Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9 svör fundust
Hvað er landafræði?
Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að ýmist er notað orðið landafræði eða landfræði. Almenningi er sjálfsagt tamara að nota hið fyrrnefnda en innan Háskóla Íslands er greinin kölluð landfræði og sá sem útskrifast þaðan hefur titilinn landfræðingur. Í þessu svari verður orðið landfræði notað. Hið alþjóðl...
Hvernig varð orðasambandið „að lepja dauðann úr skel" til?
Orðasambandið merkir að ‘draga fram lífið í mikilli fátækt, lifa við sult og seyru’. Sögnin lepja merkir að ‘ausa upp í sig vökva eða þunnri fæðu með tungunni’ eins og til dæmis hundar og kettir gera. Kunnugt er að fátækt fólk notaði áður fyrr skeljar í stað spóna eða skeiða og lítill sopi var þá í hverri skel. ...
Er hægt að leiða líkum að því að Snorri Sturluson hafi lesið landfræði grísk-rómverska landfræðingsins Strabons?
Nei, þvert á móti má leiða líkum að því að Snorri Sturluson hafi ekki lesið landfræði Strabons. Strabon (um 64 f.Kr. - um 24 e.Kr.)Sagnfræðingurinn og landfræðingurinn Strabon var fæddur um 64 f.Kr. í grísku borginni Amaseia í Pontus sunnan við Svartahaf, sem þá heyrði undir Rómaveldi. Rit hans um sagnfræði er ...
Hversu oft hefur rignt á þjóðhátíðardaginn í Reykjavík síðastliðin 70 ár?
Frægasta rigning Íslandssögunnar var við stofnun lýðveldisins Íslands á Þingvöllum 17. júní 1944. Flestir sem rifja upp þátttöku sína þann gleðiríka dag, er Ísland varð á ný frjálst og fullvalda eftir 700 ár undir erlendum yfirráðum, muna eftir hellidembum og rennblautum fötum. Mörgum fannst nóg um rigninguna en ...
Hvaða rannsóknir hefur Edward H. Huijbens stundað?
Edward H. Huijbens er landfræðingur og prófessor á hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri. Þar er hann jafnframt formaður félagsvísinda- og lagadeildar. Rannsóknir hans hafa snúið að ferðamálum á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi. Sérstök áhersla þar hefur verið á hlutverk samgagna í mótun áfangastaða og á...
Hvað hefur vísindamaðurinn Karl Benediktsson rannsakað?
Karl Benediktsson er landfræðingur og prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann hefur komið allvíða við í rannsóknum sínum, en flestar þeirra hafa snúið að umhverfismálum í einhverjum skilningi, nánar tiltekið hinum flóknu tengslum fólks og náttúru og hvern...
Hvaða rannsóknir hefur Gunnþóra Ólafsdóttir stundað?
Gunnþóra Ólafsdóttir er landfræðingur og forstöðumaður rannsókna- og tölfræðisviðs Ferðamálastofu. Sérsvið hennar er náttúrutengd ferðamennska með áherslu á aðdráttarafl náttúrunnar fyrir ferðamennsku og útivist, atferli ferðamanna, náttúrutengsl og fyrirbærafræði upplifunar, og samspil umhverfis, líðanar og heils...
Hver var Þúkýdídes og hvert var framlag hans til sagnfræðinnar?
Þúkýdídes var aþenskur herforingi og sagnfræðingur sem var uppi á 5. öld f.Kr. Hann skrifaði um Pelópsskagastríðið í átta bókum og þykir merkasti sagnfræðingur Grikkja til forna ef ekki merkasti sagnfræðingur fornaldar. Fremur lítið er vitað um ævi Þúkýdídesar annað en það sem hann segir sjálfur. Þúkýdídes var ...
Um vefinn
Vísindavefurinn ...