Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 865 svör fundust

category-iconHeimspeki

Eru ósannar fullyrðingar fleiri en sannar? Er til sönn fullyrðing fyrir hverja ósanna? Er hægt að ljúga meiru heldur en segja satt?

Til sérhverrar fullyrðingar, F, svarar önnur, nefnilega fullyrðingin "Það er ekki satt að F" (eða einfaldlega "ekki-F"), sem er sönn þá og því aðeins að F sé ósönn, það er að segja ef F er sönn, þá er ekki-F ósönn, og ef ekki-F er sönn, þá er F ósönn. Því hljóta sannar fullyrðingar að vera nákvæmlega jafnmargar og...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver eru eiginlega þessi „síðustu forvöð“?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver eru þessi "síðustu forvöð"? Hvaða forvöð er þá átt við? Hvaðan kemur orðatiltækið "síðustu forvöð" og hvað eru forvöð? Orðið forvað (hk.) merkir ‘vað undir sjávarhömrum sem aðeins er fært um fjöru’. Einnig er til orðið forvaði (kk.) í sömu merkingu og þekkist það v...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver var síðasta setning Fermats?

Síðasta setning Fermats segir að jafnan an + bn = cn hafi engar heiltölulausnir ef að talan n er stærri eða jöfn 3. Auðvitað má fyrir hvaða n sem er finna tölur a, b og c þannig að jafnan gildi, en þá er að minnsta kosti ein þeirra ekki heiltala. Að vísu er auðvelt að finna heiltölulausnir á jöfnunni ef að minns...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær var síðasta gos á Íó?

Í raun er ekki hægt að svara spurningunni beint því að það eru alltaf mörg eldgos í gangi á Íó. Til dæmis hefur Prómeþeifs-mökkurinn verið á hverri einustu mynd sem tekin hefur verið af því svæði á Íó síðan 1979 þegar Voyager-förin flugu hjá. Prómeþeifs-mökkurinn, sem heitir eftir gríska guðinum sem gaf mönnunum e...

category-iconHugvísindi

Hvenær var síðasta aftakan á Íslandi?

Síðasta aftakan fór fram í Vatnsdalshólum í Húnavatnssýslu 12. janúar 1830. Þá voru tekin af lífi Agnes Magnúsdóttir vinnukonu á Illugastöðum og Friðrik Sigurðsson bóndasonur frá Katadal. Þau höfðu verið dæmd til dauða fyrir morð á tveimur mönnum aðfararnótt 14. mars 1828, Nathans Ketilssonar bónda á Illugastöðum ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hafa margir ísbirnir komið til Íslands?

Ísbirnir (Ursus maritimus) hafa flækst hingað til lands annað slagið allt frá því að landið byggðist og sennilega mun lengur. Þúsunda ára gamlar leifar eftir hvítabjörn hafa fundist á Norðurlandi. Á síðasta jökulskeiði var Ísland á syðri mörkum jökulíssins og ísbirnir því væntanlega haft ágætis aðgengi að landinu....

category-iconHugvísindi

Er eitthvert sannleikskorn í Ástríksbókunum um stríð Galla og Rómverja? Áttu Rómverjar ekki í vandræðum með Galla?

Í sögunum um Ástrík eftir franska höfundinn René Goscinny eru þeir félagar Ástríkur og Steinríkur Gallar sem veita rómverska hernum mótspyrnu þegar Rómverjar leggja undir sig Gallíu um árið 50 f.Kr. Gallar voru keltneskir þjóðflokkar sem bjuggu þar sem nú er Frakkland, Belgía, Lúxemborg, Holland og Sviss og jaf...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers vegna eru einungis 11 lærisveinar á málverki Da Vincis 'Síðasta kvöldmáltíðin'?

Spurningin er eðlileg við fyrstu sýn því að á myndinni eru að vísu samtals 13 manns en svo kann að virðast sem einn þeirra sé ung kona. Hún væri þá María Magdalena og lærisveinarnir væru ekki nema 11 eins og spyrjandi segir. En hér er fróðlegt að lesa það sem listfræðingurinn E.H. Gombrich hefur að segja um þe...

category-iconJarðvísindi

Hversu þykkur jökull huldi Reykjavík á síðasta jökulskeiði?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað var ísaldarjökullinn þykkur yfir Reykjavíkursvæðinu á síðasta jökulskeiði? Ísöld hófst fyrir 2,6 milljónum ára. Á því tímabili skiptust á jökulskeið þegar jökulís huldi landið og hlýskeið líkt og í dag þegar jöklar hylja einungis hálendasta hluta landsins. Síð...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var fyrsta leikjatölvan?

Fyrsta leikjatölvan var Magnavox Odyssey sem hönnuð var af Ralph Baer. Árið 1951 fékk Baer þá hugmynd að áhugavert væri að búa til einhvers konar gagnvirkt sjónvarp sem nota mætti til leikja. Hann hafði þó ekki tækifæri til að búa til nokkuð slíkt fyrr en allmörgum árum seinna. 1966 fékk Baer loksins fjármagn ...

category-iconÞjóðfræði

Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn?

Spurningin í heild var: Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn þegar maður er búinn að borða? Ég þekki þetta ekki frá Þýskalandi. Þýskir siðir geta verið talsvert mismunandi eftir landshlutum en víðast hvar er ekki venja að þakka fyrir matinn á sama hátt og á Íslandi eða annars staðar á Norðurlöndu...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað eru babúskur og hvenær urðu þær til?

Babúskur eru rússneskar dúkkur eða tréfígúrur í mismunandi stærðum sem raðast saman hver inn í aðra. Þær eru málaðar, venjulega sem konur í skrautlegum klæðum en einnig eru til aðrar útfærslur svo sem fjölskylda, ævintýrapersónur eða stjórnmálamenn. Einnig geta þær verið skreyttar til dæmis með kúlum eða gleri. ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er DAFO-greining?

Hér er nokkur vandi á höndum því að skammstöfunin DAFO er notuð yfir nokkur fyrirbrigði og ekki augljóst til hvers verið er að vísa með þessari spurningu. Hér verður þó gerð grein fyrir notkun hugtaksins DAFO-greiningar innan viðskiptafræði. Á spænsku stendur skammstöfunin DAFO fyrir „debilidades, amenazas, for...

category-iconJarðvísindi

Hversu langt er síðan síðasta eldgos var á Íslandi?

Þegar þetta er skrifað í lok september 2006 eru tæp tvö ár liðin frá síðasta eldgosi á Íslandi. Það var eldgos í Grímsvötnum í Vatnajökli sem hófst 1. nóvember 2004. Aðdragandi gossins var alllangur þar sem sívaxandi skjálftavirkni mældist á svæðinu allt frá miðju ári 2003. Jökulhlaup hófst svo 30. október 2...

category-iconFélagsvísindi almennt

Eru til fordómar gegn öldruðum?

Það var bandaríski geðlæknirinn og öldrunarfræðingurinn Robert Butler sem árið 1967 kynnti hugtakið “ageism” eða aldursfordóma. Þetta hugtak vísar til staðlaðrar ímyndar og fordóma gegn fólki á tilteknum aldri, til að mynda gamals fólks, alveg eins og kynþáttafordómar og kynjamisrétti verða vegna húðlitar eða kynf...

Fleiri niðurstöður