Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Að auki hafa birst svör um þróunarkenningu Darwins en segja má að hún útskýri hvers vegna lífverur þróast og hvernig við getum séð það á lífinu í kringum okkur:
Þeim, sem nota svör af Vísindavefnum sem heimildir í ritgerðum, svo og annað efni af Netinu, skal bent á svar Önnu Sveinsdóttur og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni:
Á Gegni, samskrá íslenskra bókasafna, má finna hvaða rit eru til sem fjalla um þetta efni með því að slá inn leitarorðin „þróun lífsins“. Til að nálgast efni á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, en skrá þess er uppistaðan í Gegni, þarf spyrjandi að fá einhvern fullorðinn í lið með sér því að þar er 18 ára aldurstakmark.
Hér skal einnig bent á nokkur nýleg rit á íslensku sem gætu komið spyrjanda að gagni og hann gæti reynt að nálgast til dæmis á almenningsbókasafni:
David Attenborough, Lífið á jörðinni: náttúrusaga í máli og myndum, þýð. Óskar Ingimundarson, Mál og menning, Reykjavík 1982. Þessi bók ætti að vera til á flestum bókasöfnum.
Þorsteinn Vilhjálmsson: Textar um Darwin og þróunarkenninguna, Raunvísindadeild Háskólans, 2. útg., Reykjavík 1991.
Þorvaldur Thoroddsen, Um uppruna lífs og dýrategunda (Lærdómsrit Bókmenntafélagsins), með skýringum eftir Steindór J. Erlingsson, Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík 1998.
Örnólfur Thorlacius hefur skrifað nokkrar greinar í tímaritið Náttúrufræðinginn um þessi efni sem sömuleiðis mætti finna á ýmsum almenningsbókasöfnum:
„Þróun tegundanna: tilraun til samantektar á hugmyndum manna fyrr og nú. 1. hluti“, Náttúrufræðingurinn 68, 1999, bls. 183-195.
„Þróun tegundanna: tilraun til samantektar á hugmyndum manna fyrr og nú. 2. hluti“, Náttúrufræðingurinn 69, 1999, bls. 39-49.
„Þróun tegundanna: tilraun til samantektar á hugmyndum manna fyrr og nú. 3. hluti“, Náttúrufræðingurinn 69, 2000, bls. 109-123.
Á ensku má svo auðvitað nefna rit Darwins sjálfs. Þessar útgáfur er mögulegt að nálgast á almenningsbókasafni:
The Origin of Species by Means of Natural Selection or the Preservation of Favoured Races in the Struggle for Life [On the Origins of Species], Penguin Books, Harmondsworth 1978.
Descent of Man and Selection in Relation to Sex, Prometheus, Amherst 1997.
Frægasta bókin á ensku um þróunarkenninguna, er um þessar mundir The Blind Watchmaker eftir Richard Dawkins, nýjustu útgáfuna má finna á almenningsbókasöfnum, útgefandi Penguin Books, London 2000. Einnig má nefna eldri bók eftir sama höfund, The Selfish Gene, nýleg útgáfa er til frá Oxford University Press, Oxford 1989.
UÁ. „Ég er að skrifa stuttan fyrirlestur um þróun lífvera frá upphafi. Getið þið bent mér á heimildir?“ Vísindavefurinn, 17. október 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3806.
UÁ. (2003, 17. október). Ég er að skrifa stuttan fyrirlestur um þróun lífvera frá upphafi. Getið þið bent mér á heimildir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3806
UÁ. „Ég er að skrifa stuttan fyrirlestur um þróun lífvera frá upphafi. Getið þið bent mér á heimildir?“ Vísindavefurinn. 17. okt. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3806>.