Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hver var einræðisherra í Makedóníu þar til lýðveldi var tekið upp þar fyrir stuttu?

Makedónía var hluti af Júgóslavíu þar til sjálfstæði var lýst yfir árið 1991 og því voru stjórnendur þess hinir sömu og í Júgóslavíu. Tæplega er hægt að tala um að einræðisherra hafi ríkt í Júgóslavíu eftir dauða Títós árið 1980 fyrr en Slóbodan Mílosjevits fer að láta til sín taka við lok 9. áratugarins. Stofnun ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig virkar auðkennislykill í heimabanka?

Auðkennislykill (e. Secure ID token) byggir á tveggja þátta sannvottun eða auðkenningu. Auðkennið er þá annars vegar eitthvað sem notandi veit, það er notendanafn og síðan aðgangsorð eða -tala, og hins vegar eitthvað sem hann hefur, í þessu tilfelli auðkennislykill. Til eru nokkrar útfærslur af auðkennislyklum, e...

category-iconLögfræði

Ef einstaklingur er gerður gjaldþrota á Íslandi gildir það þá um önnur lönd líka?

Hafi bú einstaklings verið tekið til gjaldþrotaskipta kallast sá einstaklingur þrotamaður samkvæmt lögum nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Íslenskur úrskurður um gjaldþrotaskipti gildir almennt ekki í öðrum löndum með sama hætti og hér á landi, sbr. 1. mgr. 6. gr. nefndra laga. Þar kemur fram að heimilt s...

category-iconHugvísindi

Orðið vanræksla er mikið notað þessa dagana. Hversu gamalt er það í málinu?

Orðið vanræksla hefur hljómað hátt að undanförnu í umræðunni um orsakir efnahagshrunsins. Því bregður meðal annars alloft fyrir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Merking orðsins er skýrð þannig í Íslenskri orðabók:það að rækja e-ð ekki, láta e-ð ógert, vanhirða, hirðuleysi Orðið er augljóslega leitt af sög...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig skaða eldingar líkamann og hvernig má reyna að minnka þann skaða?

Áætlað er að um 1000 manns látist á ári hverju í heiminum af völdum eldinga. Slíkt er þó hægt að lifa af. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að hættan af eldingu fyrir dýr er að minnsta kosti tvenns konar. Annars vegar getur eldingin sjálf hlaupið í dýr sem standa upp úr umhverfinu eins og til dæmis mann sem...

category-iconStærðfræði

Af hverju er margföldun framkvæmd á undan samlagningu?

Þetta er afar góð spurning og svarið við henni er ekki einhlítt. Mikilvægt er að röð aðgerða sé vel skilgreind og að eftir henni sé farið. Mörgum er röð reikningsaðgerða svo eiginleg að óhugsandi gæti virst að hún gerist á annan hátt, sérstaklega eftir að hafa setið undir þrástagli í grunnskóla um mikilvægi ...

category-iconFöstudagssvar

Er til einhver tæknileg lýsing á því að skipta um kúkableiu á ungabarni?

Það vill svo skemmtilega til að Vísindavefurinn er nýbúinn að gefa út bókina Leiðarvísir með börnum sem framvegis mun fylgja með öllum börnum við fæðingu, en í henni er einmitt fjallað um þetta mikilvæga málefni! Við birtum hér útdrátt úr kaflanum „Tæknileg lýsing á því að skipta um kúkableiu á ungabarni“. Tæk...

category-iconJarðvísindi

Hvenær gýs Geysir aftur?

Þegar Geysir var upp á sitt besta um og upp úr miðri tuttugustu öld gaus hann af sjálfsdáðum jafnvel nokkrum sinnum á dag. Síðan hætti hann því og þá þurfti að örva hann sérstaklega með sápu. Slíkt er auðvitað óæskilegt til lengdar og gos lágu því niðri um allnokkurt skeið. Fyrir 5-10 árum var aftur farið að l...

category-iconHeimspeki

Er löggæslufólki óheimilt að neita að framfylgja skipunum sem brjóta gegn siðferðisvitund þeirra eða þeir telja mögulega ólögmætar?

Þessi spurning felur í raun í sér tvær ólíkar spurningar. Önnur getur snúið að því eftir hvaða starfsheimildum og starfsreglum löggæslufólk starfar eftir. Spurningin er þá lögfræðileg. Hin spurningin fjallar um siðferðilega hlið starfsins og samvisku löggæslufólks, óháð því hvað starfsreglurnar segja. Þetta svar f...

category-iconSálfræði

Hvernig er best að byggja upp gott sjálfsöryggi?

Öll þurfum við á sjálfstrausti og sjálfsöryggi að halda til að takast á við áskoranir daglegs lífs og breytingar í umhverfi okkar. Skortur á því getur hamlað jafnvel færustu einstaklingunum, haft áhrif á baráttuvilja þeirra og haldið aftur af þeim. Rannsóknir sýna að hugsun okkar er máttugt afl. Það hvernig vi...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að rækta sætar kartöflur á Íslandi?

Sætuhnúðar eða sætukartöflur, Ipomea batatas, eru ættaðar frá Mið- og Suður-Ameríku og þurfa hærri lofthita og lengri vaxtartíma en boðið er upp á hér á norðurhjara. Hugsanlega ætti samt að geta gengið að rækta sætuhnúða hér á landi í upphituðum gróðurhúsum. Kjörhitastig þeirra er einhvers staðar á bilinu 18-28°C ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru fuglar með eyru?

Já, fuglar hafa eyru og reyndar eru margar tegundir með nokkuð góða heyrn. Mesti munurinn á líffærafræði eyrna fugla og spendýra er sú að þeir fyrrnefndu hafa ekki ytri eyru líkt og á við um flest landspendýr. Séð utan frá eru eyrun himnuklætt svæði á höfðinu. Svæðið er ekki sýnilegt þar sem fíngert fiður þekur...

category-iconVísindi almennt

Hvernig breytir maður lítra í bandarískt gallon?

Lítrinn kemst nokkuð nálægt því að samsvara því sem Bandaríkjamenn kalla "quart" en það er, eins og nafnið bendir til, fjórðungur úr galloni. Lítrum er breytt í bandarísk gallon með því að margfalda með 0,26417 eða deila með 3,78541. Einn lítri samsvarar sem sagt rúmlega fjórðungi (0,26417) úr galloni og gallonið ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær kemur orðið unglingur inn í málið?

Samkvæmt seðlasafni Orðabókar Háskólans er unglingur 17. aldar orð og er elst dæmi í safninu úr Grobbíansrímum sem eignaðar hafa verið Guðmundi Erlingssyni en einnig öðrum höfundum. Þar stendur: En unglingur af óvananum ei vill láta lítt gegnandi boði blíðu en bitur varð af reiði og stríðu. Aðalsteinn Eyþórs...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Getið þið kennt okkur að gera tilraun sem sýnir að ljós er bæði öldur og agnir?

Leysibendlar með rauðum eða grænum geisla eru þeir leysar sem flestir kannast við. Afl geislanna er minna en eitt milliwatt og það er hættulaust augum viðstaddra í fyrirlestrasal. Geislinn getur þó valdið langvarandi glýju í augum þeirra sem fyrir honum verða. Þess vegna er stórhættulegt að beina honum að fólki að...

Fleiri niðurstöður