Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 20 svör fundust
Þegar skipt er um hnélið og settur gerviliður, hvað stjórnar þá hreyfingu hans?
Þegar „skipt er um hnélið" þá eru „settar nýjar fóðringar". Þannig stjórnast hreyfingar hnésins áfram af manni sjálfum eins og áður. Nánar tiltekið felst þetta í því að hnéliðurinn er opnaður með skurði yfir framanvert hnéð og innanvert við hnéskelina. Hnéskelinni er síðan velt til hliðar og þá blasa við þrír ...
Af hverju er ekki til svarthvítur spegill?
Til að fá fram svarthvíta spegilmynd þarf aðeins að minnka lýsingu á fyrirmyndina niður í rökkurstyrk. En litleysið hefur ekkert að gera með eiginleika spegilsins heldur ræðst af virkni augna okkar. Í þeim eru tvær gerðir ljósnema, sem kallaðir eru stafir og keilur. Stafirnir gefa taugaörvun sem er vaxandi með ...
Af hverju getur maður séð sjálfan sig í spegli?
Sami spyrjandi lagði einnig fram spurninguna Af hverju er snjórinn hvítur? Þessar tvær spurningar eru skyldari en ætla mætti við fyrstu sýn, og mætti allt eins svara þeim saman í samfelldu máli. Við kjósum þó að svara þeim hvorri í sínu lagi. Endurkast ljóss frá fleti getur verið með tvennum hætti eftir eðli f...
Hvernig er best að lýsa Riemann-flötum?
Til þess að svara því geri ég ráð fyrir að lesandinn þekki hvað tvinntala (e. complex number) er, hvernig grunnaðgerðirnar samlagning, frádráttur, margföldun og deiling eru framkvæmdar á þeim, hvað samfellt fall (e. continuous function) er og að mengi tvinntalnanna myndi sléttu (e. plane) sem er táknuð með \(C\), ...
Sjá fiskar vatn?
Öll spurningin frá Foldaskóla var svona: Nemandi í Foldaskóla, Eiríkur Ísak Magnússon í 5. HR spyr: Af því að manneskjan sér ekki loft, sér fiskur þá vatn? Spurningin er: Sjá fiskar vatn? Með bestu kveðju, Kristín námsráðgjafi í Foldaskóla. Stutta svarið er nei; líkt og við sjáum ekki andrúmsloftið í kringu...
Hvaða heimspekingur sagði að við getum ekki stigið tvisvar í sama lækinn?
Þessi heimspekingur hét Herakleitos eða Heraklítos og var frá borginni Efesos á vesturströnd Litlu-Asíu, skammt norðan við Míletos sem var mikil miðstöð mannlífs og fræða á þessum tíma. Efesos kemur talsvert við sögu í Nýja testamentinu og er núna fjölsóttur ferðamannastaður því að fornar leifar hennar hafa varðve...
Hvers vegna er varmageislun gljáandi hluta minni en mattra hluta?
Styrkur varmageislunar frá fleti er nátengdur því hve mikið flöturinn gleypir í sig af áfallandi geislun, það er ísogs- eða gleypnieiginleikum flatarins. Við tölum um svarthlut þegar yfirborðið drekkur í sig alla geislun sem á það fellur og varmageislun frá svarthlut er einmitt sú kröftugasta sem nokkur hlutur nær...
Af hverju eru öldutoppar hvítir á lit?
Upprunlega hljóðaði spurningin svona:Hæ, hæ, ég heiti Telma og ég hef rosa mikinn áhuga á vísindum. Ég ætla að spyrja einnar spurningar og svona er hún: Af hverju er toppurinn á öldunni úti á sjó hvítur? Vindurinn nær mestum tökum á öldunni í toppnum. Þar ýrir hann sjóinn upp og myndar froðu eða löður. Þetta ...
Eru einhver steinefni í íslenskum jarðlögum sem hægt er að nota sem brýni?
Brýni eru yfirleitt skilgreind sem flatir steinar sem notaðir eru til þess að skerpa bit málmverkfæra og eru oft bleytt með olíu eða vatni fyrir notkun. Saga eggverkfæra og brýna er samofin og steinbrýni hafa verið notuð síðan málmblöð komu til sögunnar. Val á sérstöku bergi til notkunar í brýni má rekja til fyrri...
Hvað er módernismi?
Módernismi vísar til nútímans og þess sem er nútímalegt og gæti útlagst á íslensku sem "nútímahyggja". Hefð hefur þó skapast fyrir notkun hins alþjóðlega heitis. Með módernisma er oft átt við stefnu eða tímabil í listum sem nær frá seinni hluta nítjándu aldar til miðbiks eða seinnihluta þeirrar tuttugustu. Móderni...
Hvernig verður maður örverufræðingur?
Til þess að verða örverufræðingur þarf að afla sér grunnmenntunar í háskóla, oftast BS-prófs, á einhverju því sviði þar sem örverufræði er stunduð og kennd. Önnur mikilvæg grunnfög eru efnafræði, lífefnafræði, erfðafræði og sameindalíffræði. Síðan þarf að taka meistarapróf og/eða doktorspróf á sviði örverufræði. ...
Hvað er sjónblekking?
Sjónblekking eða sjónvilla er skynvilla þar sem eitthvað sýnist öðruvísi en það er í raun. Sjónvillur byggjast á rangtúlkun sjónkerfisins á raunverulegum áreitum og eru því ólíkar ofsjónum þar sem fólk sér hluti sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Höfundur fjallar meira um ofsjónir og aðrar ofskynjanir í svari ...
Hvernig er uppbygging prótína?
Upphafleg spurning var: Hvað eru: Primær- sekundær- tertiær og kvartanær form þegar talað er um prótín? Prótín geta haft flókna þrívíða byggingu sem er einstök fyrir hvert prótín. Þessi uppbygging er prótínunum oftast nauðsynleg til þess að þau geti gegnt hlutverki sínu. Árið 1951 skilgreindi danski efnafræðingu...
Hvernig er spegill á litinn?
Speglun ljóss á fleti gerist með tvennum hætti; stefnubundin eða dreifð. Við stefnubundna speglun (e. spatial reflection) er stefnuhorn speglaðs geisla jafnstórt stefnuhorni innfallsgeisla, sjá mynd 1. Þessi eiginleiki gerir speglinum fært að mynda spegilmynd sem eins konar afrit af fyrirmyndinni. Speglaður ge...
Af hverju er málverkið af Mónu Lísu svona frægt? Eru til fleiri gerðir af því en ein?
Leonardó da Vinci: La Gioconda (Móna Lísa), máluð 1503-1506. Hæð 77 cm; Lengd 53 cm. Heimild: Wikimedia Commons. Leonardó da Vinci (1452-1519) málaði Mónu Lísu eða La Gioconda, eins og verkið er kallað víðast utan hins enskumælandi heims, í Flórens rétt upp úr aldamótunum 1500, og hann málaði hana aðeins einu s...