Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 197 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjar eru helstu tegundir jarðskjálftabylgna?

Jarðskjálftabylgjur skiptast í tvo aðalflokka. Annars vegar eru svokallaðar rúmbylgjur sem skiptast aftur í P-bylgjur og S-bylgjur. Báðar þessar tegundir ferðast um allt fast efni jarðar og P-bylgjur auk þess um vökva svo sem bergkviku og vatn. Hinn meginflokkurinn nefnist yfirborðsbylgjur. Þær halda sig að mestu ...

category-iconTrúarbrögð

Hvert fer sálin þegar maður deyr?

Þetta svar er samið frá sjónarhóli guðfræðinnar og segir aðeins frá hugmyndum kristinna manna um tilveru eftir dauðann. -- Í kristinni trú þykir ljóst að menn munu eftir dauðann, að lokum, hafna ýmist í helvíti eða himnaríki. Yfirleitt er svo litið á að þangað fari maðurinn allur, sál hans og líkami, sem óaðskilja...

category-iconHeimspeki

Hvað eru sleipurök?

Fótfesturökin Undirritaður hefur ekki rekist á íslenska orðið sleipurök áður en líklegt er að átt sé við tegund raka sem á ensku heitir slippery slope, og kallast yfirleitt fótfesturök á íslensku. Fótfesturök eru notuð til þess að vara einhvern við því að fallast á tiltekið atriði því þá þurfi sá hinn sami ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hverjar eru allar tegundir naggrísa?

Það hefur lengi verið ágreiningur meðal dýra- og flokkunarfræðinga um hvernig eigi að flokka naggrísi. Almennt ríkir sátt um að naggrísir séu flokkaðir í naggrísaætt (Caviidae) og því næst í tvær undirættir, eiginlega naggrísi (Caviinae) og mörur (Dolichotinae). Eiginlegir naggrísir greinast síðan í 4 ættkvíslir,...

category-iconLæknisfræði

Getur maður fengið hlaupabólu tvisvar sinnum?

Hér er einnig svarað spurningunum:Fá allir krakkar hlaupabólu? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir of mikinn kláða þegar fólk fær hlaupabólu? Það er ekki víst að allir krakkar fái hlaupabólu, en margir fá hana þar sem hlaupabóla er mjög smitandi sjúkdómur sem berst fyrst og fremst á milli barna. Hlaupabóla orsa...

category-iconLæknisfræði

Eru til einhver ráð til þess að sofa betur?

Svefnþörf og svefntími er einstaklingsbundinn. Sumir eru endurnærðir eftir 6 tíma svefn, en öðrum nægir ekki minna en 9 tímar. Þá eru sumir nátthrafnar, en aðrir morgunhanar. Svefntruflanir eru algeng ástæða þess að fólk leitar læknis og er talið að um fimmtungur íbúa á Vesturlöndum glími við truflaðan svefn e...

category-iconFöstudagssvar

Geta uppvakningar orðið til?

Eins og allir vita sem hafa séð vandaðar heimildarmyndir á borð við Night of the Living Dead og 28 Days Later, þá eru uppvakningar jafn samofnir veruleikanum og skattar eru launaumslaginu eða dauðinn lífinu. Reglulega koma upp uppvakningafaraldrar í Bandaríkjunum og Bretlandi, en minna hefur sést til þeirra á megi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er hægt að raða tíu kúlum í tíu glös á marga mismunandi vegu?

Hér höfum við ákveðinn fjölda hluta, sem við ætlum að raða í sama fjölda sæta. Vandamál af þessu tagi koma oft upp í strjálli stærðfræði eða tölvunarfræði, þar sem röð hluta skiptir máli. Í staðinn fyrir að leysa upphaflega vandamálið, sem er tiltölulega afmarkað, þá getum við skoðað aðeins almennari spurningu: Se...

category-iconHugvísindi

Af hverju er málverkið af Mónu Lísu svona frægt? Eru til fleiri gerðir af því en ein?

Leonardó da Vinci: La Gioconda (Móna Lísa), máluð 1503-1506. Hæð 77 cm; Lengd 53 cm. Heimild: Wikimedia Commons. Leonardó da Vinci (1452-1519) málaði Mónu Lísu eða La Gioconda, eins og verkið er kallað víðast utan hins enskumælandi heims, í Flórens rétt upp úr aldamótunum 1500, og hann málaði hana aðeins einu s...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað orsakar beinþynningu?

Beinþynning er sjúkdómur sem hrjáir einkum konur (um 80% eru konur). Beinmassi kvenna nær hámarki nálægt 30-35 ára aldri, fer hægt minnkandi eftir það en nálægt tíðahvörfum verður hreinlega hrun á beinum sumra kvenna sem geta tapað 20-30% beinmassans á örfáum árum. Þetta getur haft mjög alvarlegar afleiðingar með ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Búa grænar geimverur á Mars?

Í svari við spurningunni Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars? ræðir Þorsteinn Þorsteinsson mismunandi kenningar um þetta efni sem skotið hafa upp kollinum í gegnum tíðina. Eldri kenningar gerðu greinilega ráð fyrir að lífverur sem hugsanlega gætu búið á Mars væru líkar manninum á ýmsan hátt, til dæmi...

category-iconTrúarbrögð

Hvaðan komu gjafirnar sem Jesúbarninu voru færðar og til hvers voru þær notaðar?

Á gull er minnst 439 sinnum í Biblíunni, þar af 403 sinnum í Gamla testamentinu og 36 sinnum í Nýja testamentinu, og er ekki minnst á neina málmtegund þar jafn oft. Reykelsi kemur fyrir 146 sinnum, þar af 136 sinnum í Gamla testamentinu og 10 sinnum í Nýja testamentinu. Myrru er getið 16 sinnum, þar af 13 sinnum í...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir mánaðarheitið þorri og hversu gamall siður eru þorrablótin?

Þorri er nafnið á fjórða mánuði vetrar að gömlu íslensku misseratali. Hann hefst á föstudegi á bilinu 19.–26. janúar og lýkur á laugardegi áður en góa tekur við. Sá laugardagur er nefndur þorraþræll. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:1188) kemur fram að orðið sé oftast tengt sögninni að...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig nýtist Hubblessjónaukinn til að fylgjast með sólkerfinu?

Hubblessjónaukinn hefur veitt okkur betri myndir en nokkur sjónauki á jörðu niðri af reikistjörnunum, tunglum, hringum, smástirnum og halastjörnum í sólkerfinu okkar. Mælingar Hubbles eru fyrsta flokks — aðeins geimför sem heimsækja hnettina sjálfa ná betri myndum og mælingum. Hubble hefur tekið myndir af öllum...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Af hverju heitir árið ekki sólarhringur og sólarhringur ekki jarðarhringur?

Þetta er ágætis spurning og væntanlega finnst spyrjendum að orðin tvö sem þeir leggja til nái betur utan um fyrirbærin sem þau eiga að lýsa. Að sólarhringur í merkingunni sá tími sem það tekur jörðina að ganga umhverfis sólina og jarðarhringur í merkingunni sá tími sem það tekur jörðina að snúast um möndul sinn, s...

Fleiri niðurstöður