Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1284 svör fundust
Hvernig þróast sullaveiki í mönnum, frá því að smit berst frá hundi og þar til maðurinn deyr?
Það sem hér verður sagt á við bandorminn Echinococcus granulosus, tegundina sem olli á sínum tíma sullaveiki í mönnum á Íslandi en var útrýmt á síðustu öld. Í nágrannalöndunum hefur skyld tegund (E. multilocularis) breiðst út á undanförnum árum og áratugum. Sú lifir ekki á Íslandi og mun vonandi aldrei ná hér fótf...
Hver var Nobunaga Oda og hvaða hlutverki gegndi hann við sameiningu Japans?
Nobunaga Oda (1534-1582) var einn af valdamestu lénsherrum (daimyo) í Japan á sextándu öld. Það tímabil hefur verið nefnt sengoku-öldin (戦国時代) í japanskri sögu. Hugtakið daimyo hefur gjarnan verið þýtt sem barón á íslensku en hér verður notast við orðið lénsherra sem er meira lýsandi. ...
Af hverju klæðast sumar íslamskar konur búrku, hvenær varð sá siður til?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hver er uppruni búrku, niqab og hijab og hver er munurinn á þessu þrennu? Af hverju klæða margar múslímskar konur sig í búrku, niqab og hijab? Arabíska orðið hijab er notað um eina tiltekna tegund slæðu sem margar múslimakonur bera. Það er einnig samheiti yfir allar gerðir af s...
Er áfengi krabbameinsvaldandi?
Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega „já, áfengi hefur þekkt krabbameinsvaldandi áhrif hjá mönnum.“ Áfengi inniheldur etanól sem veldur tímabundinni vímu og er þar af leiðandi vinsælt til neyslu meðal þeirra sem sækjast eftir vímuáhrifum. Eftir að hafa drukkið áfengi fær etanól greiða leið inn í ...
Er náttúrulegt hjarðónæmi ekki eina skynsamlega leiðin út úr faraldri COVID-19?
Það er til mjög einfalt og vel rökstutt svar við þessari spurningu: nei. Nýlega hefur talsvert borið á misvísandi umræðu um hjarðónæmi og eiginleikum þess, í þeim tilgangi að hvetja til slökunar á hörðum aðgerðum til sóttvarna víða um heim. Þann 4. október 2020 skrifaði hópur heilbrigðisstarfsmanna (meðal anna...
Hvaða 10 málmar hafa lægst bræðslumark?
Hér fyrir neðan er tafla um þær 10 málmtegundir sem hafa lægsta bræðslumarkið. Hitastigið er gefið upp bæði á selsíus- og kelvin-kvarða. Eitt kelvín (K) er varmafræðilega jafnstórt og ein selsíusgráða (°C), eini munurinn er sá að kelvínkvarðinn hefur núllpunkt við alkul (-273,15 °C). Því er auðvelt að breyta á mil...
Hvert er rúmmál einingarkúlu?
Einingarkúla er kúla með geislann einn. Það fer eftir aðstæðum hverju sinni hvort yfirborð kúlunnar er talið með eða ekki, en það breytir ekki rúmmálinu. Stundum er miðja kúlunnar sett í upphafspunkt hnitakerfisins til hagræðis en það hefur ekki heldur áhrif á rúmmálið. Þeir sem hafa á reiðum höndum jöfnuna um ...
Ef hitinn í dag er 0°C og á morgun verður helmingi kaldara, hversu kalt er þá úti?
Ef þessi spurning hefði verið borin fram um miðja 19. öld hefðu eðlisfræðingar litið á hana sem markleysu eina eða að minnsta kosti fánýtan orðhengilshátt. Menn gerðu þá hvorki ráð fyrir upphafi né endi á hitakvarðanum og litu á frostmark vatns sem einn punkt á honum, valinn án þess að til þess lægju nein sérstök ...
Hver eru fylgitungl Neptúnusar?
Umhverfis Neptúnus ganga að minnsta kosti 11 tungl. Þrjú þeirra er tiltölulega nýbúið að uppgötva og hafa þau því þegar þetta er skrifað (júlí 2003) enn ekki fengið venjulegt heiti. Heiti tungla Neptúnusar eru fengin úr grísku/rómversku goðafræðinni en nánari skýringar á nöfnunum fylgja umfjöllun um hvert tungl. ...
Hvað gerir lifrin?
Lifrin er stærsti kirtill líkamans og vegur um 1,4 kg í meðalmanni. Hún gegnir hundruðum starfa og tengjast mörg þeirra efnaskiptum. Helstu störf lifrar eru eftirfarandi: Sykruefnaskipti. Lifrin er sérstaklega mikilvæg í að viðhalda eðlilegu blóðsykurmagni eða glúkósamagni blóðs. Hún breytir glúkósa í fjölsykr...
Hvað getur þú sagt mér um Kötlugosið 1918?
Kötlugosið 1918 telur Guðrún Larsen (2000) hið 21. í eldstöðinni eftir landnám. Eins og jafnan í Kötlugosum olli jökulhlaupið sem fylgdi mestum tíðindum. Gosið hófst skömmu fyrir kl. 3 eftir hádegi 12. október og varð meðal stærstu Kötlugosa síðan land byggðist. Jarðskjálftar fundust í Mýrdal um tveimur tímum áður...
Hvað er þversumma?
Ef við tökum einhverja náttúrlega tölu, það er jákvæða heiltölu eins og 6, 16, 306 eða 1498, þá getum við lagt saman tölustafi hennar. Útkoman fyrir tölurnar hér að ofan er 6: 6, 16: 1 + 6 = 7, 306: 3 + 0 + 6 = 9 og 1498: 1 + 4 + 9 + 8 = 22 Þetta eru þversummur talnanna. Hið sama má auðvitað gera fyrir hvaða ...
Hvað er slaufun og hvað er slaufunarmenning?
Á undanförnum árum hefur orðið ákveðin samfélagsvakning í þeim skilningi að framfaraskref hafa verið tekin í málefnum ýmissa jaðarsettra hópa. Þar má til dæmis nefna réttindi hinsegin fólks og vaxandi umræðu um kynþáttahyggju. Eins og flest hafa orðið vör við hefur umræða um kynferðisofbeldi og áreitni sem og kynb...
Væri hlutur látinn detta um holu sem næði gegnum jörðina, gæti hann komið upp hinum megin? Hvaða massa þyrfti hluturinn að hafa til þess?
Svarið er já: Hlutur sem fellur án núnings niður í ímyndaða holu sem nær gegnum miðju jarðar og upp hinum megin kemur upp þar, snýr síðan við og heldur áfram í einfaldri hreinni sveiflu. Massi hlutarins skiptir ekki máli í þessu. Fyrst skulum við hafa alveg á hreinu að með þeirri tækni sem við búum yfir núna er...
Er norðlenska flokkuð sem hreimur eða mállýska?
Þegar talað er um „norðlensku“ er venjulega átt við ákveðin einkenni í framburði, einkum svokallað harðmæli og raddaðan framburð. Harðmæli felst í því að bera lokhljóðin p, t og k fram fráblásin inni í orðum, t.d. æpa, vita, vaka ([aiːpʰa], [vɪːtʰa], [vaːkʰa]), í stað ófráblásinn...