Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það satt að ef fólk sem er skylt eignast börn þá geti börnin orðið þroskaheft eða fötluð?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Það er sama saga með arfgenga sjúkdóma eða kvilla og annað sem við fáum í arf frá foreldrum okkar. Meiri líkur er á að ákveðin einkenni, hvort sem um er að ræða rautt hár, stórt nef eða sjúkdóma tengda genagöllum, erfist til afkvæma ef genin finnast í fjölskyldum beggja foreldra en ef þau eru aðeins í fjölskyldu annars.

Það segir sig því sjálft að ef báðir foreldrar eru úr sömu fjölskyldu þar sem einhver arfgengur sjúkdómur eða kvilli kemur fyrir eru meiri líkur á að barn erfi hann en ef foreldrarnir eru óskyldir. Ef ekkert slíkt er hins vegar í fjölskyldunni eru líkurnar á erfðasjúkdómi eða kvilla ekkert aðrar en hjá börnum óskyldra einstaklinga.

Arfmynstur arfgengra sjúkdóma eru af ýmsum gerðum. Þau helstu eru ríkjandi og víkjandi á líkamslitningi eða ríkjandi og víkjandi á kynlitningi (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvaða gallar erfast með Y-litningi og hverjir með X-litningi?). Ef sjúkdómurinn eða kvillinn sem um ræðir er ríkjandi kemur hann fram í svipgerð þeirra sem hafa erft hann. Ef slíkur sjúkdómur er í fjölskyldunni hlýtur að teljast líklegt að einstaklingarnir viti af þeirri hættu sem fylgir því að eignast barn með öðrum sem tilheyrir sömu fjölskyldu.

Þessu er ekki þannig farið ef um víkjandi arfmynstur er að ræða því að þá getur gallinn leynst í fjölskyldum og ekki komið fram nema í einstaka tilfelli þegar barn erfir gallaða víkjandi genið frá báðum foreldrum sínum. Meiri hætta er á þessu ef foreldrarnir eru skyldir og tilheyra báðir fjölskyldu þar sem gallinn leynist.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um erfðir, til dæmis:Finna má fleiri svör um erfðir og/eða erfðatengda sjúkdóma með því að smella á efnisorð hér fyrir neðan eða með því að nota leitarvél vefsins.

Höfundur

Útgáfudagur

31.10.2006

Spyrjandi

Alexandra Sigurjónsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Er það satt að ef fólk sem er skylt eignast börn þá geti börnin orðið þroskaheft eða fötluð?“ Vísindavefurinn, 31. október 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6349.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2006, 31. október). Er það satt að ef fólk sem er skylt eignast börn þá geti börnin orðið þroskaheft eða fötluð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6349

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Er það satt að ef fólk sem er skylt eignast börn þá geti börnin orðið þroskaheft eða fötluð?“ Vísindavefurinn. 31. okt. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6349>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það satt að ef fólk sem er skylt eignast börn þá geti börnin orðið þroskaheft eða fötluð?
Það er sama saga með arfgenga sjúkdóma eða kvilla og annað sem við fáum í arf frá foreldrum okkar. Meiri líkur er á að ákveðin einkenni, hvort sem um er að ræða rautt hár, stórt nef eða sjúkdóma tengda genagöllum, erfist til afkvæma ef genin finnast í fjölskyldum beggja foreldra en ef þau eru aðeins í fjölskyldu annars.

Það segir sig því sjálft að ef báðir foreldrar eru úr sömu fjölskyldu þar sem einhver arfgengur sjúkdómur eða kvilli kemur fyrir eru meiri líkur á að barn erfi hann en ef foreldrarnir eru óskyldir. Ef ekkert slíkt er hins vegar í fjölskyldunni eru líkurnar á erfðasjúkdómi eða kvilla ekkert aðrar en hjá börnum óskyldra einstaklinga.

Arfmynstur arfgengra sjúkdóma eru af ýmsum gerðum. Þau helstu eru ríkjandi og víkjandi á líkamslitningi eða ríkjandi og víkjandi á kynlitningi (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvaða gallar erfast með Y-litningi og hverjir með X-litningi?). Ef sjúkdómurinn eða kvillinn sem um ræðir er ríkjandi kemur hann fram í svipgerð þeirra sem hafa erft hann. Ef slíkur sjúkdómur er í fjölskyldunni hlýtur að teljast líklegt að einstaklingarnir viti af þeirri hættu sem fylgir því að eignast barn með öðrum sem tilheyrir sömu fjölskyldu.

Þessu er ekki þannig farið ef um víkjandi arfmynstur er að ræða því að þá getur gallinn leynst í fjölskyldum og ekki komið fram nema í einstaka tilfelli þegar barn erfir gallaða víkjandi genið frá báðum foreldrum sínum. Meiri hætta er á þessu ef foreldrarnir eru skyldir og tilheyra báðir fjölskyldu þar sem gallinn leynist.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um erfðir, til dæmis:Finna má fleiri svör um erfðir og/eða erfðatengda sjúkdóma með því að smella á efnisorð hér fyrir neðan eða með því að nota leitarvél vefsins. ...