Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 426 svör fundust
Hvernig myndaðist Mývatn?
Mývatn liggur í sprungusveimi kenndum við Kröflu, í sigdæld sem myndast hefur milli misgengja. Áður en Laxárhraun yngra rann var í Mývatnslægðinni stöðuvatn, álíka stórt og Mývatn en dýpra, og náði austar en Mývatn gerir nú (sjá mynd hér fyrir neðan). Forveri Mývatns (Árni Einarsson 1991) Eftirfarandi er byggt ...
Hversu algengt er að nýjar eyjar verði til í eldgosum?
Þessu er nú tæplega auðsvarað fyrir heiminn allan, en svo vel vill til að Sigurður heitinn Þórarinsson skrifaði grein um neðansjávargos við Ísland í Náttúrufræðinginn árið 1965. Þá var Surtseyjargosið 1963-67 í algleymingi og efnið ofarlega á baugi. Í inngangi að greininni segir Sigurður frá nokkrum þeirra erlendu...
Hver var Sigurður Þórarinsson og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?
Sigurður Þórarinsson (1912-1983) var bóndasonur, alinn upp á Teigi í Vopnafirði. Þrátt fyrir lítil efni foreldranna var hann settur til bókar og lauk stúdentsprófi frá MA 1931. Eftir eins vetrar jarðfræðinám í Kaupmannahöfn flutti hann sig til Stokkhólms þar sem jarðfræðideildin státaði á þeim tíma af merkum og fj...
Líkist Öræfasveit Pompeii á Ítalíu?
Litlahérað er nafn sem utanhéraðsmenn gáfu sveitinni sem nú kallast Öræfi, milli Skeiðarársands og Breiðamerkursands. Það gerðu þeir til að aðgreina hana frá Fljótsdalshéraði, en í munni heimamanna hét hún einfaldlega Hérað. Annað og enn eldra nafn á þessari sveit er Ingólfshöfðahverfi. Í byrjun 14. aldar vor...
Hvað vissu Evrópuþjóðir um Ísland á miðöldum?
Frá upphafi byggðar á Íslandi hefur fólki á vesturströnd Noregs verið kunnugt um landið því sjálfsagt hafa verið stöðugar siglingar þangað. Einnig skiptir máli að langt fram eftir miðöldum var þungamiðja norska konungsríkisins á vesturströndinni því konungur hafði aðsetur í Björgvin. Í samanburði við Norðmenn voru...
Í hvaða gosi myndaðist hraunið hjá Landmannalaugum og hvaða ár?
Laugahraun er eitt af meira en 10 hrafntinnu- og líparíthraunum sem runnið hafa eftir ísöld á Torfajökulssvæðinu. Þorvaldur Thoroddsen „fann“ þrjú þeirra seint á 19. öld og lýsti í ferðabók sinni og víðar — það voru Laugahraun, Námshraun og Dómadalshraun — en síðan hafa margir skrifað um þessi hraun og almennt um ...
Hvernig mynduðust Rauðhólar?
Rauðhólar eru þyrping af gervigígum — fyrirbæri sem sagt er að ekki hafi fundist annars staðar en á Íslandi og reikistjörnunni Mars. Önnur dæmi hér á landi eru Álftavershólar og Landbrotshólar í Skaftafellssýslu (hvoru tveggja taldir vera í Eldgjárhrauni frá 934) og gígarnir við Mývatn, til dæmis Skútustaðagígar. ...
Hverjar eru nýjustu hugmyndir um aldur landnámslagsins og Eldgjárhrauna?
Í stuttu máli myndaðist landnámslagið um 877 og Eldgjárhraun um 939 e.Kr. Í framhaldinu er saga þessara aldursgreininga rakin stuttlega. Landnámslagið Þegar fornleifafræðingar voru að grafa upp rústir á Stöng og víðar í Þjórsárdal árið 1939 var Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi falið að freista þess að ákvarð...
Hvað er vitað um eldstöðina í Öræfajökli?
Vísindavefnum hafa borist tvær fyrirspurnir um eldstöðina Öræfajökul og voru þær báðar í nokkrum liðum. Spurt var um eftirfarandi:Er Öræfajökull virk eldstöð?Hvenær gaus síðast í Öræfajökli?Er Öræfajökull deyjandi eldstöð?Má búast við gosi í Öræfajökli og hvernig er reiknað með að afleiðingarnar yrðu í dag? Er sér...
Hvað er leirgos?
Leirhverir myndast á háhitasvæðum: brennisteinsrík gufa frá glóandi bergkviku í neðra binst jarðvatni í brennisteinssýru sem leysir upp bergið og úr verður „leirgrautur“. Ef „grauturinn“ hvellsýður verður leirgos. Dæmi um leirgos og tilurð þeirra má lesa í bók Sigurðar Þórarinssonar, Eldur í Öskju,[1] þar sem ...
Hvernig og hvenær urðu Dimmuborgir til?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvaðan eru hraunmyndanir Dimmuborga komnar og hvenær urðu þau eldsumbrot? Um þetta efni skrifar Kristján Sæmundsson í greininni „Jarðfræði Kröflukerfisins“ (Náttúra Mývatns, ritstj. Arnþór Garðarsson og Árni Einarsson. Hið íslenska náttúrufræðifélag, Rvk. 1991). Fyrir rúm...
Ef Sókrates væri uppi á okkar tímum, væri hann þá ekki bara iðjuleysingi og ónytjungur?
Ef Sókrates lifði í dag á sama hátt og hann lifði í Aþenu frá 470 til 399 fyrir Krists burð, væri svarið augljóst: Nei. Hugsanlega kemur upp í huga margra þegar hugsað er um líf Sókratesar, mynd af hvítskeggjuðum öldungi sem situr á tröppum Aþenutorgs, umkringdur ungum mönnum sem þyrstir í visku. Hann ræðir við...
Hvers konar gosefni komu úr gosunum 1362 og 1727 í Öræfajökli?
Tore Prestvik[1] hefur kannað jarðlagaskipan í Öræfajökli og bergfræði gosefnanna. Samsetning þeirra er frábrugðin þeim efnum sem verða til í fráreksbeltunum. Bergtegundir sem finnast í Öræfajökli, spanna allt samsetningarsviðið frá basískum og frumstæðum til súrra og háþróaðra. Þetta er í fullu samræmi við breyti...
Ef Sókrates væri uppi á okkar tímum, væri hann þá ekki bara iðjuleysingi og ónytjungur?
Vafalaust myndu einhverjir líta á heimspekinginn Sókrates (470-399 f.Kr.) sem ónytjung væri hann uppi í dag, enda gerðu það margir fyrir 2400 árum í Grikklandi. Okkur er ekki kunnugt um að hvítskeggjaður öldungur hafi sést nýlega í hvítum kyrtli og sandölum, sprangandi um Ingólfstorg, umkringdur ungum mönnum með b...
Hvers konar berg finnst í Fremrinámakerfinu? Getið þið sagt mér eitthvað meira um Fremrináma?
Fremrinámakerfið nær sunnan úr Ódáðahrauni, norður með Norðurfjöllum og Jökulsá á Fjöllum og út með Öxarfirði. Það er meira en 100 kílómetra langt og breidd mest milli Heilagsdals og Ketildyngju, um tíu kílómetrar. Þar er megineldstöðin með mestri gosvirkni og upphleðslu, súru bergi og háhitasvæði. Kerfið er í óby...