Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 137 svör fundust

category-iconLögfræði

Hvað kemur í veg fyrir að ríkið setji bara lögbann á öll verkföll sem skella á?

Það eru skiptar skoðanir um lagasetningu á verkföll. Verkfallsrétturinn var lögfestur á almennum vinnumarkaði með lögum nr. 80/1938. Aðrar reglur giltu um verkföll opinberra starfsmanna en verkföll þeirra voru lengstum bönnuð á 20. öldinni. Opinberum starfsmönnum var veitt heimild til verkfalla að hluta árið 1976 ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver eru elstu þekktu tengsl Japans og Íslands?

Íslendingar eiga nokkra fræga Asíufara frá fyrri öldum, meðal annars Jón Ólafsson Indíafara (f. 1593) og Árna Magnússon frá Geitastekk (f. 1726), en enginn þeirra heimsótti Japan svo vitað sé. Líklegasta skýringin er sú að Japan var að miklu leyti lokað fyrir umheiminum á hinu svokalla sakoku-tímabili, sem varði f...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er frétt?

Tilraun til skilgreiningar er á þá leið að frétt er frásögn af atburði eða fyrirbæri sem almenning varðar um og ekki var áður kunnugt um. Einnig þarf að haga hugfast að fréttamaðurinn velur þá atburði sem hann fjallar um og mótar fréttina þó að hann fylgi þá oftast hefðum. Hann velur fréttaefnið eftir mikilvægi og...

category-iconHugvísindi

Í hvaða borgum og hvenær hafa nútímaólympíuleikarnir verið haldnir?

Um uppruna Ólympíuleikanna vísast til svars sama höfundar við spurningunni Hvenær voru fyrstu ólympíuleikarnir haldnir…? (Hér eru ekki taldir vetrarólympíuleikar.) Fyrstu Ólympíuleikar nútímans í Aþenu 1896. 1896 Aþenu, Grikklandi Fyrstu Ólympíuleikar í nútíma. 13 lönd tóku þátt. 1900 París, Frakklandi ...

category-iconÞjóðfræði

Hver er munurinn á þjóðtrú og hjátrú?

Jón Hnefill Aðalsteinsson segir í grein sinni um þjóðtrú í Íslenskri þjóðmenningu: Þjóðtrú er veigamikill og margslunginn þáttur þjóðmenningar og setur mark sitt á menningu flestra þjóða. Er átt við þjóðtrú í almennri og yfirgripsmikilli merkingu sem felur í sér hvaðeina af vettvangi hins yfirnáttúrulega og ós...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um egypska faraóinn Ramses II.?

Ramses II. eða Ramses hinn mikli var þriðji faraó Egyptalands og tilheyrði svonefndu 19. ættarveldi. Hann var sonur Seti I. og Tuyu drottningar. Ramses II. var uppi um 1292–1190 f.Kr. og stóð valdatími hans yfir frá um 1279 til 1213. Talið er að hann hafi verið 96 ára þegar hann lést og á löngum valdatíma lét hann...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er elsta þekkta heimild um galdrastafi á Íslandi?

Íslensk hefð galdrabóka, sem á alþjóðmálum kallast grimoires, hófst snemma á svonefndri lærdómsöld (1550–1750), sem þrátt fyrir nafnið var engan veginn laus við hjátrú. Fyrir miðja 16. öld urðu siðaskipti í landinu og tók lútherstrú við af kaþólsku. Ísland var þá hluti af danska konungsríkinu. Ströng opinber viðmi...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru Tyrkjarán framin í öðrum löndum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er vitað um sambærilega atburði og Tyrkjaránið annars staðar í N-Evrópu? Tyrkjaránið á Íslandi 1627 var einstakur atburður í afmarkaðri sögu landsins en hann var ekki einstæður í heimssögunni. Slík strandhögg voru alvanaleg í nokkrar aldir við Miðjarðarhafið. Segja má ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað gera íslenskufræðingar þegar þeir mæla með rithætti sem enginn í landinu notar, en allir skrifa á annan hátt?

Spyrjandi lét einnig fylgja með spurningunni: Það sem ég geri þegar ég er óviss um stafsetningu, er að slá því inn í Google. Fyrirfram er með 1,4 milljónir dæmi, fyrir fram með miklu færri. Hér verður gerð tilraun til að gefa þrjú möguleg svör við spurningunni en leggja verður áherslu á orðin „tilraun“ og „...

category-iconFornfræði

Hvers vegna tóku Rómverjar upp dýrkun á grísku guðunum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna tóku Rómverjar upp dýrkun á grísku guðunum og hver var munurinn á milli dýrkun Rómverja og Grikkja á guðunum? Bæði Grikkir og Rómverjar voru fjölgyðistrúar, það er trúðu á marga guði. Sumir grísku guðanna voru ævafornir indóevrópskir guðir sem höfðu fylgt G...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér um Wolfgang Amadeus Mozart, í grófum dráttum?

Wolfgang Amadeus Mozart (1756–1791) er frægasta undrabarn sögunnar og einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður sem uppi hefur verið. Óperur hans, sinfóníur, konsertar og kórverk eru lykilverk klassíska skeiðsins (þess tímabils tónlistarsögunnar sem varði frá um 1740–1820) og hann er almennt talinn einn mesti tónlistar...

category-iconHugvísindi

Hvert var hlutverk hinnar svokölluðu „joy division“ hjá nasistum í seinni heimsstyrjöldinni?

Með spurningunni er væntanlega átt við konur sem voru kynlífsþrælar og þóknuðust nasistum og öðrum í fangabúðum með grimmdarlegum og þaulskipulögðum hætti. Rétt er að taka fram að heitið „joy division“ var aldrei notað á þeim tíma og er seinna tíma slangur. Hljómsveitin Þegar maður sér nafnið „joy division“ ...

category-iconHeimspeki

Hver er tengingin milli grískrar heimspeki og heimspekinga miðalda?

Spurningin er viðamikil en í stuttu máli má segja að sú heimspekihefð sem varð til og mótaðist meðal Forngrikkja eigi sér órofa sögu sem teygir sig í gegnum Rómaveldi og miðaldir til okkar tíma, þótt hún teygi sig reyndar í aðrar áttir líka. Þessi hefð er stundum kölluð vestræn heimspeki. Þetta er ekki eina heimsp...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Við hvað störfuðu Íslendingar 1918?

Árið 1918 var meirihluti Íslendinga enn bændur og sjómenn sem sóttu af kappi í gögn lands og sjávar, en einnig var talsvert af fólki sem vann við heimilisþjónustu hjá öðrum. Værir þú uppi á þessum tíma er því líklegt að þú ynnir við landbúnaðarstörf, fiskveiðar og fiskvinnslu eða vinnumennsku sem innanhúshjú. Í þe...

category-iconHagfræði

Er ekki hægt að hætta notkun seðla og myntar á Íslandi?

Upprunalega spurningin var þessi: Í ljósi allra þeirrar tækni sem er til staðar í dag væri þá ekki auðveldlega hægt að hætta notkun seðla og myntar á Íslandi? Ef notkun seðla og myntar væri hætt og í staðinn yrðu aðeins leyfð rafræn viðskipti sem færu um miðlæga grunna væri þá ekki hægt að koma í veg fyrir nánast ...

Fleiri niðurstöður