Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða upplýsingar eru skráðar um mig og mína tölvu þegar ég heimsæki Vísindavefinn?

Spyrjandi bætir við:Hvernig vitið þið til dæmis hversu margir nota Windows stýrikerfi?Líklegt er að spyrjandi hafi lesið svar við spurningunni Hver eru aðalstýrikerfin í tölvum í dag? Þar kemur fram að starfsmenn Vísindavefsins hafa meðal annars aðgang að upplýsingum um það hvaða stýrikerfi gestir nota. Þessar ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Mig langar að vita allt um beinhákarlinn, hvar er hann veiddur og fleira?

Beinhákarlinn (Cetorhinus maximus) nýtur talsverðar sérstöðu meðal hákarla. Hann er eini hákarlinn með beinkennda stoðgrind í stað brjóskkenndrar eins og hinar rúmlega 300 tegundirnar hafa. Þess vegna er hann flokkaður einn í ættina Cetorhinidae. Meðallengd fullorðinna beinhákarla er um 6,7-8,8 metrar en þeir stær...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér eitthvað um blóðskömm fyrr á öldum, helst sem fyrst?

Spyrjandi bætir síðan við:Ég þarf að skila ritgerð um blóðskömm eftir rúmlega viku (í dag er 15. október) og er orðin pínulítið stressuð ef ég finn engar heimildir. Með von um að þið getið hjálpað mér.Við getum því miður ekki lofað því að svar verði komið eftir viku enda berast Vísindavefnum iðulega nokkrir tugir ...

category-iconHugvísindi

Hverjar voru áætlanir Þjóðverja um að ráðast inn í Ísland í seinni heimsstyrjöldinni?

Adolf Hitler varð æfur þegar hann frétti að Bretar hefðu hernumið Íslandi þann 10. maí 1940 og gaf í kjölfarið foringjum sínum í þýska flotanum fyrirskipun um að undirbúa innrás. Skömmu síðar kynntu þeir fyrir honum hernaðaráætlunina Íkarus (þ. Fall Ikarus) sem byggðist á því að innrásarfloti myndi laumast framhjá...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig eru tölvuskrár geymdar og hvað verður um þær þegar þeim er hent?

Hvernig geymast skrár? Til að skilja betur hvað verður um skrár eftir að þeim er eytt borgar sig að skoða fyrst hvernig skrár eru geymdar eða vistaðar í tölvum. Hér verður miðað við Windows stýrikerfið, en meðhöndlun skráa er svipuð í öðrum stýrikerfum, svo sem Linux og Mac OS. Hægt er að lesa í stuttu máli um ...

category-iconLæknisfræði

Hverjir eru helstu arfgengu taugasjúkdómarnir og hvað er hægt að segja um þá?

Til eru yfir 200 mismunandi gerðir af arfgengum taugasjúkdómum og því er ómögulegt að gera þeim öllum skil í grein sem þessari. Umfjöllunin hér á eftir er því almenns eðlis þar sem bæði er komið inn á taugasjúkdóma og erfðir. Arfgengir taugasjúkdómar lýsa sér í breytingum í gerð sameinda taugakerfisins sem lei...

category-iconFöstudagssvar

Er til einhver tæknileg lýsing á því að skipta um kúkableiu á ungabarni?

Það vill svo skemmtilega til að Vísindavefurinn er nýbúinn að gefa út bókina Leiðarvísir með börnum sem framvegis mun fylgja með öllum börnum við fæðingu, en í henni er einmitt fjallað um þetta mikilvæga málefni! Við birtum hér útdrátt úr kaflanum „Tæknileg lýsing á því að skipta um kúkableiu á ungabarni“. Tæk...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið "skvísa" um ungar stelpur og hver er upphafleg merking þess?

