Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 810 svör fundust
Hver var Anaxagóras og hvað er merkilegt sem hann sagði eða gerði?
Anaxagóras (500 – 428 f. Kr.) var grískur heimspekingur frá borginni Klazomenæ í Jóníu í Litlu-Asíu. Hann var auðugur maður en gaf ættingjum sínum eigur sínar og helgaði sig heimspekinni í staðinn. Um miðbik 5. aldar f. Kr. fluttist Anaxagóras til Aþenu þar sem hann bjó og starfaði í um tvo eða þrjá áratugi. Hann ...
Getur verið banvænt að taka inn LSD og getur efnið valdið geðveiki?
Ekki eru þekkt dæmi um að of stórir skammtar af LSD hafi beinlínis valdið dauða en sál- og geðræn áhrif efnisins geta hæglega verið banvæn. LSD (lýsergsýruetýlamín) er ofskynjunarefni sem breytir skynjun, hugsunum og tilfinningum fólks. Ofskynjun getur náð til allra skynfæra, það er hún getur komið fram í sjón...
Hvað er rafgas (plasma)? Er hægt að framleiða það á rannsóknarstofu?
Rafgas er gas sem er jónað að hluta eða að fullu og inniheldur rafeindir, jónir, hlutlausar frumeindir og sameindir. Fulljónað rafgas inniheldur einungis rafeindir og jónir en hlutjónað rafgas inniheldur jafnframt hlutlausar agnir. Megnið af alheiminum er rafgas. Iður stjarna og gufuhvolf þeirra, gaskennd geimþoka...
Var Einstein samkynhneigður?
Nokkuð hefur verið ritað um Einstein og framlag hans til vísindanna hér á Vísindavefnum, enda ástæða til þar sem hann var einn fremsti eðlisfræðingur allra tíma. Hingað til hefur hins vegar ekki verið fjallað hér um kynhneigð Einsteins og er ástæðan einfaldlega að hún skiptir harla litlu máli í samanburði við k...
Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til?
Svarið er nei. En vísindamenn gera eftir sem áður fyllilega ráð fyrir því að líf sé að finna utan jarðar. Galdurinn er bara að finna lífverurnar og sannfærast um tilvist þeirra. Af þeim stöðum sem við höfum þekkt til skamms tíma eru aðstæður á reikistjörnunni Mars einna líkastar þeim sem ríkja hér á jörðinni. ...
Hvaða staðreyndir eru til um vatn á Mars?
Í lok september 2015 staðfestu vísindamenn hjá NASA að fundist hefði rennandi vatn á Mars. Í raun er þetta ekki ný uppgötvun heldur frekar staðfesting á því sem vísindamenn menn töldu sig hafa greint á myndum fyrir nokkrum árum. Lengi hefur verið vitað að ís er að finna undir yfirborðinu á Mars, bæði á pólunum...
Hversu langt er í að hægt verði að skapa líf á rannsóknarstofum?
Enginn veit hvernig líf myndaðist á jörðinni. Þrátt fyrir margvíslegar tilraunir og ótal skemmtilegar hugmyndir ríkir alger óvissa um fyrstu skrefin í náttúrulegri "sköpun" lífsins á jörðinni. Til dæmis er það mikil ráðgáta hvernig fyrsta erfðaefnið myndaðist og úr hvaða efni það var samsett. Sumir halda að þa...
Er hugsanlegt að maðurinn geti lifað á öðrum plánetum með hjálp tækninnar?
Svarið er já; það er tvímælalaust talið hugsanlegt að menn geti lifað á öðrum plánetum. Til þess þyrfti þó vafalítið "hjálp tækninnar" eins og spyrjendur segja, að minnsta kosti fyrst í stað. Við fyrstu sýn kann að virðast nauðsynlegt að skipta svarinu í tvennt eftir því hvort átt er við reikistjörnur í sólkerf...
Hvað eru örverur?
Örverur (e. microbes, microorganism) eru ekki vel skilgreint líffræðilegt hugtak heldur safnheiti yfir smásæjar lífverur sem ekki er hægt að greina með berum augum. Þetta geta verið einfrumungar, hvort sem er heilkjarna eða dreifkjarna, en einnig smásæir fjölfrumungar. Fræðigreinin sem fjallar um þessar lífve...
Verður jörðin einhver tímann útdauð?
Svarið er já; jörðin á eftir að eyðast endanlega þegar sólin þenst út og gleypir hana. Þetta gerist þó ekki í bráð heldur er talið að það verði eftir um það bil 8 milljarða ára. Það er gríðarlega langur tími, lengri en aldur jarðarinnar núna (4,6 milljarðar ára), og miklu lengri en svo að við getum skilið það alme...
Hvaða líkur eru á að menn geti flust til annarra reikistjarna, og hvernig færum við þá að því?
Þetta er erfið spurning og umdeild eins og gengur því að vísindamenn eru ekki allir eins, frekar en annað fólk. Sumir eru eldhugar og bjartsýnismenn og halda að við getum flutt til Mars; það sé „ekkert mál“ eins og nú tíðkast að segja. Aðrir eru „jarð“bundnari og telja öll tormerki á að við getum komist til annarr...
Hvað er algebra og til hvers er hún kennd í skólum?
Vignir Már Lýðsson spurði: "Hvað er algebra? Getið þið gefið mér dæmi?" Halldór Berg Harðarson spurði: "Hver er tilgangurinn með því að kenna algebru í grunnskóla?"Í venjulegum reikningi, til dæmis þegar verð einstakra hluta í innkaupakerru eru lögð saman til að finna út heildarverðið, er unnið með tölur. Hver var...
Hvernig urðu öll trúarbrögð til?
Þessari spurningu er erfitt að svara. Fyrir það fyrsta er erfitt að skilgreina hugtakið trúarbrögð. Og einnig er erfitt að gera sér grein fyrir hvar einum trúarbrögðum lýkur og hvar þau næstu taka við. Er kristni ein tegund trúarbragða eða eru eru hinir ýmsu "skólar" innan kristninnar sérstök trúarbrögð? Og þurfum...
Hver er miðpunktur alheimsins?
Í eina tíð héldu menn einfaldlega að við mennirnir værum miðpunktur alheimsins, eða kannski öllu heldur heimkynni okkar, jörðin. Hún væri í miðju sólkerfisins og einnig í miðju kúlunnar sem menn töldu fastastjörnurnar sitja á. -- Einstaka menn efuðust um þessa heimsmynd, til dæmis hjá Forngrikkjum nokkrum öldum fy...
Sýna þeir sem hafa verið misnotaðir kynferðislega í æsku einhver einkenni þess síðar í lífinu, til dæmis í kynlífi?
Rannsóknir á áhrifum kynferðisofbeldis á börn og afleiðingum þess síðar á ævinni, hafa hingað til einkum beinst að stúlkum og konum, sem beittar hafa verið slíku ofbeldi í bernsku. Ástæða þessa er væntanlega sú að stúlkubörn virðast oftar vera fórnarlömb kynferðisofbeldis en drengir. Svarið byggist því á rannsóknu...