Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 460 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætu vísundar lifað villtir í íslenskri náttúru?

Það er óhætt að fullyrða að jafn stór gresjudýr og amerískur vísundur (Bison bison) ætti erfitt með að lifa á íslenskum heiðum inn til landsins. Helsta ástæðan fyrir því væri gróðurfarið sem hér er og jafnvel gróðurleysið. Í Norður-Ameríku eru gresjurnar sem vísundarnir lifa á ólíkt gróðursælli en hér, auk þess se...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ef fólk heldur áfram að menga sjóinn deyja þá allir fiskarnir í sjónum?

Þetta er nú líklega einum of djúpt tekið í árina. Lífríki sjávar er afar fjölskrúðugt. Þar eru fjöldamargar tegundir fiska sem lifa við alls konar skilyrði, í köldum sjó eða heitum, djúpt eða grunnt, í mjög söltu vatni eða næstum fersku, í sjó með mismunandi efnasamsetningu og svo framvegis og svo framvegis. Tegun...

category-iconTrúarbrögð

Hver er munurinn á dómkirkju og venjulegri kirkju?

Kirkja er guðshús kristinna manna. Orðið á sér hliðstæðu í mörgum tungumálum; á ensku er notað orðið church, kyrka í sænsku og kirke í dönsku. Öll eru orðin komin af gríska orðinu kyriakón, sem þýðir 'það sem tilheyrir drottni' eða 'hús drottins'. Dómkirkja er kirkja þar sem biskup, erkibiskup, patríark eða pá...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er lífsferill hrognkelsa?

Löng hefð er fyrir því að kalla hrognkelsi (Cyclopterus lumpus) tveimur nöfnum, hrygnan er nefnd grásleppa og hængurinn rauðmagi. Rannsóknir á hrognkelsum sýna að þau snúa aftur til uppeldisstöðva sinna til að hrygna og halda tryggð við svæðið ár eftir ár. Áður en að hrygningargöngu kemur halda hrognkelsi til ...

category-iconJarðvísindi

Hver er stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur á Íslandi og hversu stór var hann?

Stærsti jarðskjálfti á sögulegum tíma á Íslandi er gjarnan talinn vera skjálftinn á Suðurlandi 14. ágúst 1784. Stærð hans hefur verið metin 7,1. Þessi stærð er að sjálfsögðu ekki fengin með mælingum enda komu skjálftamælar ekki til sögunnar fyrr en rúmri öld síðar. Stærðin er fengin með því að bera áhrif skjálftan...

category-iconHugvísindi

Hver eru meginatriðin í íslamstrú?

Múslímar nefnast þeir sem játa íslamstrú. Þeir skiptast í nokkrar fylkingar og nefnast tvær stærstu súnnítar og sjítar. Aðrir hópar innan íslam eru til dæmis vahabítar og ísmaelítar. Það sem allar fylkingarnar innan íslam eiga sameiginlegt, er trúin á einn guð, Allah, og að spámaður hans, Múhameð, hafi fyrir op...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig starfa líffæri meltingakerfisins saman og hvaða efnaskipti fara þar fram?

Fæða er líkamanum nauðsynleg af tveimur meginástæðum. Í fyrsta lagi er hún eldsneyti þar sem hún gefur frumum þá orku sem þarf til að framkvæma efnabreytingar og knýja líkamsstarfsemi eins og vöðvasamdrátt, flutning taugaboða, efnaseyti og efnaupptöku. Í öðru lagi er fæða hráefni því að í henni eru alls kyns nærin...

category-iconTölvunarfræði

Hvernig er best að geyma stafræn gögn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað endast tölvugögn lengst með núverandi tækni, svo sem á harðdiskum, minnislyklum og geisladiskum? Ef trúa má "Gróu á Neti" er hámarkstími um 30 ár. Varla viðunandi fyrir einstaklinga, hvað þá bóka- og skjalasöfn. En hvaða úrræði standa þá helzt til boða? Þetta er s...

category-iconLífvísindi: almennt

Gerir prótín eitthvað annað en byggja upp vöðva?

Prótín eru stórar og flóknar sameindir gerðar úr byggingareiningum sem kallast amínósýrur. Allar frumur innihalda prótín í mismiklu magni en þar gegna þau bæði hlutverki byggingarefnis og vinnueininga. Nokkur hundruð amínósýrur eru þekktar en aðeins 20 eru notaðar til að smíða prótín. Amínósýrur tengjast saman með...

category-iconHugvísindi

Hverjar voru áætlanir Þjóðverja um að ráðast inn í Ísland í seinni heimsstyrjöldinni?

Adolf Hitler varð æfur þegar hann frétti að Bretar hefðu hernumið Íslandi þann 10. maí 1940 og gaf í kjölfarið foringjum sínum í þýska flotanum fyrirskipun um að undirbúa innrás. Skömmu síðar kynntu þeir fyrir honum hernaðaráætlunina Íkarus (þ. Fall Ikarus) sem byggðist á því að innrásarfloti myndi laumast framhjá...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér innrásina í Normandí?

Í byrjun árs 1944 var orðið ljóst að Þjóðverjar væru að tapa heimsstyrjöldinni. Þeir höfðu borið lægri hlut í baráttunni um Atlantshafið og Sovétmenn höfðu snúið vörn í sókn á austurvígstöðvunum. Við Miðjarðarhaf höfðu bandamenn náð að hrekja Þjóðverja úr Afríku og ráðast inn í bæði Sikiley og Ítalíu. Þjóðverjar h...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er margmiðlun?

Margmiðlun er í raun sú aðferð að nota tvo eða fleiri miðla saman til að koma efni á framfæri. Þessir miðlar geta verið hljóð, myndir, kvikmyndir, texti, tónlist, gröf eða annað slíkt. Oftast þegar rætt er um margmiðlun er átt við margmiðlun í tölvum. Hún felur í sér getu tölva til að samþætta ofangreinda miðla í ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er glerharpa?

Glerharpan er sérkennilegt hljóðfæri sem fundið var upp af vísinda- og stjórnmálamanninum Benjamin Franklin árið 1761. Glerharpan á rætur sínar að rekja alla leið til Asíu þar sem spilað var á bæði bolla og skálar úr málmi. Á 15. öld tóku Evrópumenn upp þennan sið, en notuðu fremur glerglös til að framkalla tón...

category-iconVísindi almennt

Hvað er nýsköpun?

Nýsköpun í sinni einföldustu mynd er að skapa eða búa til eitthvað nýtt sem og endurbæta það sem þegar er til staðar. Á þetta jafnt við um nýja eða endurbætta vöru, þjónustu, tækni, aðferðafræði, framleiðsluaðferð, stjórnskipulag eða leið til sölu- og markaðssetningar. Nýsköpun er ekki það sama og ný hugmynd heldu...

category-iconLögfræði

Hvar finn ég orðskýringar á hvað hugtök á borð við „innflutningur, heildsala og smásala“ þýða, aðallega í lagalegu tilliti?

Best er að leita að lagalegri þýðingu einstakra orða í bókinni Lögfræðiorðabók með skýringum sem gefin var út af Bókaútgáfunni Codex og Lagastofnun Háskóla Íslands árið 2008 undir ritstjórn Páls Sigurðssonar prófessors. Ef orðið sem leitað er að er ekki að finna í því ágæta riti er hægt að fá almennari merkingu þe...

Fleiri niðurstöður