Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 554 svör fundust
Hversu margir eru dýrlingar kaþólsku kirkjunnar?
Dýrlingar kaþólsku kirkjunnar eru líklega um 10.000 talsins en nákvæm tala þeirra er ekki þekkt. Fyrstu dýrlingarnir voru píslarvottar sem voru píndir og teknir af lífi fyrir trú sína í árdaga kristninnar. Kaþólska kirkjan tekur menn í dýrlingatölu eftir ákveðna rannsókn á verðleikum manna. Rannsóknin er framk...
Hvernig skrifar maður og stillir efnajöfnu?
Efnajöfnur eru notaðar til að lýsa þeim breytingum sem verða í efnahvörfum, það er að segja þegar tiltekin efnasambönd breytast í önnur. Sem dæmi getum við tekið óstöðugu sameindina N2O5 sem brotnar niður í NO2 og O2 við herbergishita. Þessu má lýsa með efnajöfnunni:N2O5 --> NO2 + O2Þar sem N2O5 brotnar niður er þ...
Hvað þýðir "í herrans nafni og 40" eins og Össur komst að orði þegar ný ríksstjórn tók við?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað þýðir "í herrans nafni og 40" eins og Össur Skarphéðinsson komst að orði í sjónvarpsviðtali eftir að ný ríksstjórn tók við völdum?Orðtakið í herrans nafni og fjörutíu er notað í merkingunni 'í guðanna bænum, fyrir alla muni'. Upphafleg notkun hefur verið trúarlegs eðlis...
Af hverju ryðja ár sig?
Að ár ryðji sig merkir að þær bjóti af sér ísinn.[1] Ár og læki leggur iðulega í vetrarfrostum. Þegar hlýnar byrjar ísinn að bráðna, vatnið sem bundið var í ís og snjó fer af stað, áin bólgnar, brýtur upp frekari ís og ber jaka og íshröngl með sér niður farveginn. Í bók sinni Vatns er þörf [2] lýsir Sigurjón Rist ...
Hvað er vitað um laxa?
Atlantshafslaxinn (Salmo salar) lifir í norðanverðu Atlantshafi. Hann finnst við strendur Norður-Ameríku, við Labrador í Kanada og allt suður til Connecticut í Bandaríkjunum. Hann lifir við suður- og austurströnd Grænlands, umhverfis Ísland og Færeyjar og við Bretlandseyjar. Atlanshafslaxinn finnst einnig við str...
Er 26 eina heila talan sem er klemmd milli ferningstölu og teningstölu?
Ferningstala er tala sem fæst með því að margfalda heila tölu við sjálfa sig. Dæmi um ferningstölur eru tölurnar $9 = 3 \cdot 3$ og $121 = (-11) \cdot (-11)$. Teningstala er tala sem fæst með því að margfalda heila tölu tvisvar við sjálfa sig. Dæmi um teningstölur eru tölurnar $64 = 4 \cdot 4 \cdot 4$ og $-2197 = ...
Hvað hefur Katla gosið oft og hvað er langt á milli gosa?
Kötlugos á sögulegum tíma eru um 20 talsins að frátöldu Eldgjárgosinu á tíundu öld. Miðað er við gos sem brutust upp úr jöklinum og skildu eftir sig gjóskulag í jarðvegi í nágrenni Mýrdalsjökuls. Hugsanlegt er að lítil gos sem ekki náðu að brjótast upp úr jökli hafi orðið öðru hverju milli stærri gosanna, síðast í...
Hver er munurinn á risasvartholi og venjulegum svartholum?
Vangaveltur um tilvist svarthola ná aftur til 18. aldar en það var ekki fyrr en eftir miðja 20. öld að stjörnufræðingar byrjuðu að finna fyrstu vísbendingar um tilvist þeirra. Í dag eru ótal sönnunargögn fyrir tilvist svarthola sem hafa orðið eitt helsta viðfangsefni stjarnvísinda og kennilegrar eðlisfræði. En það...
Hvenær gýs næst á Reykjanesskaga?
Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega „það er engin leið að vita það“. Það sem núna er að gerast við Grindavík kann að vera fyrsta vísbending um að næsta goshviða sé í aðsigi. Því skiptir höfuðmáli að vel sé fylgst með. Spurningunni er einnig hægt að svara í aðeins lengra máli en þar takast á tvö grundv...
Hver er skilgreiningin á þrepasönnun?
Spyrjandi bætir við: Má þrepasanna án þess að vera með gildi sitt hvoru megin við jafnaðarmerki? Er hægt að þrepasanna í orðum? Sönnun með þrepun, þrepasönnun, er ákveðin gerð stærðfræðisönnunar sem þráfaldlega er notuð til að sýna fram á að fullyrðing sé sönn (eða regla gildi) fyrir allar náttúrlegar tölur, þ...
Er vitað hversu margir Ísraelar fóru með Móse frá Egyptalandi?
Einfalda svarið við þessari spurningu felst í því að vísa til textans í 2. Mósebók 12:37-38. Þar segir að 600 þúsund Ísraelsmenn hafi yfirgefið Egyptaland – það er að segja karlmenn, fyrir utan konur og börn og mikinn fjölda fólks af ýmsum uppruna. Þar af leiðandi má ímynda sér á grundvelli þessa texta að hátt í t...
Mundi vindakerfi jarðar breytast mikið við það að jörðin væri fullkomlega hnöttótt?
Vindar á jörðinni stafa af mismuni í loftþrýstingi sem er til kominn af mismun í hitun loftsins milli svæða. Þættir á borð við snúning jarðar, viðnám við jörð og fasaskipti vatns hafa svo einnig áhrif á hvernig vindar blása. Þótt jörðin væri fullkomlega hnöttótt, þannig að öll fjöll væru jöfnuð út og ummál jar...
Hvað eru margar stjörnur í geimnum?
Þessari spurningu má skipta í tvennt og spyrja annars vegar hversu margar stjörnur við sjáum á næturhimninum og hins vegar hversu margar stjörnur eru í öllum alheiminum. Þótt stjörnurnar á himninum virðist næstum óteljandi eru í raun "aðeins" um 6000 stjörnur sem hægt er að greina með berum augum, við bestu aðs...
Getur hvönn valdið uppblæstri?
Hér á landi eru þrjár tegundir kenndar við hvönn, sæhvönn, geithvönn og ætihvönn. Hin síðastnefnda er langútbreiddust og væntanlega er átt við hana í spurningunni. Ætihvönn er í hópi þeirra tegunda íslensku flórunnar sem áreiðanlega hafa verið útbreiddari fyrir landnám en þær eru nú. Hún er sauðkindinni sérstak...
Hvar er miðpunktur Íslands?
Líta má á hugtakið miðpunktur á marga vegu. Landfræðilega væri réttast að segja að miðpunktur Íslands sé staðsettur þar sem fjarlægð frá sjó er mest til allra átta. Sá punktur er rétt sunnan Hofsjökuls á um það bil 18,9°V og 64,6°N, eins og sjá má á myndinni og er í 118,3 km fjarlægð frá sjó. Þetta kort sýnir...