Orðið skvísa um unga stúlku hefur verið notað í málinu frá því um miðja 20. öld. Það á rætur sínar að rekja annaðhvort til ensku sagnarinna squeeze ‘kreista’ eða nafnorðsins squeeze ‘faðmlag’. Mörgum finnst leikkonan Keira Knightley mikil skvísa. Orðið er rakið til stríðsáranna og áranna þar á eftir þegar fjö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er til þumalputtaregla sem segir til um hraða bifreiðar miðað við lengd bremsufara?

Svarið er já, þessi regla er til og hún er svona: v2 = 254 * μ * d Hér er v hraði bílsins í kílómetrum á klukkustund (km/h) og v2 er þessi hraði margfaldaður með sjálfum sér; d er lengd hemlafara í metrum og μ (mu) er svokallaður núningsstuðull. Stuðullinn lýsir núningskraftinum milli bíls og undirlags...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér um ferð Þórs til Geirröðargarða í Snorra-Eddu?

Snorra-Edda er að miklu leyti á samtalsformi. Í þriðja hluta hennar sem nefnast Skáldskaparmál, segir Bragi, hið mikla skáld, frá ferð Þórs til Geirröðargarða. Þór var sterkastur ása og átti hann þrjá hagleiksgripi; hamarinn Mjölni, megingjarðirnar og járnglófana. Vegna þess hve skaftstuttur Mjölnir var þá þurf...

category-iconHagfræði

Hvað er átt við með 'mills' þegar verið er að tala um orkuverð?

Eitt mill er einn þúsundasti úr Bandaríkjadal. Eitt mill er því, þegar þetta er ritað, í ágúst 2007, um það bil 6,5 íslenskir aurar. Þessi verðeining er í anda metrakerfisins þar sem millimetri er einn þúsundasti úr metra, milligramm einn þúsundasti úr grammi og svo framvegis. Orðið á rætur að rekja til latneska o...

category-iconNæringarfræði

Hvað er átt við þegar talað er um ráðlagða dagskammta (RDS) af næringarefnum?

Þegar talað er um ráðlagðan dagskammt (RDS) er átt við það magn vítamína, steinefna og snefilefna, sem talið er nægja meðalmanni á hverjum degi. Ráðleggingar um heppilegan dagskammt taka mið af þeirri þekkingu sem er til staðar hverju sinni og þess vegna geta RDS-gildin breyst með nýjum rannsóknum og aukinni þ...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér eitthvað um rússnesku byltinguna 1917 og hvernig hún byrjaði?

Byltingin í Rússlandi 1917 er einn af afdrifaríkustu atburðum 20. aldar og hún hafði mótandi áhrif á stjórnmál um allan heim. Hægt er að skilgreina byltinguna sem keðju uppreisna í Rússlandi sem leiddu fyrst til þess að einræðisstjórn Rússakeisara var hrundið en síðan til valdatöku ráða (sovéta) undir stjórn bolsé...

category-iconLandafræði

Hvað geturðu sagt mér um Belgíu, svo sem helstu borgir, trúarbrögð og stjórnarfar?

Belgía er ríki í Vestur-Evrópu. Landið á landamæri að Þýskalandi í vestri, Frakklandi í suðri, Hollandi í norðri og Lúxemborg í vestri en tvö síðastnefndu eru hluti Niðurlanda sem Belgía er einnig hluti af. Dökki bletturinn á myndinni sýnir legu Belgíu í Evrópu. Í Belgíu er þingbundin konungsstjórn og heitir...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um draugasnigilinn sem veldur miklu tjóni á Bretlandseyjum?

Í lok árs 2008 birtust fréttir um snigil sem nefnist á fræðimáli Selenochlamys ysbryda og hefur valdið einhverju tjóni á Bretlandseyjum, nánar tiltekið í Wales. Tegundin hefur verið nefnd draugasnigill eða ghost snail en orðið ysbryd, sem er seinna orðið í fræðiheiti snigilsins, þýðir draugur á velsku. Draugas...

Fleiri niðurstöður