Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 246 svör fundust
Hverjar eru helstu hættur pokadýra, eiga þau einhverja óvini, og hverja þá?
Ástralía hefur gengið í gegnum miklar breytingar eftir komu Evrópumanna þangað. Á síðustu 200 árum hafa 10 tegundir og 6 undirtegundir pokadýra dáið út í Ástralíu og 55 tegundir eru nú í mikilli hættu, aðallega vegna eyðingu búsvæða og innfluttra dýra. Þótt hlutfallslega mjög fáir búi í Ástralíu (svipaður þétt...
Hvað getið þið sagt mér um kattardýrið jagúar?
Jagúar (Panthera onca) er þriðja stærsta kattardýr heims og það stærsta sem lifir villt í nýja heiminum. Það er óhætt að segja að jagúarinn lifi í skugga stóru kattardýra gamla heimsins enda margt í líffræði hans sem er lítt þekkt, samanborið við stóru frændur hans, ljón og tígrisdýr. Jagúarinn er svokallað top...
Hvað greiðir ríkissjóður mikið á ári til landbúnaðar á Íslandi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað greiðir ríkissjóður árlega mikið í formi beinna og óbeinna styrkja til landbúnaðar á Íslandi? Í aðdraganda og kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar óttuðust stjórnvöld víða um heim að standa frammi fyrir matarskorti. Tollar á landbúnaðarafurðir voru hækkaðir í þeirri v...
Hver var Erwin Schrödinger og hvert var framlag hans til skammtafræðinnar?
Austurríski eðlisfræðingurinn Erwin Schrödinger (f. 12.8. 1887 í Vín, d. þar 4.1. 1961) var einn af frumkvöðlum skammtafræðinnar og meðal merkustu vísindamanna tuttugustu aldar. Bylgjujafnan, sem hann setti fram árið 1926 og við hann er kennd, er lykillinn að skilningi nútímaeðlisfræði á gerð og hegðun frumeinda o...
Eru til reglur um það hvenær nafnorð er kk., kvk. eða hk.? Fyrir útlending dugir ekki að bæta við greini.
Í íslensku hafa nafnorð nær alltaf fast kyn og sjaldnast er hægt að sjá af stofninum einum hvert kyn orðsins er. Aðeins fá dæmi eru þess að sama orðið sé til í fleiri en einu kyni. Það á þó til dæmis við um orð eins og hveiti og jógúrt, sem til eru bæði í hvorugkyni og kvenkyni, og regnskúr sem bæði er notað í kar...
Hvernig er samfélag katta í borgum eins og til dæmis í Reykjavík?
Kettir hafa fylgt manninum í þúsundir ára og eru afar algeng húsdýr bæði í þéttbýli og dreifbýli. Skipta má borgarköttum í tvo meginflokka, annars vegar heimilisketti og hins vegar villiketti eða heimilislausa ketti. Mörkin þarna á milli eru ekki alltaf skýr þar sem heimiliskettir geta verið hálfvilltir í öllu at...
Hvernig á maður að heilla fyrrverandi kærustuna sína þannig að hún vilji mann aftur?
Sambandsslit og hjartasárin sem þeim fylgja eru eitthvað sem flestir landsmenn þekkja. Fyrir utan þann andlega sársauka sem fólk í ástarsorg finnur fyrir, þá hafa nýlegar rannsóknir sýnt að áfallið sem fylgir sambandsslitum getur beinlínis haft heilsuspillandi áhrif. Það er því ekki nema von að lesendur velti fyri...
Hver er staða kvenna innan Kwermin-ættflokksins í Papúa Nýju-Gíneu?
Fyrst verð ég að leiðrétta þann misskilning að Kwermin-fólkið sé einn ættflokkur. Svo er ekki heldur vísar nafnið Kwermin til fólks af ólíkum ættflokkum sem býr á tilteknu landsvæði í fjallendi Papúa Nýju-Gíneu. Staða Kwermin-kvenna hefur breyst mjög mikið á undanförnum áratugum, eða frá því að fulltrúar áströl...
Hvernig nýtast segulkraftar til að létta á lestum, minnka viðnám og auka hraðann? Hver er eðlisfræðin að baki?
Við höfum öll leikið okkur að seglum og komist að því að sumir málmar dragast að segli og sumir þeirra seglast. Þeir málmar sem seglast, það er að segja verka sem segull eftir að upphaflegi segullinn er tekinn í burtu, eru kallaðir járnseglandi (e. ferromagnetic). Málmar sem ekki halda segluninni en dragast þó að ...
Ef krókódílar voru uppi á sama tíma og risaeðlur af hverju dóu þeir þá ekki út?
Allmikið hefur verið rætt um útdauða dýra og plantna á mörkum Krítar- og Tertíertímabila, fyrir um 66 milljón árum. Margir telja að loftslagsbreytingar í kjölfar mikilla breytinga á landi og grunnhöfum hafi átt mestan þátt í þessum útdauða. Í lok Krítartímabilsins virðist hafa átt sér stað mikil afflæði (e. regres...
Hvaða dýr éta geitungar og hvaða óvini eiga þeir?
Þær þrjár tegundir geitunga sem lifa hér á landi ná sér í hunangslögg úr blómplöntum og veiða skordýr og aðra hryggleysingja auk þess sem þær leita sér fæðu víða annars staðar. Holugeitungur (Vespula vulgaris) leitar auk þess í ýmsar fæðuleifar sem hann kemst í. Sorp getur þannig laðað að sér holugeitunga. Vespul...
Hvernig er áfengi dregið úr bjór þannig að hann megi kallast óáfengur?
Árlega eru framleiddir um 180 milljarðar (180.000.000.000) lítra af bjór í heiminum og ef við gefum okkur að framleiðslan sé í takt við neyslu þá eru 493 milljónir (493.000.000) lítra drukknir daglega. Íslendingar drekka samtals um 65 þúsund lítra af bjór á sólarhring eða um 80 lítra á mann á ári. Við bruggun l...
Hvað er NAFTA og hver er munurinn á uppbyggingu þess og ESB?
Skammstöfunin NAFTA stendur fyrir North American Free Trade Agreement eða Fríverslunarsamning Norður-Ameríku. Bandaríkin, Kanada og Mexíkó eru aðilar að samningnum sem tryggir fríverslun milli landanna. *** Í 102. gr. samningsins kemur fram hver markmið hans eru: ryðja úr vegi viðskiptahindrunum og stuðla ...
Af hverju verður fólk stressað?
Orsakir streitu geta verið margvíslegar. Hægt er að fá fram streituviðbrögð hjá tilraunadýrum með áreitum á borð við kulda, hávaða, hormón, raflost og sýkla. Einnig hafa mun flóknari streituvaldar verið rannsakaðir, til dæmis áhrif breytinga og áfalla á heilsufar, tengsl mataræðis og streitu, áhrif mengunar, búset...
Hvað getur þú sagt mér um sléttuúlfa?
Sléttuúlfar (Canis latrans) nefnast á ensku coyote eða praire wolf. Þessa nafngift má líklega rekja til upprunalegra heimkynna þeirra á sléttum Norður-Ameríku. Orðið coyote kemur hins vegar af orðinu couytl í máli Nahutl-indjána sem bjuggu á svæðum sem tilheyra í dag Mexíkó. Latneska heiti þeirra merkir hins vegar...