Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1294 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær komu Íslendingasögurnar fyrst út á nútímaíslensku?

Spurningin í heild sinni var: Hvenær komu Íslendingasögurnar fyrst út á nútímaíslensku? Hver réðst í þá útgáfu og af hverju? Íslendingasögurnar hafa líkast til fyrst verið ritaðar á þrettándu og fjórtándu öld. Elstu varðveittu handritin eru frá þrettándu öld, brot úr Egils sögu á AM 162 A θ [þeta] fol....

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver voru áhrif hvalveiða á íslenskt samfélag á 19. öld?

Hvalveiðar voru stundaðar frá Íslandi frá því á miðöldum, og á 17. öld sóttu útlendingar mikið til veiða hér, einkum Baskar frá Spáni og Frakkar. Eftir það dró smám saman úr þessum veiðum, og fram eftir 19. öld var sáralítið um hvalveiði, aðeins nýttir hvalir sem rak stundum á land. En á síðustu áratugum aldarinna...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var munurinn á vinnufólki og húsfólki?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hver var munur á vinnumönnum/konum og húsmönnum/konum? Ég tek eftir báðum þessum starfsheitum langt fram á 19. öld. Í íslensku fornmáli koma orðin húsmaður og húskona ekki fyrir í þeirri merkingu sem þessi orð hafa á síðari öldum. Á elsta stigi sem við þekkjum eftir að þr...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er eitt mexíkóskt pesó margar krónur?

Gjaldmiðill Mexíkó heitir nú formlega nuevo peso en er yfirleitt bara kallaður peso, eða pesó, á íslensku. Nafnið er ýmist notað í hvorugkyni eða karlkyni. Þegar þetta er skrifað, 19. mars 2001, fást um 9,20 íslenskar krónur fyrir hvert pesó. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvaða gjaldmiðill er verðminn...

category-iconHugvísindi

Hver var Karl Marx og hverjir höfðu mest áhrif á hugmyndir hans um samfélagið?

Spurningunni um áhrifavalda Karls Marx er kannski best svarað með hliðsjón af lífshlaupi hans. Byltingarleiðtoginn, félagsvísindamaðurinn og sagnfræðingurinn Karl Marx, var fæddur árið 1818 í Trier, sonur virts lögfræðings. Hann var af gyðingaættum og margir af forfeðrum hans, bæði í móður- og föðurætt, voru rab...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað ræður kyni barns?

Í stuttu máli má segja að kyn barns ráðist af því hvort Y-kynlitningur er í okfrumunni sem fóstrið þroskast af eða ekki. Þar sem Y-kynlitningar eru bara í körlum er það faðirinn eða öllu heldur sáðfruma hans sem ákvarðar kyn barns. Skoðum þetta aðeins nánar. Upphaf nýs einstaklings er þegar tvær frumur, eggfrum...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Kom Kristófer Kólumbus til Íslands?

Í janúar 1495 skrifaði Kólumbus konungshjónunum á Spáni þeim Ferdínand og Ísabellu bréf í þeim tilgangi að réttlæta og verja gerðir sínar sem landstjóri í spænsku nýlendunum vestanhafs en margt var honum mótdrægt í því starfi. Einnig höfðu andstæðingar hans heima í Madríd gagnrýnt hann og rægt. Bréfið notaði hann ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvar fundust handrit Íslendingasagnanna?

Íslendingasögur voru flestar samdar á 13. öld og voru þá skrifaðar á bókfell eða með öðrum orðum verkað skinn, einkum af kálfum. Sögurnar voru ýmist hafðar stakar í handriti eða settar saman í stærri bækur, sumar mjög veglegar. Handritagerð á Íslandi stóð í mestum blóma á 14. öld en hnignaði síðan hægt og sígandi ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hversu mörg íslensk handrit eru varðveitt í útlöndum?

Á 14. öld framleiddu Íslendingar handrit til útflutnings á Noregsmarkað og einhver þeirra kunna að vera varðveitt enn í bútum og brotum, en varla heil eintök. Undir lok 16. aldar fengu danskir og sænskir fræðimenn áhuga á íslenskum fornritum og handrit tóku að slæðast úr landi. Enn jókst straumurinn um miðja 17. ö...

category-iconFélagsvísindi

Hvert er íslenskt starfsheiti þess sem hefur lært Økonomi í Danmörku (þriggja ára nám)?

Økonomi þýðir hagfræði á íslensku. Ýmsir danskir háskólar bjóða upp á þriggja ára nám í hagfræði sem lýkur með B.A.- eða B.S.-gráðu (eða H.A., sem er sambærilegt). Þeir sem ljúka þessu námi verða hagfræðingar en þurfa þó að sækja sérstaklega um leyfi til að kalla sig það hérlendis ef þeir starfa á Íslandi því að s...

category-iconHugvísindi

Hver var Jóhanna af Örk?

Jóhanna af Örk var frönsk frelsishetja sem seinna var gerð að dýrlingi. Hún var fædd um árið 1412 og dó 30. maí árið 1431 aðeins 19 ára gömul. Hennar rétta nafn er Jeanne d’Arc en hún var stundum einnig kölluð Mærin frá Orlèans. Jóhanna af Örk. Sagan segir að Jóhanna hafi sagst hafa fengið sýnir frá guði þar...

category-iconFélagsvísindi

Ef maður greiðir upp lán, þarf þá að borga áfallnar verðbætur? Ef svo er, þá af hverju?

Ef verðtryggt lán er greitt upp áður en upphaflegur lánstími rennur út þá þarf lántakandinn að greiða verðbætur sem miðast við hækkun verðlags frá því að lánið var tekið og þangað til það er greitt upp. Þetta er eðlilegt enda á verðtryggingin að tryggja að endurgreiðslur lánsins rýrni ekki að raungildi vegna verðb...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað varð um börn Loðvíks XVI. og Maríu Antoníettu eftir að þau voru hálshöggvin?

Loðvík XVI. (1754-1793) og eiginkona hans María Antoníetta (1755-1793) eignuðust fjögur börn. Frumburðurinn hét María Theresa og fæddist árið 1778 eftir rúmlega átta ára hjónaband foreldranna. Stúlka gat ekki tekið við krúnunni og því var mikilvægt að þeim hjónum fæddist drengur. Sú varð raunin árið 1781 þegar Lo...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru margir 500 króna seðlar í umferð á Íslandi?

Á heimasíðu Seðlabanka Íslands má finna upplýsingar um magn seðla og myntar í umferð. Þar kemur meðal annars fram að í desember árið 2000 voru um 700 milljón krónur í umferð í 500 króna seðlum á Íslandi, en þessar tölur breytast nokkuð með tímanum. Þetta samsvarar um 1,4 milljónum seðla. Af seðlum eru 1000 kr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er líklegt að ísinn neðst í Vatnajökli sé gamall?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvað er líklegt að ísinn neðst undir Vatnajökli sé gamall? Gæti hann verið frá því á landnámsöld? Sumarið 1972 náðu starfsmenn Raunvísindastofnunar Háskólans og félagar í Jöklarannsóknafélagi Íslands borkjarna úr jökulís Bárðarbungu. Því miður náði borinn ekki lengra en niður á ...

Fleiri niðurstöður