Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8359 svör fundust
Hvað er gen?
Upphafsmaður erfðafræðinnar, Gregor Mendel (1822-1884), rannsakaði erfðir vissra einkenna hjá baunaplöntum (Pisum sativum). Hann skýrði niðurstöður tilrauna sinna með því að einkennin væru ákvörðuð af eindum sem erfðust með reglubundnum hætti. Mendel skrifaði á þýsku og nefndi þessar eindir einfaldlega Elemente. N...
Hvað getið þið sagt mér um Pýþagóras og framlag hans til fræðanna?
Margar sögur hafa verið sagðar af gríska stærðfræðingnum Pýþagóras (um 572 - 497 f.Kr.) en tilvist hans er sveipað móðu fyrnskunnar og óvíst um sanngildi sagnanna. Hann var fæddur á Samos, ey utan við vesturströnd Litlu-Asíu sem tilheyrir nú Tyrklandi, en settist að í Króton, grískri borg á Suður-Ítalíu um 530 f.K...
Hvað getið þið sagt mér um ranakollur?
Ranakollur fylla einn hóp skriðdýra sem nefnist Sphenodontidae. Þær hafa langminnsta útbreiðslu allra núlifandi skriðdýrahópa, lifa einungis á afar takmörkuðu svæði á Nýja-Sjálandi og á nokkrum eyjun undan ströndum Nýja-Sjálands. Ranakolluhópurinn er forn og var blómaskeið þessara skiðdýra fyrir meira en 150 millj...
Hvernig eru veirur greindar í mönnum?
Í dag eru veirur að mestu leyti greindar með svonefndum kjarnsýrugreiningum (PCR). Í þeim er erfðaefni einangrað úr sýnum og veiruerfðaefni magnað upp og greint með vísum sem eru sértækir fyrir hverja veiru.[1] Þessi aðferð mælir þó einungis hvort veiruerfðaefni finnist í sýninu en ekki hvort heilar veiruagnir ...
Hvernig framleiðir hrökkáll rafmagn?
Rafvirkni í frumum Afar algengt er að ekki séu jafnmargar jákvæðar- og neikvæðar rafhleðslur sitt hvorum megin við frumuhimnur í frumum lífvera. Þessi munur á hleðslum leiðir til þess að spennumunur er yfir frumuhimnurnar og er sú hlið frumuhimnunnar sem snýr inn í frumuna alltaf neikvæð miðað við ytra borð frum...
Hvað er eitt terabæti mörg megabæti?
Forskeytið tera- stendur yfirleitt fyrir billjón, það er milljón milljónir. Forskeytið mega stendur fyrir milljón. Því gæti virst sem eitt terabæt séu nákvæmlega milljón megabæti. En svo er ekki. Minnsta eining upplýsinga í tölvu er biti. Biti hefur ýmist gildið 0 eða 1. Átta bitar í röð nefnast bæti. 01001110 ...
Hver er munurinn á kameldýri og úlfalda?
Úlfaldi er einfaldlega samheiti yfir hin stórvöxnu burðadýr sem tilheyra ættkvíslinni Camelus og lifa í Norður-Afríku, Arabíu og í Mið-Asíu. Talið er að úlfaldar hafi fyrst komið fram í þróunarsögunni fyrir um 40 miljónum ára. Til úlfalda teljast tvær tegundir, önnur nefnist kameldýr (Camelus bactrianus), er me...
Hvort er réttara náttúrlega eða náttúrulega?
Í Íslenskri orðabók Eddu (2007) er aðeins að finna atviksorðið náttúrlega ‘vitaskuld, auðvitað, að sjálfsögðu’ en ekki er sýnt atviksorðið náttúrulega. En sýnt er bæði lýsingarorðið náttúrlegur 1. ‘eðlilegur, sjálfsagður’, 2. ‘sem tilheyrir náttúrunni’ og lýsingarorðið náttúrulegur 1. ‘sem tilheyrir náttúrunni’, 2...
Átti Hitler konu og börn?
Adolf Hitler (1889-1945), leiðtogi þýska nasistaflokksins og kanslari Þýskalands, átti eiginkonu í tæpa tvo sólahringa. Þann 29. apríl 1945 gekk hann í hjónaband með Evu Braun (1912-1945), ástkonu sinni til margra ára. Þann 30. apríl sviptu þau sig lífi, hún tók inn blásýru en talið er að Hitler hafi skotið sig s...
Hvað er stinglax og finnst hann á Íslandsmiðum?
Stinglaxinn (Aphanopus carbo) er langvaxinn og þunnvaxinn fiskur sem getur orðið allt að 110 cm á lengd. Í riti Einars Jónssonar fiskifræðings, Íslenskir fiskar, segir hann svo um stinglaxinn:Hausinn er í meðallagi langur, en þunnur og frammjór og flatur að ofan. Neðri skoltur er framteygður og á honum er líti...
Geta afleiðingar tíðra höfuðhögga í æsku komið fram seinna á lífsleiðinni?
Stutta svarið er já, tíð höfuðhögg í æsku geta haft afleiðingar síðar á lífsleiðinni. Höfuðhögg er algengasta orsök heilahristings og alvarlegri heilaáverka. Heilahristingur, með einkennum svo sem tímabundinni ógleði og svima, er vægasta form heilaáverka. Það að rotast og muna ekki það sem gerðist eru vísbendin...
Fara A- og D-vítamín yfir í móðurmjólkina og hver er þörf móður og barns fyrir lýsi?
Ef næringarástand móður er gott má yfirleitt segja að mataræði hennar hafi ekki mikil áhrif á samsetningu eða gæði móðurmjólkur. Það er aðeins þegar móðirin hefur búið við langvarandi skort á næringarefnum sem slíkt getur farið að koma niður á næringarefnum í mjólkinni. Í fyrstu gengur móðirin bara á eigin birgðir...
Gáta: Hvernig er hægt að taka eina töflu af lyfi A og eina töflu af lyfi B?
Sjúklingur þarf að taka tvenns konar lyf, annars vegar lyf A og hins vegar lyf B. Mikilvægt er að taka einungis eina töflu af lyfi A og eina töflu af lyfi B á hverjum degi þar sem það getur haft alvarlegar aukaverkanir í för með sér að taka fleiri en eina töflu af hvoru lyfi. Auk þess er mjög mikilvægt að taka bæð...
Hvernig er talið að ólíkar kvikugerðir sem koma upp í íslenskum eldstöðvum verði til?
Þessi spurning beinist að kjarna storkubergfræðinnar – uppruna og venslum hinna ýmsu bergtegunda. Á síðasta fimmtungi 20. aldar var orðið ljóst að storkubergi á jörðinni má í aðalatriðum skipta í fjórar meginsyrpur, sem hver um sig tengist tilteknu „jarðfræðilegu umhverfi.“ Á rekhryggjum myndast lág-alkalíska eða ...
Hver var fyrsta lífveran á jörðinni?
Ein af grundvallarstaðreyndum líffræði er sú að líf verður einungis til af öðru lífi, að lífverur eru getnar af öðrum lífverum. Ein af frægari tilraunum Louis Pasteur fjallar um þessa kenningu um lífgetnað (biogenesis). Tilraun Pasteur fólst í því að sjóða og dauðhreinsa næringarlausn í glerkolbu sem er tengd við ...