Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 370 svör fundust
Hvernig er brugðist við athugasemdum á Vísindavefnum?
Vísindavefnum berast stundum athugasemdir við svör á vefnum, enda eru lesendur beinlínis hvattir til að senda tölvupóst eða koma skilaboðum á annan hátt til vefsins ef þeir sjá eitthvað sem þeim sýnist athugavert. Stundum snúast athugasemdirnar um smáatriði eins og stafavíxl, vitlaust ártal, ónákvæmni í meðferð ve...
Hvað eru hrævareldar og hvar er þeirra getið í innlendum og erlendum heimildum?
Hrævareldar eru flöktandi ljós sem sjást að næturlagi yfir mýrum. Yfirleitt er þá metangas að brenna en það myndast við sundrun jurtaleifa í mýrum. Engin ástæða er til að ætla annað en að fyrirbærið hafi verið þekkt frá alda öðli. Það er nefnt í gömlum íslenskum textum og til að mynda eru ensku orðin um fyrirbærið...
Er þögn lykillinn að hamingju?
Við höldum að þögn geti stundum verið lykillinn að hamingju og stundum ekki. Okkur er ekki kunnugt um neina almenna reglu um slíkt. Né heldur höfum við heyrt um rannsóknir á efninu, en kannski væri hægt að mæla fylgni milli þagnar og hamingju. En ef slík fylgni fyndist þyrfti síðan að sýna fram á orsakatengsl mill...
Var Kleópatra til? Ef svo er, hvar hvílir hún?
Vissulega var Kleópatra til og margar heimildir eru til um hina einu sönnu Kleópötru (þá sjöundu í röð egypskra drottninga sem báru það nafn). Sagnfræðingar deila nokkuð um áreiðanleika þessara heimilda og ýmsar þeirra hafa á sér þjóðsagnakenndan blæ. Listamenn hafa sótt sér efnivið í þann arf, þeirra á meðal Will...
Hafa fjölmiðlar áhrif á þróun íslenskrar tungu?
Vissulega geta fjölmiðlar haft áhrif á málfar almennings bæði til ills og góðs en mikilvægt er að þeir sýni gott fordæmi í hvívetna. Þeir eiga að vera fyrirmynd um vandað mál. Allir, sem orðnir eru læsir, lesa eitthvað í dagblöðum nær daglega og allir hlusta á útvarp og/eða sjónvarp. Ef við lítum fyrst á prent...
Ef þetta er spurning hvert er þá svarið?
Við skulum byrja á því að skoða orðið "þetta" í setningunni sem er skrifuð í spurningarreitinn. Í málfræðinni er "þetta" flokkað sem ábendingarfornafn og í málspekinni er talað um ábendingarorð (e. indexicals), samanber svör Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunum Hvenær er núna? og Hvað er þetta? Í báðum...
Á hvaða tíðnisviði heyrir maðurinn best?
Það er tíðni hljóða sem ræður hvað mestu um hvernig við skynjum tónhæð þeirra, en tíðni er að jafnaði gefin upp í sveiflum á sekúndu eða í Hz. Að jafnaði geta menn heyrt hljóð frá tíðninni 20 Hz (mjög dimmir eða djúpir tónar) upp í 20.000 Hz (mjög bjartir eða skærir tónar). Eins og spyrjandi virðist vita ...
Hvað merkir þessi stafaruna sem rituð er með rúnum á trjábút: RB FIR KUI KLK IBBII?
Spyrjandi á líklega við rúnirnar á pínulitlu spýtubroti sem fannst í Viðey 1993 og er nú geymt á Árbæjarsafni. Við fornleifarannsóknir í Viðey fannst brot úr rúnakefli í rúst skála nokkurs. Brotið fannst í röskuðu lagi og er álitið að gólfskánin* sé frá 10. eða 11. öld. Rúnirnar sjálfar benda þó fremur til 11. ald...
Hversu áreiðanlegir eru fjölmiðlar?
Á árunum 2002 til 2003 var framkvæmd ítarleg rannsókn á áreiðanleika bandarískra dagblaða. Haft var samband við rúmlega 5000 manns sem vitnað hafði verið til í 22 dagblöðum í 17 stórborgum. Sá sem stóð fyrir rannsókninni, Philip Meyer, prófessor í blaðamennsku við Norður-Karolínuháskóla í Chapel Hill hafði sjálfur...
Hver er líkamlega erfiðasta íþrótt í heimi?
Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör og ber að taka öllu því sem kemur hér á eftir með ákveðnum fyrirvara enda þetta svar einungis gert til gamans. Mjög viðamikla rannsókn þyrfti til að skera úr um óyggjandi svar við ofangreindri spurningu. Spurningin þrengir þó töluvert það sem þyrfti að skoða. Hér þarf ek...
Hversu langt frá jörðinni er Hubble-sjónaukinn? Er hann á hreyfingu?
Hubble-sjónaukinn er kenndur við bandaríska stjarnvísindamanninn Edwin Powell Hubble (1889-1953) en hann sýndi fram á að alheimurinn er miklu stærri en menn höfðu áður talið og einnig að heimurinn er stöðugt að þenjast út með ákveðnum hætti. Var sú uppgötvun byrjunin á þeirri þróun sem leiddi síðar til kenningarin...
Geta lýs fylgt nýju parketi?
Svonefnd parketlús (Dorypteryx domestica) lifir alfarið innanhúss, í híbýlum, og er á ferli allt árið á öllum þroskastigum. Hún lifir á myglusveppum öðru fremur, einkum í nýbyggðum húsum þar sem parket hefur verið lagt á gólf fyrr en skynsamlegt er. Skilyrði skapast fyrir sveppagróður undir parketi þar sem það hef...
Er eitthvert vit í vísindaheimspeki?
Vísindaheimspeki er viðfangsefni janúarmánaðar á Vísindavefnum. Þá reynum við að svara þeim fjölmörgu spurningum um eðli vísinda sem spyrjendur hafa sent vefnum. Í fyrstu viku janúarmánaðar var aðallega fjallað um lögmál: Hver er munurinn á kenningu og lögmáli? Hvað er lögmál um framboð og eftirspurn í ha...
Væri ólöglegt að setja upp tollhlið við Seltjarnarnes?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Væri ólöglegt að setja upp tollhlið við Seltjarnarnes, ef svo er, hvers vegna? Tollsvæði íslenska ríkisins er eins og segir í tollalögum landið ásamt eyjum og útskerjum sem því tilheyra, svo og tólf mílna landhelgi umhverfis það eins og hún er afmörkuð í lögum um la...
Hvað er ritstuldur?
Erlend heiti um það sem við nefnum ritstuld eru dregin af latneskum stofni sem kemur fram í sögninni plagiare sem merkir bókstaflega að stela annarra manna þræl eða hneppa frjálsan mann í þrældóm. Á ensku er talað um 'plagiarism' og á frönsku 'plagiat' en þessi orð eru ekki eingöngu höfð um "stuld" eða misnotkun á...