Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1507 svör fundust
Hafa skólar vald til að láta börn undir lögaldri skrifa undir agabrot án þess að tilkynna foreldrum það?
Á Íslandi gilda lög um grunnskóla sem sett voru árið 1995 (lög nr. 66/1995) og fjalla þau um starfsumhverfi skóla, þjónustu og skyldur sem hvíla á skólastjórn og nemendum sem sækja grunnskóla. Hér á landi er einnig í gildi reglugerð frá menntamálaráðuneytinu um skólareglur í grunnskólum. Í þeim er skýrt kveðið...
Af hverju má ljúga þann 1. apríl?
Sá siður að vera með grín og hrekki þann 1. apríl er margra alda gamall. Líklega má rekja hann til Evrópu á miðöldum en þá tíðkaðist að halda upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars. Samkvæmt fornri hefð stóðu merkar hátíðir í átta daga og 1. apríl var því áttundi og síðasti dagur nýárshátíðarinnar. Nýárið var fæ...
Hvernig elta menn vísitölu?
Við rekstur vísitölusjóða er í grófum dráttum reynt að elta vísitölu, það er láta vægi bréfa í einstökum fyrirtækjum í sjóðnum vera sem líkast vægi bréfa í vísitölunni. Ef sjóður gæti endurspeglað vísitölu fullkomlega, það er vægi eigna í sjóðnum væri ætíð nákvæmlega það sama og í vísitölunni, og enginn kostnaður ...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í október 2012?
Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör októbermánaðar á Vísindavefnum árið 2012 þessi hér: Hvers vegna er fólk með Down-heilkenni stundum kallað mongólítar? Eru til hvítir hrafnar eða albínóahrafnar? Eru meiri líkur á því að verða fyrir eldingu, eða jafnvel loftsteini, heldur en að vinna stærst...
Hvernig er hægt að láta jöfnuna 5 + 5 + 5 = 550 standast með því að bæta við einu striki?
Hægt er að láta útreikningana 5 + 5 + 5 = 550 standast á að minnsta kosti tvennan hátt með því að bæta við einu striki. Í fyrsta lagi má setja strik þvert á "jafnt og" merkið til að fá út "ekki jafn og" merkið og þá stendur 5 + 5 + 5 er ekki jafnt og 550 sem er alveg rétt. Skemmtilegri aðferð er þó sú ...
Hvor verður fyrri til að greiða upp jafnhá lán á sömu vöxtum, sá sem tekur verðtryggt lán eða sá sem tekur óverðtryggt?
Öll spurningin hljóðaði svona: Spurningin snýst um samanburð verðtryggðs láns og óverðtryggðs: Tveir aðilar taka lán með sömu vöxtum, annar verðtryggt og hinn óverðtryggt. Þeir ákveða að fylgjast að í greiðslum þ.a. þótt að sá sem er með verðtryggða lánið sé e.t.v. með lægri afborgun einhvern mánuðinn, þá grei...
Eru flóðhestar hættulegir?
Það er rétt að flóðhestar (Hippopotamus amphibius) eru stórhættuleg dýr og valda fleiri dauðsföllum í Afríku en nokkur önnur spendýr. Tölulegar upplýsingar um hversu margir láta lífið af völdum flóðhesta á hverju ári er á reiki, en talið er að það geti verið allt að 400 manns. Þótt flóðhestar virðist silalegir ...
Af hverju er það kallað „að koma einhverjum fyrir kattarnef" þegar einhver er myrtur eða látinn hverfa?
Orðtakið að koma einhverjum fyrir kattarnef merkir ‛gera út af við einhvern/eitthvað, láta einhvern/eitthvað hverfa’. Það þekkist frá því á 19. öld. Í ritinu Íslenzkt orðtakasafn (I:310) bendir Halldór Halldórsson á að til sé eldra orðtak, að koma einhverjum fyrir Hattar nef, sem sé kunnugt frá 17. öld. ...
Hvaðan kemur máltækið „hver hefur sinn djöful að draga“?
Máltækið hver hefur sinn djöful að draga merkir ‘allir þurfa að glíma við erfiðleika’ og þekkist frá fyrri hluta 18. aldar samkvæmt ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Djöfull vísar alltaf til einhvers sem er neikvætt og eru fjölmörg dæmi í Nýja testamentinu um að menn þurfi að gæta sín á því að láta djöfulinn ekki ...
Hvernig völdu nasistar fólk til „starfa“ í útrýmingarbúðunum? Eru þekkt dæmi þess að menn hafi neitað að fylgja skipunum þar?
Valið fór fram á ýmsa vegu. Fyrst ber að telja sannfærða nasista eða þjóðernissinna, stundum af öðru þjóðerni en þýsku, sem töldu sig vera að gera góða hluti með „starfi“ þessu. Síðan er rétt að geta tækifærissinnanna sem tóku tilboði um „spennandi viðfangsefni“ í trausti þess að nasistar myndu vinna stríðið. Þýsk...
Hvað er flasa?
Flasa (pityriasis capitis) myndast þegar meira en eðlilegt magn af dauðum húðfrumum flagnar af höfuðleðrinu. Of mikil húðfeitiframleiðsla er stundum samfara flösu og er þá talað um fituflösu. Sum flösueinkenni eru þau sömu og fylgja svokölluðu flösuþrefi (seborrheic dermatitis) og eru báðir kvillar oft meðh...
Hvernig fór fyrsta tungllendingin fram og hvað gerðu geimfararnir á tunglinu?
Apollo 11 var fyrsti mannaði leiðangurinn sem lenti á yfirborði tunglsins. Þetta var fimmta mannaða geimferð Apollo-geimáætlunarinnar og þriðja mannaða tunglferðin. Áður höfðu bæði Apollo 8 og Apollo 10 komist á sporbraut umhverfis þennan næsta nágranna jarðar í geimnum. Apollo 11, eins og önnur Apollo-geimför,...
Geta menn endurlífgað risaeðlurnar?
Vísindamenn telja að það geti verið mögulegt að einrækta útdauð dýr. Vitað er að það eru tilraunir í gangi með slíkt, til dæmis telja japanskir vísindamenn að þeir geti einræktað loðfíl innan nokkurra ár. Hins vegar er einræktun mjög flókin, jafnvel þó ekki sé um útdauðar tegundir að ræða. Sem dæmi má nefna að þeg...
Hvernig virkar tvöfaldur ríkisborgararéttur og hverjir geta fengið hann?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Móeiðar:Er hægt að halda íslenskum ríkisborgararétti þótt maður búi í útlöndum að staðaldri?Það fer eftir löggjöf hvers ríkis hverjir eiga rétt á ríkisborgararétti í landinu. Í megindráttum er byggt á tveimur reglum við veitingu ríkisborgararéttar, annars vegar "jus solis"...
Mega dyraverðir á skemmtistöðum taka skilríki af einstaklingum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hafa dyraverðir á skemmtistöðum rétt til þess að taka skilríki af einstaklingum? Telst það ekki vera þjófnaður?Reglur sem fjalla um eftirlit á skemmtistöðum er að finna víða í lögum og reglugerðum. Meginreglurnar eru í reglugerð nr. 587/1987 um löggæslu á skemmtunum og um sl...