Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 866 svör fundust
Hvað er maður lengi að fljúga til tunglsins?
Fyrsti mannaði leiðangurinn til að lenda á tunglinu, Apollo 11, lagði af stað frá jörðu 16. júlí 1969. Þremur dögum og tæpum fjórum klukkustundum seinna var hann kominn á braut um tunglið og degi seinna lenti hann á yfirborðinu. Hinir Apollo-leiðangrarnir fimm sem náðu til tunglsins (Apollo 12 og Apollo 14-17)...
Á hvaða tíðnisviði heyrir maðurinn best?
Það er tíðni hljóða sem ræður hvað mestu um hvernig við skynjum tónhæð þeirra, en tíðni er að jafnaði gefin upp í sveiflum á sekúndu eða í Hz. Að jafnaði geta menn heyrt hljóð frá tíðninni 20 Hz (mjög dimmir eða djúpir tónar) upp í 20.000 Hz (mjög bjartir eða skærir tónar). Eins og spyrjandi virðist vita ...
Er nokkur fastastjarna nálægt okkur sem hefur möguleika á að verða sprengistjarna?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Er nokkur fastastjarna, sem hefur möguleika á að verða sprengistjarna svo nálægt okkur að slík sprenging myndi hafa áhrif sólkerfi okkar?Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Er það satt sem ég var að heyra um sólstjörnuna Betelgás í stjörnumerkinu Óríon að hún spring...
Hvers vegna krumpast tóm, lokuð plastflaska saman inni í ísskáp?
Í heild var spurningin svona:Hvers vegna krumpast lokaða plastflaskan saman (líkist lofttæmingu) ef hún stendur tóm í ísskápnum en ekki ef ég set þó ekki væri nema smávegis vökva í hana (né heldur ef smá op er á henni)? Svarið hefur með þéttingu lofts að gera þegar það er kælt niður. Loftið í kringum okkur er a...
Þegar hellt er úr glasi eða skrúfað frá krana, af hverju mjókkar bunan er neðar dregur og svo brotnar hún upp?
Þetta er góð spurning sem varpar ljósi á mikilvæg atriði í straumfræði. Vatnið í bununni er í rauninni í frjálsu falli með vaxandi hraða. Vatn safnast hins vegar hvergi fyrir á leiðinni þannig að jafnmikið vatn fer gegnum öll þversnið bununnar. Nú er vatnsmagnið sem fer gegnum slíkt snið á tímaeiningu margfeldið a...
Af hverju eru sápuóperur kenndar við sápu?
Sápuóperur eru kallaðar svo vegna þess að í Bandaríkjunum voru framleiðendur sápu og þvottaefna lengi vel helstu styrktaraðilar þáttanna. Í sápuóperum leika oft sömu leikarar árum saman og áhersla er lögð á að koma til skila samfelldri sögu. Samtöl einkenna sápuóperur frekar en spenna og hraði og einkum er ...
Hvað heldur sólkerfinu saman?
Þyngdarkrafturinn, sami kraftur og heldur okkur á jörðinni, heldur öllu sólkerfinu saman. Í svari við spurningunni Hvað veldur aðdráttaraflinu og hvers vegna er það mismunandi milli tungla og reikistjarna? segir: Samkvæmt þyngdarlögmáli Newtons er þyngdarkraftur milli tveggja hluta í beinu hlutfalli við mass...
Af hverju eru eyjarnar á Breiðafirði svona margar?
Breiðafjörður og Faxaflói eru hlutar af sömu lágsléttu sem er aðallega tilkomin vegna þess að landið sígur smám saman í hafið eftir því sem það fjarlægist heita reitinn — 2 cm á ári til vesturs en sama sem ekkert til austurs. Einnig á rof af völdum ísaldarjökla og öldugangs sinn þátt í myndun þessarar lágsléttu se...
Hvað er innan í beinum einstaklings?
Beinin í okkur eru klædd seigri bandvefshimnu sem nefnist beinhimna. Þar fyrir innan er svonefnt þéttbein og í flestum beinum er einnig frauðbein sem er svampkennt. Í holrúmi beinanna er síðan svonefndur beinmergur. Rauður beinmergur eða blóðmergur myndar blóðkorn og hann er í öllum beinum á fósturskeiði. Hjá f...
Af hverju er stærðfræði til?
Stærðfræðin og önnur vísindi eru til einkum af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi er gagnlegt að ráða yfir þekkingunni og skilningnum sem í þeim felst og í öðru lagi svala vísindi og þekking forvitni okkar. Seinni ástæðan gæti þó verið tengd þeirri fyrri, það er að segja að við erum kannski forvitin af því að við finn...
Ef ljóshraði er eins fljótur og maður smellir verður þá einhvern tímann hægt að hlaupa á ljóshraða?
Samkvæmt afstæðiskenningu Einsteins getur hvorki massi né orka farið hraðar en ljósið. Til þess að auka hraða hluta þarf orku. Hlutfallslega mjög mikla orku þarf til að auka hraða hluta þannig að þeir nálgist umtalsvert brot af ljóshraðanum. Um þetta gildir jafna Einsteins sem flestir þekkja:E = m c2 E táknar í j...
Hvað ræður því hvernig ljós er á litinn? Hvers vegna sjáum við til dæmis ljós í sama lit hvort sem við erum í vatni eða í lofti?
Almennt er litur ljóss tengdur við öldulengd ljóssins. Þetta er ekki skýrasti kostur í stöðunni, eins og spurningin ber með sér, því öldulengd ljóssins breytist með hraða ljóssins, þegar það fer úr einu efni í annað. Öldulengdarbreytingin stjórnast af stærð \(n\) sem kallast brotstuðull efnis og er hlutfall hraða...
Hvernig myndast flóðbylgjur (tsunami)?
Í kjölfar jarðskjálftans mikla sem varð skammt frá eyjunni Súmötru í Indlandshafi á annan dag jóla 2004 og flóðbylgjunnar sem hann hratt af stað barst Vísindavefnum mikill fjöldi spurninga um flóðbylgjur. Hér er að finna svar við eftirtöldum spurningum:Hvernig verða flóðbylgjur (tsunami) til?Hver voru upptök flóðb...
Hvað hefur vísindamaðurinn Guðlaugur Jóhannesson rannsakað?
Guðlaugur Jóhannesson er fræðimaður við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og við Norrænu stofnunina í kennilegri eðlisfræði (NORDITA) í Stokkhólmi. Fræðasvið Guðlaugs er stjarneðlisfræði. Hann hefur unnið að margvíslegum verkefnum í tengslum við mælingar og túlkanir mælinga á háorku gammageislum og geimgeislum. ...
Af hverju eru alltaf tíu pylsur í pakka en aðeins fimm brauð?
Það er ekki alls kostar rétt hjá spyrjanda að pylsur séu alltaf tíu saman í pakka því einnig er hægt að fá minni pakka sem innihalda aðeins fimm pylsur, alla vega frá sumum framleiðendum. Þar sem flestir borða saman eina pylsu og eitt pylsubrauð er því rökrétt að selja fimm brauð saman, en einn pakki af brauðum du...