Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1078 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hver er NEP-stefnan?

NEP stendur fyrir enska hugtakið „New Economic Policy” sem þýðir „ný stefna í efnahagsmálum”. Vitaskuld hafa mörg ríki breytt um stefnu í efnahagsmálum, jafnvel margoft, en þessi skammstöfun er yfirleitt notuð til að tákna efnahagstefnu þá sem reynt var að fylgja í Sovétríkjunum frá 1921 til 1928. Sovétríkin hö...

category-iconHagfræði

Hvert var framlag Davids Ricardos til hagfræðinnar?

Nú á dögum er David Ricardo (1772-1823) almennt eignað að hafa mótað hina almennu tækni hagfræðinnar. Sá höfundur sem þeir Ricardo og Thomas Malthus vinur hans1 lásu einna mest um hagfræðileg efni var Adam Smith. Smith hafði mjög víðfeðma sýn en Ricardo þrengdi sjónarhornið. „Markmið mitt er að skýra lögmál og til...

category-iconHagfræði

Hver var David Ricardo og fyrir hvað er hann helst þekktur?

David Ricardo var hagfræðingur og kaupsýslumaður. Hann fæddist í Lundúnum vorið 1772 og dó haustið árið 1823 á sveitasetri sínu. Hann er talinn einn áhrifamestu klassísku hagfræðinganna, ásamt þeim Adam Smith, Thomas Malthus og John Stuart Mill.1 Ricardo var af gyðingaættum. Faðir hans, Abraham Ricardo, flutti...

category-iconHeimspeki

Hver var John Rawls?

John Rawls (1921-2002) er af mörgum álitinn merkasti stjórnamálaheimspekingur á síðari hluta 20. aldar. Hann fæddist í Maryland-fylki í Bandaríkjunum, hlaut háskólamenntun í Princeton-háskóla og útskrifaðist þaðan árið 1950 með doktorspróf í siðfræði. Námið var þó rofið í síðari heimsstyrjöldinni er hann skráði s...

category-iconLandafræði

Hvernig varð Norður-Kórea svona spillt?

Norður-Kórea er án vafa eitt sérkennilegasta ríki heims. Allt frá stofnun þess árið 1948 hefur það farið eigin leiðir og takmarkað mjög samskipti sín við önnur ríki, að frátöldum Sovétríkjunum og Alþýðulýðveldinu Kína eftir stofnun hins síðarnefnda árið 1949. Þótt bæði Kóreuríkin hafi farið illa út úr Kóreustrí...

category-iconLandafræði

Hvers vegna er New York stundum kölluð "The Big Apple"?

Orðin "The Big Apple" eða "stóra eplið" voru upphaflega notuð um veðhlaupabrautina í New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum en hún var mesta veðhlaupabraut Bandaríkjanna snemma á 3. áratug aldarinnar. Jazztónlistarmenn sem áttu margir rætur að rekja til borgarinnar tóku orðin upp og létu þau vísa til Harlem-hverf...

category-iconHagfræði

Hvaða áhrif hafði Thomas Malthus á hagfræðina?

Bókin sem gerði Thomas Malthus (1766-1834) frægan heitir Ritgerð um lögmál sem stýra mannfjölda (An Essay on the Principle of Population).1 Hún spratt af spjalli hans við föður sinn Daniel Malthus (1730-1800) um bók Williams Godwins (1756-1836),2 Rannsókn á pólitísku réttlæti (Enquiry Concerning Political Justice...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér eitthvað um iðnbyltinguna?

Á 16.-18. öld voru ýmis samfélög á stigi foriðnvæðingar (e. proto-industrialization) sem einkenndist af fólksfjölgun og aukinni handverksgerð í sveitum. Þar sem markaðsviðskipti bænda fóru vaxandi án þess að tekjur þeirra ykjust á sama tíma er einnig stundum rætt um iðjusemisbyltingu (e. industrious revolution). Þ...

category-iconStjórnmálafræði

Fyrir hvað stendur OECD og hver er tilgangur stofnunarinnar? - Myndband

OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin. Upphaf stofnunarinnar má rekja allt aftur til 1948 en þá undir nafninu OEEC, Organisation for European Economic Co-operation, eða Efnahagsstofnun Evrópu. Upphaflegt markmið stofnunarinnar var að úthluta...

category-iconLæknisfræði

Hverjir eru helstu áhættuþættir kransæðastíflu og hver er dánartíðni sjúkdómsins?

Þrátt fyrir að mikið hafi áunnist í hinum betur megandi löndum herja hjarta- og æðasjúkdómar með vaxandi þunga á lönd sem raðast neðar á tekjulista heimsins, en í þeim löndum er sjúkdómsbyrðin nú þyngst. Í heiminum öllum valda hjarta- og æðasjúkdómar um 17,3 milljónum dauðsfalla á ári og er því spáð að sú tala mun...

category-iconHagfræði

Hvað er fjármálalæsi?

Fjármálalæsi felur í sér getu til að greina valkosti í fjármálum, fjalla um peninga án vandkvæða, gera áætlanir til framtíðar og bregðast skynsamlega við breyttum forsendum ákvarðana í fjármálum, þar með talið í efnahagsumhverfinu. Fjármálalæsi byggist á þekkingu, viðhorfum og hegðun og snýst um að geta tekið uppl...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað er frelsisstyttan í New York há?

Frelsisstyttan er 93 m að hæð að efsta toppi kyndilsins. Þar er þá meðtalinn bæði grunnurinn (stjarnan) og stallurinn sem hún stendur á. Styttan sjálf er hins vegar 46 m að hæð, það er frá stallinum að hæsta punkti. Styttan sjálf vegur um 204 tonn, en stallurinn sem hún stendur á er hins vegar um 24.500 tonn að...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hefur einhver farið til Plútó?

Það hefur enginn maður heimsótt Plútó, hins vegar hefur ómannað geimfar flogið þar hjá. Árið 2006 var skotið á loft ómönnuðu geimfari sem nefnist New Horizons. Geimfarið flaug fram hjá Plútó þann 14. júlí 2015 og var það í fyrsta sinn sem reikistjarnan er skoðuð í návígi. Nánast öll könnun geimsins fer fram ...

category-iconLandafræði

Hvert verður þriðja landið til að ná milljarði íbúa samkvæmt fólksfjöldaspám?

Í dag eru aðeins tvö ríki í heiminum þar sem fólksfjöldi nær einum milljarði. Kínverjar eru rúmlega 1,3 milljarðar og Indverjar rúmlega 1,2 milljarðar. Spár gera ekki ráð fyrir að nokkurt annað ríki nái að fagna milljarðasta íbúanum. Aðeins tvö lönd falla í flokk þeirra sem hafa fleiri en einn milljarð íbúa og ...

category-iconStjórnmálafræði

Hver eru OECD-ríkin og hvað merkir skammstöfunin?

OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin. Upphaf stofnunarinnar má rekja allt aftur til 1948 en þá undir nafninu OEEC, Organisation for European Economic Co-operation, eða Efnahagsstofnun Evrópu. Upphaflegt markmið stofnunarinnar var að úthluta...

Fleiri niðurstöður