Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 86 svör fundust
Ef maður gerir talnarunu, til dæmis 1, 8, 30 ..., er þá alltaf einhver regla sem býr til rununa?
Í fyrstu gæti okkur þótt svarið við þessari spurningu augljóst; ef hægt er að hugsa sér einhverja runu, þá ætti að vera hægt að finna reglu sem býr hana til. En ef við veltum spurningunni aðeins betur fyrir okkur, þá kemur í ljós að svarið við henni er alls ekki ljóst. Hugmyndir stærðfræðinnar um óendanleikann og...
Hver var Alan Turing og hvert var framlag hans til tölvunarfræðinnar?
Alan Turing er einn þekktasti og áhrifamesti vísindamaðurinn á sviði tölvunarfræði. Til marks um það má nefna að bandarísku tölvusamtökin ACM kenna hin árlegu verðlaun sín við hann. Turing-verðlaunin eru gjarnan nefnd Nóbelsverðlaun tölvunarfræðinganna. Turing fæddist í London 23. júní 1912. Hann lærði stærðfræ...
Hvað er Enigma og hvaða þátt átti hún í seinni heimsstyrjöldinni?
Orðið enigma þýðir ráðgáta. Nafnið Enigma er hins vegar tengt mjög fullkominni dulmálsvél sem Þjóðverjar notuðu í síðari heimsstyrjöldinni. Hún var svipuð ritvél að stærð og hægt var að flytja hana auðveldlega á milli staða. Með henni mátti auðveldlega breyta venjulegu ritmáli yfir á mjög flókið dulmál. Sömuleiðis...
Hvenær kom orðið gervigreind fyrst fram í íslensku?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvenær kom orðið gervigreind fyrst fram í íslensku og hvenær varð fræðigreinin til? Elsta dæmi sem höfundar þessa svars hafa fundið um íslenska orðið gervigreind er í þýðingu Halldórs Halldórssonar á bók Noams Chomsky Mál og mannshugur, sem kom út á íslensku 1973.[1] Rithöfund...
Hvað er Turing-próf? - Myndband
Alan Turing (1912-1954) er einn þekktasti og áhrifamesti vísindamaðurinn á sviði tölvunarfræði Hann hafði mikinn áhuga á spurningunni hvort tölvur gætu hugsað. Ólíkt mörgum öðrum sem rökræddu málið fram og til baka án niðurstöðu hannaði Turing próf sem ætti að geta svarað spurningunni afdráttarlaust. Prófið felst ...
Hvað ræður því hversu mikið tog bílvél hefur?
Tog vélar ræðst fyrst og fremst af því hve miklu eldsneyti er hægt að brenna í hverri sprengingu. Þannig ræðst togið fyrst og fremst af slagrúmtaki vélarinnar. Þjapphlutfall vélarinnar er næststærsti áhrifavaldurinn, vegna áhrifa þess á varmafræðilega nýtni vélarinnar. Rita má jöfnu um tog fjórgengisvélar vélar...
Er slæmt fyrir stelpur að slá með sláttuorfi?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvaða áhrif hefur það á móðurlífið að vinna á orfi? Ættu konur ekki að vinna á orfi eða er það bara vitleysa?Ekki er unnt að svara því á afgerandi hátt og með fullri vissu hvort hættulegt sé fyrir stúlkur að vinna með tæki sem valda titringi um allan líkamann eins og sláttuorf. ...
Hvað er maskínupappír og af hverju er hann kenndur við maskínu?
Farið var að auglýsa maskínupappír í blöðum undir lok 19. aldar. Í blöðunum Íslandi, Ísafold og Fjallkonunni í apríl 1899 er maskínupappírinn nefndur ásamt ýmsum öðrum varningi og virðist auglýsandinn hinn sami. Engin skýring er á því um hvaða pappír er að ræða og hefur það líklega ekki þótt nauðsynlegt. Pappírinn...
Er hægt að búa til tölvur sem læra, til dæmis með því að forrita sig sjálfar?
Eins og lesa má í svari mínu við spurningunni Er líklegt að í framtíðinni verði hægt að búa til greindar vélar? eru þegar til vélar sem læra. Fæstar þeirra skrifa þó sín eigin forrit, að minnsta kosti ekki í bókstaflegri merkingu. Í raun er mjög einfalt að búa til forrit sem skrifar eigin forrit. Sumir vefþjón...
Í hverju felst starf tölvunarfræðinga? Hver er munurinn á því og starfi kerfisfræðinga?
Hvorugt þessara starfsheita er lögverndað [sjá athugasemd neðst]. Hver sem er getur kallað sig tölvunarfræðing eða kerfisfræðing. Aftur á móti er venjan sú að þeir kalla sig tölvunarfræðinga sem lokið hafa BS-prófi í tölvunarfræði (computer science á ensku) eða sambærilegri háskólagráðu. Aftur á móti kalla þeir si...
Er líklegt að mönnum takist að framleiða greind vélmenni?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er líklegt að framleitt verði vélmenni sem mun hafa greind til að taka ákvarðanir út frá mati á manngerðu og náttúrulegu umhverfi? Stutta svarið er að slík vélmenni eru þegar til. Langa svarið er svo auðvitað aðeins lengra. Þegar spurt er hvort eitthvert fyrirbæri, í þessu...
Hvað er vélrænt nám og mun það leysa lækna af hólmi í framtíðinni?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er vélrænt nám (e. machine learning) og er það rétt hjá syni mínum að það muni leysa lækna af hólmi? Á öðrum áratugi þessarar aldar var þróuð aðferðafræði, svokallað djúptauganet (e. deep neural network) sem hentar vel til sjálfvirkrar greiningar og flokkunar á fl...
Hvernig reikna reiknivélar kvaðratrætur?
Spyrjandi bætir við: Er til einhver skotheld aðferð til að finna kvaðratrót tölu án vélar?Til að finna kvaðratrót tölu er algengt að reiknivélar noti eftirfarandi aðferð. Hún byggir á ítrun Newtons sem hefur verið lýst hér á Vísindavefnum. Ef við viljum finna kvaðratrót tölunnar \(R\) þá viljum við finna \(x\) þa...
Hvað getið þið sagt um einstaka vísindamenn sem voru uppi á árinu 1944?
Uppgötvanir, kenningar og niðurstöður í vísindum eru yfirleitt afrakstur vinnu sem á sér stað á margra ára og oft áratuga tímabili. Oftast er um að ræða samstarf margra sem byggir jafnframt á rannsóknum annarra vísindamanna. Hér er spurt um árið 1944 en svarið takmarkast þó ekki við vísindamenn sem unnu merk afrek...
Er mögulegt að gervigreind taki fram úr mennskri greind í framtíðinni?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er mögulegt að gervigreind taki fram úr mennskri greind í framtíðinni? Verða menn þá óþarfir? Ef það er rétt ályktað að greind sé samsett úr ýmsum flóknum upplýsingaferlum, og að þau ferli sé hægt að endurgera í öllum lykildráttum í vél sem hægt er að smíða, þá bend...