Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 15 svör fundust

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Stefán Hrafn Jónsson stundað?

Unglingar, lýðfræði, vinnumarkaðsrannsóknir, lýðheilsa og félagslegir áhrifaþættir heilsu og heilsutengdrar hegðunar er það sem einkennir rannsóknir Stefáns Hrafns Jónssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands. Stefán Hrafn hefur tekið þátt í og stjórnað fjölmörgum innlendum rannsóknarverkefnum og þátttö...

category-iconHagfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Tinna Laufey Ásgeirsdóttir rannsakað?

Tinna Laufey Ásgeirsdóttir er prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Hún stundar margvíslegar rannsóknir sem snúa að hegðun og lífsstíl einstaklinga. Þar má nefna tengsl heilsu og afdrifa á vinnumarkaði, áhrif efnahagssveiflna á heilsu, heilsuhegðun og aðra þætti svo sem búsetu og svefn. Auk þess hefur Tinna...

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna fær maður æðaslit?

Litlar, þunnar bláæðar liggja nálægt yfirborði húðar. Þær tengjast bláæðakerfi líkamans en eru ekki nauðsynlegur hluti þess. Æðaslit eða háræðaslit (e. spider veins eða telangiectasias) felur ekki í sér að æðarnar slitni eins og nafnið kann að gefa til kynna heldur myndast það þegar þessar æðar víkka út þannig að ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Gunnarsdóttir rannsakað?

Rannsóknarsvið Sigrúnar Gunnarsdóttur snýr að velferð starfsfólks með áherslu á starfsumhverfi, samskipti, stjórnun og forystu. Sigrún er hjúkrunarfræðingur og starfaði fyrst í heilsugæslu og síðar hjá heilbrigðisráðuneyti og landlæknisembætti sem verkefnisstjóri heilsueflingar. Í framhaldi af starfi á vettvangi h...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvenær byrja börn að ljúga?

Til þess að hægt sé að segja að barn sé að skrökva verður að ganga út frá því sem vísu að það geri greinarmun á því sem er satt og ekki satt. Sömuleiðis þarf barnið að gera sér grein fyrir því hvað aðrir vita. Á síðustu 20 árum hefur þetta efni orðið sérstaklega vinsælt í tengslum við nýtt rannsóknarsvið sálfr...

category-iconSálfræði

Hvaða rannsóknir hefur Ragna Benedikta Garðarsdóttir stundað?

Ragna Benedikta Garðarsdóttir er dósent í félagssálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Félagssálfræði fjallar meðal annars um hvernig samfélög og umhverfisþættir hafa áhrif á hugsun, hegðun og líðan fólks. Sérþekking Rögnu snýr að eðli og afleiðingum neyslusamfélaga og rannsóknir hennar tengjast sjálfsmynd, l...

category-iconLögfræði

Hver var Montesquieu og fyrir hvað er hann þekktur?

Montesquieu, eða fullu nafni Charles de Secondat, Baron de la Bréde et de Montesquieu fæddist árið 1689 og lést 1755. Eftir venjulega skólagöngu, þar sem megináherslan var lögð á latínu, hóf hann árið 1705 nám í lögfræði og lauk því fjórum árum síðar. Næstu árin fékkst hann við lögfræðistörf. Hann kvæntist árið 17...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvaða íþróttir eru best til þess fallnar að efla og bæta hreyfiþroska barna?

Stutta svarið við spurningunni er að engin ein íþróttagrein gerir það. Mikilvægt er að ung börn fái tækifæri til fjölbreyttrar hreyfingar og endurtekinnar æfingar til að bæta hreyfiþroska sinn. Iðkun einnar íþróttagreinar krefst ákveðinnar samhæfingar sem er sérstök fyrir þá grein og gefur ekki þá fjölbreytni sem ...

category-iconSálfræði

Hvað áhrif geta þunglyndislyf haft á kynlíf?

Einkenni þunglyndis geta verið mörg og eitt af þeim getur verið minni löngun í kynlíf. Ef árangur næst með inntöku þunglyndislyfja getur það eitt og sér aukið áhuga á kynlífi á nýjan leik. Þunglyndislyf eru ekki einungis notuð til þess að lækna þunglyndi heldur eru þau einnig notuð sem meðferð við kvíða, áráttu/þr...

category-iconSálfræði

Af hverju eru sumir háðir foreldrum sínum en aðrir ekki?

Tengsl í fjölskyldum mótast af ýmsum áhrifaþáttum. Tengslamyndun í fjölskyldum og tilfinningasamskipti foreldra og barna má útskýra frá mörgum sjónarhornum. Þau eru rannsóknar- og meðferðarefni í fræðigreinum eins og sál-félagsfræði, félagsráðgjöf og geðfræði en líka eru þau oft skoðuð utan frá eins og til dæmis í...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Geta kollagen og elastínþræðir í snyrtivörum haft áhrif á hrukkumyndun?

Kollagen og elastín eru byggingarprótín og meðal þeirra allra mikilvægustu í bandvefjum mannslíkamans, þar með talið í húðinni. Bandvefir tengja saman hina ýmsu vefi og líffæri líkamans og halda þannig skipulagi innan líkamans. Kollagen er langalgengasta prótínið í rýmum utan frumna í bandvefjum og er því af...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er mismunur á launum kynjanna?

Kannanir á kynbundnum launamun hérlendis á undanförnum árum sýna mismunandi niðurstöður þótt í þeim öllum komi fram að konur hafi að jafnaði lægri laun en karlar. Í könnunum af þessu tagi er annars vegar talað um óleiðréttan launamun (e. unadjusted wage gap) og hins vegar leiðréttan launamun (e. adjusted wage gap)...

category-iconSálfræði

Hver var Jacques Lacan og hvert var framlag hans til fræðanna?

Jacques Lacan (1901-1981) var franskur sálgreinir og geðlæknir. Verk hans hafa haft mikil áhrif á kenningar bæði í félags- og hugvísindum. Lacan, sem oft hefur verið kallaður „hinn franski Freud“, var áhrifamikill í menningarlífi Parísarborgar á síðari hluta 20. aldar og iðulega var þétt setinn bekkurinn á málstof...

category-iconHagfræði

Hvernig er launamunur kynjanna reiknaður út?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvernig nákvæmlega er launamunur kynjanna reiknaður út hér heima? Hægt er að reikna launamun launþegahópa með margvíslegum hætti. Alltaf er þó um hlutfall tveggja meðaltala að ræða. Talað er um launamun kynjanna ef laun tiltekins hóps kvenna eru notuð sem efniviður í útreiknin...

category-iconHagfræði

Hvaða þættir stýra launamun á Íslandi?

Hugtakið launamunur kemur fyrir í samanburði milli einstaklinga, hópa, starfa, atvinnugreina og stéttarfélaga, svo nokkur dæmi séu nefnd. Kjaratölfræðinefnd[1] vinnur með fjögur grunnhugtök: Grunnlaun, regluleg laun, regluleg heildarlaun og heildarlaun. Auk þess er Kjaratölfræðinefnd nýlega farin að halda sérstakl...

Fleiri niðurstöður