Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1248 svör fundust

category-iconStjórnmálafræði

Er einhver munur á réttindum kvenna á Íslandi og í Bandaríkjum?

Það er að vissu leyti flókið að bera saman réttindi kvenna á Íslandi og í Bandaríkjunum, einkum vegna þess að Bandaríkin eru sambandsríki þar sem fjöldi sjálfstæðra ríkja setur lög á sínu yfirráðasvæði. Það hefur í för með sér að konur (og aðrir hópar) njóta ólíkra réttinda eftir því hvar þær eru búsettar. Á Íslan...

category-iconHugvísindi

Hvað gerðist í heimsstyrjöldinni síðari í grófum dráttum?

Heimsstyrjöldin síðari er stærsti einstaki atburður mannkynssögunnar. Í henni áttust við Bandamenn (Bandaríkin, Bretland og Sovétríkin eftir 1941) og Öxulveldin (Þýskaland, Japan og Ítalía) og lauk stríðinu með fullnaðarsigri Bandamanna. Orsakir stríðsins eru margvíslegar, en einna helst má nefna öfgaþjóðernishygg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað heita öll frumefnin?

Eins og fram kemur í svarinu Hversu mörg frumefni eru þekkt og hve mörg þeirra koma fyrir í náttúrunni? þá eru frumefnin (e. elements eða chemical elements) í dag 118 talsins þó enn eigi eftir að staðfesta tilvist frumefna númer 113, 115, 117 og 118 og gefa þeim viðurkennd nöfn samkvæmt Alþjóðasamtökum um hreina o...

category-iconStærðfræði

Hver var Marie-Sophie Germain og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?

Marie-Sophie Germain fæddist í París 1. apríl 1776. Hún var ein þriggja dætra velstæðra hjóna, Ambroise-Francois og Marie Germain. Faðir hennar var silkikaupmaður, áhrifamaður í stjórnmálum og síðar bankastjóri í Frakklandsbanka. Heimilið stóð opið þeim sem aðhylltust þjóðfélagsbreytingar í frjálsræðisátt, svo ung...

category-iconStærðfræði

Hver var Carl Friedrich Gauss og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Rétt eins og hefð er orðin að segja að Bach, Mozart og Beethoven séu mestu tónskáld sögunnar, án þess að samkomulag sé um hver eigi fjórða sætið, er löngu orðið til siðs að nefna Arkimedes, Newton og Gauss sem þrjá mestu stærðfræðinga allra tíma. Gauss var þegar í lifanda lífi kallaður princeps mathematicorum, sem...

category-iconHagfræði

Er það rétt að hátt í 14 þúsund fjölskyldur á Íslandi hafi verið „bornar út á götu“ í kjölfar efnahagshrunsins 2008?

Spurningin í fullri lengd var svona: Er það rétt sem fram kemur Morgunblaðinu 30. apríl 2020 að hátt í 14 þúsund fjölskyldur á Íslandi hafi verið „bornar út á götu“ í kjölfar efnahagshrunsins 2008? Fullyrðingin kemur fram í grein eftir formann Flokks fólksins í Morgunblaðinu þann 30. apríl 2020. Ekki er ge...

category-iconLæknisfræði

Benda nýjustu rannsóknir til þess að ivermectin gagnist sem meðferð við COVID-19?

Í núverandi heimsfaraldri COVID-19 (sem orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2) hefur, þrátt fyrir fjölda lyfjarannsókna, verið skortur á góðum meðferðarúrræðum. Til þessa hafa rannsóknir aðeins sýnt ávinning af örfáum lyfjum - þau helstu eru sykursterar (e. glucocorticoids, þá aðallega dexametasón), einstofna móte...

category-iconHugvísindi

Hvað eru vísindi?

Vísindin eru líklega það svið mannlegrar starfsemi sem hefur haft hvað mest áhrif á líf manna undanfarnar tvær til þrjár aldir. Án vísinda væru engir símar, engar flugvélar og engar tölvur. Geimflaugar væru ekki til og menn hefðu því aldrei farið út fyrir himinhvolf jarðar, hvað þá stigið fæti á tunglið. Ótal smit...

category-iconHagfræði

Hvað hefði Lee Buchheit-samningurinn kostað ef hann hefði verið samþykktur?

Endurskoðuð útgáfa af þessu svari var birt 16.6.2016. Hægt er að lesa hana hér: Hvað hefðu Icesave-samningarnir kostað íslenska ríkið ef þeir hefðu verið samþykktir? Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað hefði Lee Buchheit-samningurinn kostað íslenska ríkið hingað til ef hann hefði verið samþykktur...

category-iconLæknisfræði

Er sama frá hvaða landi bóluefni gegn COVID-19 koma?

Áður en bóluefni (og önnur lyf) eru tekin í almenna notkun þurfa þau að fá markaðsleyfi eða neyðarleyfi frá eftirlitsstofnunum eins og Evrópsku lyfjastofnuninni (e. European Medicines Agency, EMA) eða Lyfjastofnun Bandaríkjanna (e. Food and Drug Admininstration, FDA) og/eða lyfjastofnunum einstakra landa. Leyfi fy...

category-iconLæknisfræði

Hafa bóluefni eða ómíkron áhrif á það hvenær þeir sem eru með COVID-19 geta smitað aðra?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvenær hættir einstaklingur með COVID-19 að smita? Á Vísindavefnum hefur áður verið fjallað um hversu fljótt einstaklingar geta smitað aðra af COVID-19 (sjá svar við spurningunni Hversu fljótt geta þeir sem fá COVID-19 farið að smita aðra og hvenær eru þeir mest...

category-iconEfnafræði

Hvert er bræðslumark og suðumark allra frumefnanna?

Frumefnin eru 118 talsins þó enn eigi eftir að staðfesta tilvist frumefna númer 113, 115, 117 og 118 og gefa þeim viðurkennd nöfn samkvæmt Alþjóðasamtökum um hreina og hagnýta efnafræði (IUPAC). Frumefni númer 114 og 116 hlutu nöfnin flerovín (e. flerovinium) og livermorín (e. livermorium) árið 2012 og eru þau fru...

category-iconJarðvísindi

Bera jökulár næringarefni til sjávar og væri hægt að skófla þeim upp og sturta í sjóinn ef árnar hverfa?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er það rétt að jökulárnar okkar beri næringarefni fram í sjóinn sem fiskurinn lifir á? Ef svo er hvaðan koma þessi næringarefni upprunalega? Væri kannski hægt að skófla þessum næringarefnum upp og sturta í sjóinn án þess að nota jökulárnar? Stutta svarið: Rétt er að jökulárnar ...

category-iconLögfræði

Hversu margar miðlunartillögur hefur ríkissáttasemjari lagt fram?

Ríkissáttasemjara starfar eftir III. kafla laga nr. 80/1938, en sá kafli fjallar um sáttastörf í vinnudeilum. Við sáttaumleitanir kemur stundum að því að væntingar aðila um samning eru ekki í samræmi við kröfur. Það má líka vera að annar aðilinn eða báðir hafi gefið sterkt til kynna við ríkissáttasemjara að búið s...

category-iconHagfræði

Af hverju fá konur lægri laun en karlar?

Einföld túlkun á forsendu spurningarinnar er að laun allra kvenna séu lægri en laun allra karla. Þannig er það ekki. Auðvelt er að finna dæmi um konur sem eru með hærri laun en þorri karla, óháð því hver starfsvettvangur viðkomandi er. Tekjuhæsta kona á tekjulista Stundarinnar árið 2022 er með 845 milljónir í árs...

Fleiri niðurstöður