Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2026 svör fundust
Getið þið leyst úr deilu milli mín og pabba um það hvort frumefnið vetni sé búið til úr vatni?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég og pabbi minn erum búin að vera í deilum í langan tíma vegna vetnis. Mér datt í hug að láta Vísindavefinn útkljá vandamálið. Vetni er frumefni. Vetni + súrefni búa til vatn, ekki satt? En vetni er ekki búið til úr vatni er það nokkuð? Efnaformúla vatns er H2O sem þýði...
Hvert er fjölmennasta sveitarfélag á Austurlandi?
Fjölmennasta sveitarfélag á Austurlandi er Fjarðabyggð með 3092 íbúa, en næst fjölmennustu sveitarfélögin eru Hornafjörður með 2370 íbúa og Austur-Hérað með 2024 íbúa. Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu v...
Hvert er algengasta tréð á Íslandi?
Langalgengasta tréð á Íslandi er ilmbjörk (Betula pubescens). Undanfarin 2 ár er ilmbjörk einnig mest gróðursetta trjátegundin á landinu. Birkiskógar og kjarr þekja um 120.000 hektara (ha) lands eða 1,2% af landinu öllu. Til samanburðar þekja allar aðrar trjátegundir samanlagt um 15.000 ha eða 0,15% af landinu. ...
Hvar varð öflugasti jarðskjálfti sem mælst hefur á jörðinni?
Samkvæmt upplýsingum frá Bandarísku jarðvísindastofnuninni (U.S. Geological Survey) eru stærstu jarðskjálftar sem mælst hafa frá því að mælingar hófust í byrjun síðust aldar eftirfarandi: StaðurDagsetningStærð 1 Chile22. maí 19609,5 2Alaska (Prince William Sound)28. mars 19649,2 3Indónesía (undan s...
Er hægt að beita genalækningum við sjúkdóminn DMD?
Þetta svar er eins konar framhald á svari okkar við spurningunni Er hugsanlegt að nota HIV-veiruna sem genaferju til að breyta erfðaefni sjúklinga með arfgenga sjúkdóma? Eins og þar segir er ein takmörkunin á því að nota lentiveirur sem genaferjur sú að þær geta líkt og retrógenaferjur almennt eingöngu flutt lítil...
Hver fann upp geislakolsaðferðina til að aldursgreina til dæmis risaeðlur, og hvenær gerðist það?
Efnafræðingar við háskólann í Chicago þróuðu geislakolsaðferðina á fimmta áratugnum. Fyrir rannsóknahópnum fór W. F. Libby sem lýsti aðferðinni í bók sem kom út árið 1952. Hann hlaut fyrir þetta Nóbelsverðlaun í efnafræði árið 1960. Fyrstu aldursgreiningu með geislakolsaðferð birtu Arnold og Libby árið 1949, og tí...
Hvaða trúarbrögð, sem eru stunduð enn þann dag í dag, eru elst?
Hér verður einnig svarað spurningunni: Hver algengustu trúarbragða nútímans eru elst? Verður sagt frá þeim trúarbrögðum sem flestir aðhyllast í heiminum í dag, kristni, íslam, hindúisma og búddisma. Auk þess verður fjallað um gyðingdóm sem fellur ekki í flokk útbreiddustu trúarbragða nú á tímum en sem er engu að s...
Hvernig og hvers vegna hófst stríðið milli Tsjetsjena og Rússa?
Rússar og Tsjetsjenar hafa löngum eldað grátt silfur saman. Áhrifa Rússa fer að gæta í norðurhluta Kákasus á tímum Péturs mikla um og eftir 1700. Á sléttunum norðan við Tsjetsjeníu á bökkum árinnar Terek réðu ríkjum svonefndir Terekkósakkar, sem komið höfðu þangað úr ýmsum áttum á tvö hundruð árum þar á undan. Hóf...
Hvaða sníkjudýr er þetta sem finnst í síldinni núna?
Sníkjudýrið Ichthyophonus hoferi er svipudýr (Choanoflagellata) í fiskum. Alls hefur þetta sníkjudýr fundist í meira en 70 fisktegundum, aðallega kaldsjávartegundum. Ichthyophonus hoferi hefur meðal annars fundist í laxi, síld og ýmsum tegundum flatfiska. Sníkillinn hefur valdið talsverðum skaða í lax- og silungse...
Hvaða hákarlategundir eru veiddir í dag við Íslandsstrendur?
Löng hefð er fyrir veiðum á hákarli á Íslandsmiðum. Þegar talað er um hákarlaveiðar við Ísland er nær einungis átt við veiðar á grænlandshákarli (Somniosus microcephalus). Nokkrar aðrar hákarlategundir koma þó í veiðarfæri skipa hér við land. Samkvæmt aflatölum Fiskistofu fyrir árið 2013 voru fimm tegundir háka...
Hver er uppruni orðsins kórvilla?
Í heild var spurningin svona: Hver er uppruni orðsins ,kórvilla’ og hvað er átt við með kór-? Samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:810) merkir nafnorðið kórvilla annars vegar ‘stórkostleg mistök, afdrifaríkt glappaskot, höfuðvilla’ en hins vegar ‘helsta rangfærsla í fræðikenningu, trúarsetningu’. Elsta dæmi í r...
Eru til margar gerðir af marglyttum? Eru þær miseitraðar og hvers vegna svíður okkur í hörundið undan þeim?
Til eru fjölmargar tegundir af marglyttum, sennilega um 200. Sumar tegundir geta orðið allt að 2 metrar í þvermál. Brennihvelja (Cyanea capillata) er ein stærsta marglyttutegund heims, getur orðið allt að 2 metrar í þvermál. Þessi tegund finnst við Ísland en ekki svona stórir einstaklingar. Ástæðan fyrir þv...
Hvers vegna er Ingólfur Arnarson talinn fyrsti landnámsmaðurinn þegar Papar og fleiri menn fundu Ísland á undan honum?
Ingólfur Arnarson er talinn vera fyrsti landnámsmaðurinn í þeirri merkingu að hann er fyrsti maðurinn sem hóf hér skipulega og varanlega búsetu. Heimildir um landnámsmanninn Ingólf er meðal annars að finna í Landnámu og Íslendingabók. Um heimildargildi Landnámu er hægt að lesa um í svari við spurningunni Hvert...
Af hverju hefur Merkúríus svona stóran járnkjarna?
Hér er einnig að finna svar við eftirfarandi spurningum:Af hverju er reikistjarnan sem er næst sólu ekki bráðnuð fyrst hún er að megninu til úr málmi? (Rán Ólafsdóttir, f. 1992)Er gull á Merkúríusi? (Axel Michelsen, f. 1992)Af hverju er svona mikill munur á hitastigi á nóttu og degi á Merkúríusi? (Margrét Lilja)Me...
Er auðveldara að læra stærðfræði með venjulegri aðferð en með Trachtenberg-aðferðinni?
Þessari spurningu er erfitt að svara afdráttarlaust. Áhangendur Trachtenberg-kerfisins halda því fram að þeirra kerfi sé einfaldara og auðlærðara. Máli sínu til stuðnings nefna þeir sögur af því hvernig Trachtenberg-kerfið hefur bylt árangri krakka sem hafa ekki haft neinn áhuga á reikningi. Ekki er þó víst að þet...