stærra en Vatíkanið. Vatíkanið eða Páfagarður er minnsta sjálfstæða ríki heims, aðeins 0,44 km2 að flatarmáli.



Útsýni yfir Vatíkanið og Róm frá Péturskirkjunni.

Eins og sjá má í töflunni hér fyrir neðan eru fimm af tíu minnstu ríkjum heims í Evrópu. Að Möltu undanskilinni eru þessi smáríki Evrópu öll á meginlandinu. Hin ríkin fimm á listanum eru hins vegar öll eyríki, flest í Kyrrahafinu.

RíkiSvæðiFlatarmál
(km2)
Fjöldi íbúa
(júlí 2005)
VatíkaniðMeginland Evrópu0,44921
Mónakó Meginland Evrópu1,9532.409
Nárú

Suður-Kyrrahaf2113.048
Túvalú

Suður-Kyrrahaf2611.636
San Marínó

Meginland Evrópu6128.880
LiechtensteinMeginland Evrópu16033.717
Marshall-eyjar

Norður-Kyrrahaf18159.071
Sankti Kitts og NevisKaríbahaf26138.958
Maldíveyjar

Indlandshaf 300349.106
MaltaMiðjarðarhaf316398.534

Flatarmál og fjöldi íbúa í 10 smæstu ríkjum heims.

Vatíkanið er ekki aðeins minnsta ríki heims heldur einnig það fámennasta, í júlí 2005 bjó þar 921 íbúi. Til samanburðar má nefna að íbúar Túvalú í Kyrrahafi, sem er næst fámennasta sjálfstæða ríkið, voru rúmlega 11.600 um mitt ár 2005 og íbúar Nárú, þriðja fámennasta ríkisins, voru rétt um 13.000 á sama tíma. Íbúar í hinu agnarsmáa Mónakó eru hins vegar rúmlega 32.000 og er það eitt þéttbýlasta land í heimi.

Þess má að lokum geta að Vatíkanið er ólíkt öðrum löndum heims bæði hvað kynja- og aldursskiptingu varðar. Helgast það af því að flestir íbúarnir eru þjónar kaþólsku kirkjunnar og eru konur þar í miklum minnihluta. Þær fáu konur sem búa í Vatíkaninu eru flestar, ef ekki allar, nunnur og eðli málsins samkvæmt eru því lítið um börn í Páfagarði.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um svipað efni, til dæmis:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

11.1.2006

Spyrjandi

Auður Hreinsdóttir, f. 1991

Tilvísun

EDS. „Hvort er Mónakó eða Vatíkanið minna ríki?“ Vísindavefurinn, 11. janúar 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5555.

EDS. (2006, 11. janúar). Hvort er Mónakó eða Vatíkanið minna ríki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5555

EDS. „Hvort er Mónakó eða Vatíkanið minna ríki?“ Vísindavefurinn. 11. jan. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5555>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort er Mónakó eða Vatíkanið minna ríki?
Þó Mónakó sé aðeins á stærð við Seltjarnarnesbæ er það samt rúmlega fjórum sinnum stærra en Vatíkanið. Vatíkanið eða Páfagarður er minnsta sjálfstæða ríki heims, aðeins 0,44 km2 að flatarmáli.



Útsýni yfir Vatíkanið og Róm frá Péturskirkjunni.

Eins og sjá má í töflunni hér fyrir neðan eru fimm af tíu minnstu ríkjum heims í Evrópu. Að Möltu undanskilinni eru þessi smáríki Evrópu öll á meginlandinu. Hin ríkin fimm á listanum eru hins vegar öll eyríki, flest í Kyrrahafinu.

RíkiSvæðiFlatarmál
(km2)
Fjöldi íbúa
(júlí 2005)
VatíkaniðMeginland Evrópu0,44921
Mónakó Meginland Evrópu1,9532.409
Nárú

Suður-Kyrrahaf2113.048
Túvalú

Suður-Kyrrahaf2611.636
San Marínó

Meginland Evrópu6128.880
LiechtensteinMeginland Evrópu16033.717
Marshall-eyjar

Norður-Kyrrahaf18159.071
Sankti Kitts og NevisKaríbahaf26138.958
Maldíveyjar

Indlandshaf 300349.106
MaltaMiðjarðarhaf316398.534

Flatarmál og fjöldi íbúa í 10 smæstu ríkjum heims.

Vatíkanið er ekki aðeins minnsta ríki heims heldur einnig það fámennasta, í júlí 2005 bjó þar 921 íbúi. Til samanburðar má nefna að íbúar Túvalú í Kyrrahafi, sem er næst fámennasta sjálfstæða ríkið, voru rúmlega 11.600 um mitt ár 2005 og íbúar Nárú, þriðja fámennasta ríkisins, voru rétt um 13.000 á sama tíma. Íbúar í hinu agnarsmáa Mónakó eru hins vegar rúmlega 32.000 og er það eitt þéttbýlasta land í heimi.

Þess má að lokum geta að Vatíkanið er ólíkt öðrum löndum heims bæði hvað kynja- og aldursskiptingu varðar. Helgast það af því að flestir íbúarnir eru þjónar kaþólsku kirkjunnar og eru konur þar í miklum minnihluta. Þær fáu konur sem búa í Vatíkaninu eru flestar, ef ekki allar, nunnur og eðli málsins samkvæmt eru því lítið um börn í Páfagarði.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um svipað efni, til dæmis:

Heimildir og mynd: