Ég þarf að skila ritgerð um blóðskömm eftir rúmlega viku (í dag er 15. október) og er orðin pínulítið stressuð ef ég finn engar heimildir. Með von um að þið getið hjálpað mér.Við getum því miður ekki lofað því að svar verði komið eftir viku enda berast Vísindavefnum iðulega nokkrir tugir spurninga á dag. Oft er leitað til okkar til að fá svör við tilteknum spurningum og í leiðinni er spurt hvort við getum bent á frekari heimildir þar sem viðkomandi er að skrifa ritgerð um efnið. Í þeim tilvikum getum við brugðist fljótt við með því að benda á heimildir en það tekur oftast lengri tíma að fá birt svar á vefnum við spurningunni sjálfri. Við ætlum í framtíðinni að birta stutt svör við þess háttar spurningum þar sem tilvísanirnar geta auðvitað gagnast fleirum en þeim sem spyrja. Þess vegna bendum við þér Anna, á gagnlega heimild um blóðskömm:
- Már Jónsson, Blóðskömm á Íslandi 1270-1870, Háskólaútgáfan, Reykjavík 1993.
- Sveinbjörn Rafnsson, „Már Jónsson: Blóðskömm á Íslandi 1270-1870“, Saga 1994, bls. 245-256.