Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 131 svör fundust
Hvað gerist í Bandaríkjunum ef atkvæði í kjörmannakerfinu standa á jöfnu?
Spurningarnar í fullri lengd hljóðuðu svona: Hvað gerist ef forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum fá báðir 269 kjörmenn? eða ef annar frambjóðandi vinnur nægilega marga kjörmenn til að koma í veg fyrir að hægt sé að ná 270 kjörmönnum? Hvaða afleiðingar gæti það haft ef báðir forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum f...
Hvers vegna afneita margir loftslagsbreytingum af mannavöldum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna afneita margir loftslagsbreytingum af mannavöldum þegar 97% vísindamanna eru sammála um að þær eigi sér stað? Það er ekki rétt að margir afneiti loftslagsbreytingum af mannavöldum, að minnsta kosti ekki hér á landi og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. ...
Hver var Milton Friedman og hvert var hans framlag til hagfræðinnar?
Peningamagnshyggja (e. monetarism) er kenning sem rökstyður að peningamagn sé mikilvægasti áhrifavaldur á verðlag og hagsveiflur. Á þennan hátt er peningamagnshyggjan í raun náskyld peningamagnskenningunni sem oft er kennd við klassísku hagfræðina. Peningamagnshyggjan og endurreist peningamagnskenning á seinni hlu...
Hvað er pönk?
Engin undirstefna dægurtónlistarinnar – fyrir utan sjálft frumrokkið (Elvis Presley og fleiri) – hefur haft jafn umbyltandi áhrif og pönkið. Stefnan kom fram á áttunda áratugnum, samhliða í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fyrst um sinn þróaðist hún í andstöðu við vinsældatónlist sem hafði tekið sér bólfestu í meginstr...
Hver var ástæðan fyrir kalda stríðinu? Var það nauðsynlegt eða hefði verið hægt að sleppa því?
Margar spurningar hafa borist Vísindavefnum um kalda stríðið og vígbúnaðarkapphlaupið sem því fylgdi. Hér er reynt að svara þeim Kristborgu Ágústsdóttur, Davíð Sigurðarsyni, Thelmu Hrönn Sigurdórsdóttur, Einari Hafliðasyni, Ernu Valdísi Jónsdóttur, Söndru Guðmundsdóttur, Berglindi Þorsteinsdóttur, Jarþrúði Hólmdís...
Hvað er hatursræða?
Hatursræða (e. hate speech) er flókið hugtak og ekki er til nein ein alþjóðlega viðurkennd skilgreining eða skilningur á því. Eigi að síður hefur þróunin orðið sú, með lögum, í dómaframkvæmd og í fræðiskrifum, að sá skaði og sú hætta, sem stafar af ákveðinni tjáningu, er alþjóðlega viðurkennd. Þannig hafa bæði á a...
Hvert var hlutverk hinnar svokölluðu „joy division“ hjá nasistum í seinni heimsstyrjöldinni?
Með spurningunni er væntanlega átt við konur sem voru kynlífsþrælar og þóknuðust nasistum og öðrum í fangabúðum með grimmdarlegum og þaulskipulögðum hætti. Rétt er að taka fram að heitið „joy division“ var aldrei notað á þeim tíma og er seinna tíma slangur. Hljómsveitin Þegar maður sér nafnið „joy division“ ...
Hver voru einkenni spænsku veikinnar og hvernig hagaði hún sér?
Almennt um spænsku veikina Spænska veikin er nafn sem festist við heimsfaraldur inflúensu sem hófst árið 1918. Vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar var fréttaflutningur takmarkaður og fréttir af veikinni bárust því misvel. Fyrst var opinberlega talað um slæman faraldur á Spáni, sem ekki tók beinan þátt í fyrri heimss...
Hvernig kveiktu „fornmenn“ á Íslandi eld?
Spurningin í heild sinni hljóðar svo:Hvernig kveiktu „fornmenn“ á Íslandi eld? Hvers vegna þurfti Grettir að „sækja eld“ úr Drangey; og höfðu brennumenn eld með sér til að kveikja í Bergþórshvoli? Að hafa vald á eldinum er eitt af því sem aðgreinir manninn frá öðrum dýrum. Að geta kveikt eld og stjórnað honum e...
Hver er munurinn á flensu og COVID-19?
Verulegur munur er á flensu og COVID-19 - það er engan veginn hægt að segja að COVID-19 sé eins og hver önnur flensa, enda um tvo aðskilda sjúkdóma að ræða sem orsakast af tveimur gjörólíkum veirum. Þegar nýr faraldur smitsjúkdóms greinist er gjarnan horft um öxl og fyrri faraldrar skoðaðir. Þetta getur verið gagn...
Hvað er nárakviðslit og er hægt að lækna það?
Nárakviðslit eru algengust kviðslita. Um 90% sjúklinganna eru karlmenn en þriðjungur karla greinist einhvern tíma á ævinni með slíkt kviðslit. Algengast er að kviðslit greinist hjá börnum og eftir miðjan aldur, oftast vegna fyrirferðar og verkja á nárasvæði en í einstaka tilfellum í kjölfar garnastíflu. Skurðaðger...