Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 421 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er svarti jagúarinn sérstök tegund eða bara óvenjulegt afbrigði?

Hér er einnig svarað eftirtöldum spurningum frá sama spyrjanda: Hvar lifir svarti jagúarinn? Af hverju er svarti jagúarinn svartur? Jagúarinn (Panthera onca) tilheyrir ættkvísl svokallaðra stórkatta, Panthera. Tegundin er eini meðlimur ættkvíslarinnar sem lifir í Norður- og Suður-Ameríku og er jafnframt langstæ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er fjöruarfi?

Fjöruarfi (Honckenya peploides) er af hjartagrasaætt (Caryophyllaceae) og vex eingöngu í fjörusandi allt í kringum landið. Mest er af honum á söndunum miklu við suðurströndina, sérstaklega á svæðinu milli Kúðafljóts og Eldvatns í Skaftárhreppi þar sem hann setur mikinn svip á ströndina. Hægt er að skoða kort af út...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er það satt að Júpíter sé gasský?

Júpíter er langstærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar, en hún er um 11 sinnum stærri en jörðin að þvermáli (142.984 km við miðbaug) og 318 sinnum massameiri eða 1,899 * 1027 kg. Júpíter er gashnöttur líkt og hinar stóru reikistjörnurnar Satúrnus, Úranus og Neptúnus, sem þýðir að hann hefur ekkert eiginlegt fas...

category-iconVeðurfræði

Snjóar frekar á kvöldin og nóttunni en á daginn?

Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Ganga djúpar lægðir yfirleitt yfir landið að nóttu til? eru lægðir ekki algengari á einum tíma sólarhrings frekar en öðrum. Úrkoma fylgir oftast lægðakerfum, en ekkert bendir til þess að slík úrkoma falli frekar að nóttu en degi. Líkur á að snjór bráðni...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju eru nótur á píanói svartar og hvítar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Af hverju eru nóturnar á píanóinu bara hafðar svartar og hvítar? Og af hverju eru þær þá ekki svartar og hvítar til skiptis?Milli tveggja samliggjandi nótna á píanói, hvort sem þær eru báðar hvítar eða önnur hvít og hin svört, er svokallað hálftónsbil. Hálftónsbil fæst með þ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er munurinn á stjörnuþoku og vetrarbraut?

Orðin stjörnuþoka og vetrarbraut eru samheiti yfir sama fyribærið sem á erlendum málum nefnist galaxy, en það er komið beint úr grísku, dregið af orðinu gala sem merkir mjólk. Vetrarbrautin NGC 4565. Í stjörnufræði er vetrarbraut næsta skipulagseining ofan við sólkerfi. Í hverri vetrarbraut er fjöldi stjarna....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til einhver eitruð spendýr?

Eina spendýrið sem staðfest er að framleiði eitur er breiðnefurinn (Ornithorhynchus anatinus) sem er afar sérstætt spendýr og sker sig mjög frá öðrum spendýrum jarðarinnar. Eins og önnur spendýr hefur breiðnefurinn jafnheitt blóð en hitastig þess er lægra en hjá öðrum ættum spendýra eða 25-30 °C. Það er að jafnaði...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna þarf minna vatn í eggjasuðuvél eftir því sem eggin eru fleiri?

Spyrjandi hefur í huga eggjasuðuvélar sem hafa komið á markað á síðari árum og svo heppilega vill til að höfundur þessa svars á slíka vél og hefur hugsað út í þetta og rætt við fróða menn í kringum sig. En til fróðleiks fyrir lesendur sem hafa kannski ekki séð svona tæki er rétt að rifja upp grundvallaratriðin í n...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru hundar með nafla, og ef svo er hvar er hann?

Hundar hafa nafla rétt eins og menn og raunar öll spendýr. Ef vel er að gáð eru fuglar og önnur dýr sem klekjast úr eggjum líka með nafla. Í þeirra tilviki tengist naflastrengurinn ekki við legköku (e. placenta) líkt og hjá legkökuspendýrum eins og okkur, hundum og hestum svo dæmi séu tekin, heldur við svonefndan ...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að klóna apa?

Náttúrleg klónun er vel þekkt,til dæmis við knappskot eða þegar ný tré vaxa upp af brotnum greinum eða föllnu tré (samanber stiklinga). Í marga áratugi hafa vísindamenn unnið að því að klóna dýr á tilraunastofum. Breski líffræðingurinn John Gurdon (f. 1933) var fyrstur til að klóna hryggdýr þegar hann klónaði fros...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um jarðíkorna?

Smellið á myndina til að heyra í jarðíkornanum. Jarðíkornar heita chipmunks á ensku og til þeirra teljast 25 tegundir innan ættarinnar Sciuridae. Þeir finnast í Norður-Ameríku og Evrasíu. Sameiginleg einkenni þeirra eru meðal annars feldurinn sem er rauðbrúnn og með hvítri og svartri rönd eftir bakinu og rófan se...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig kúka slöngur, eru þær með afturenda?

Slöngur (Serpentes) hafa afturenda og á honum er líkamsop þar sem úrgangur berst út. Afturendi slanga er ólíkur afturenda manna og annarra spendýra. Hann nefnist réttu nafni þarfagangur (lat. cloaca). Afturendi slanga nefnist þarfagangur. Hjá slöngurm berst saur í gegnum stórgirni, líkt og í spendýrum, og það...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gæti ég fengið að vita allt um skúma?

Skúmurinn (Stercorarius skua) er einkennisfugl sunnlensku sandanna. Helstu varpsvæði skúmsins eru á Mýrdals- og Skeiðarársandi. Hann er mjög sterklegur fugl og er sennilega þekktastur fyrir það hversu skörulega hann gengur fram í að verja hreiður sín. Skúmurinn er einnig öflugur í fuglaveiðum og veiðir ýmsar tegun...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að gera bonsai úr hawaiirós og jasmínu?

Upprunalega var spurningin svona:Er hægt að gera bonsai úr hibiscus og jasmine? Hvað heitir hibiscus á íslensku? Eins og lesa má í svari Ulriku Andersson við spurningu um bonsai-tré þá líkjast þau venjulegum trjám sem vaxa villt í náttúrunni nema hvað þau eru miklu minni. Bonsai-tré eða dvergtré eru ræktuð í pot...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna myndast dökk rönd á maganum á óléttum konum?

Margar konur fá dökka rönd á kviðinn þegar þær eru barnshafandi. Röndin getur orðið næstum einn cm á breidd og nær frá lífbeininu upp að nafla og jafnvel yfir naflann, alla leið að bringspölum (neðsta hluta bringubeins). Rönd þessi kallast linea nigra á latínu, sem þýðir svört rönd. Í raun eru allir með rönd á þ...

Fleiri niðurstöður