Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvers vegna er Indland fimm og hálfum tíma á undan en allar aðrar þjóðir í heiminum eru aðallega á sömu mínútunni?
Það er rétt að staðaltími á Indlandi (e. Indian Standard Time) er fimm og hálfum tíma á undan alþjóðlegum staðaltíma eða alheimstíma, táknað UTC +05:30 (UTC er alþjóðleg skammstöfun fyrir alheimstíma). Þótt heimildir segi það ekki berum orðum má reikna með að þetta hafi þótt skynsamlegt viðmið fyrst á annað borð v...
Hvað heitir gjaldmiðill Armeníu?
Gjaldmiðill Armeníu nefnist dram. Eitt dram kostar um 15 íslenska aura þegar þetta er ritað (14.5.03) 100 dram frá Armeníu. Armenía var fyrr á öldum mun stærra land en hlutar þess tilheyra nú nágrannalöndunum. Armenía var hluti Rússlands frá 1828, lýsti yfir sjálfstæði 1918 en landið var síðan hernumið af T...
Hversu margir búa í borginni São Paulo í Brasilíu?
São Paulo í Brasilíu er stærsta borg á suðurhveli jarðar. Talið er að íbúar borgarinnar séu rétt rúmlega 11 milljónir. Þessi tala verður töluvert hærri ef stórborgarsvæðið allt er tekið með, það er borgin sjálf og aðliggjandi sveitarfélög. Reyndar er misjafnt hvernig stórborgarsvæðið er afmarkað en samkvæmt einni...
Hvað þarf að gera til að fá starfsréttindi sem sálfræðingur á Íslandi?
Titillinn sálfræðingur er lögverndað starfsheiti. Samkvæmt lögum um sálfræðinga nr. 40/1976 mega þeir einir kallast sálfræðingar sem fengið hafa til þess leyfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Brot gegn lögunum geta varðað fjársektum og jafnvel fangelsisvist. Til að fá starfsréttindi sem sálfræðingar...
Hverjar eru meðaltekjur á Íslandi, Indlandi, í Mexíkó, Nígeríu, Sviss, Noregi og Bandaríkjunum?
Alþjóðabankinn tekur saman tölur um tekjur í ýmsum löndum. Nokkra mismunandi mælikvarða er hægt að nota fyrir tekjur en hér verður miðað við útreikning bankans á svokallaðri vergri þjóðarframleiðslu á mann. Nýjustu tölur eru fyrir árið 1999, bankinn birtir upphæðirnar í bandarískum dollurum en hér verða þær umreik...
Hver eru fimm þéttbýlustu lönd í heimi?
Fimm þéttbýlustu lönd heims eru: Macau með 21 606 íbúa á hvern ferkílómetra Mónakó með 16 329 íbúa á hvern ferkílómetra Singapúr með 6641 íbúa á hvern ferkílómetra Hong Kong með 6603 íbúa á hvern ferkílómetra Gíbraltar með 4254 íbúa á hvern ferkílómetra Myndin hér að ofan sýnir hluta af Macau. Macau...
Hverjar eru náttúruauðlindir Kanada?
Kanada er annað stærsta land heims, 9.984.670 km2 að flatarmáli. Landið er ríkt af náttúruauðlindum og kennir þar ýmissa grasa eins og kannski við er að búast á svona miklu landflæmi. Hér verða nefnd dæmi um helstu náttúruauðlindir en vitanlega er hægt að tína margt fleira til. Um helmingur lands í Kanada er s...
Hvað eru til margir gjaldmiðlar?
Það er erfitt að gefa nákvæmt svar við þessari spurningu því að í mörgum tilfellum er álitamál hvað getur talist gjaldmiðill. Ef einungis eru taldir með þeir gjaldmiðlar sem gefnir eru út af ríkisstjórnum eða stjórnendum sjálfsstjórnarhéraða sem hafa einhvers konar viðurkenningu á alþjóðavettvangi þá eru gjaldmið...
Hvaða gjaldmiðill er í Kína og Japan?
Eitt yuan Gjaldmiðill Kína heitir renminbi og er yuan algengasta eining hans. Renminbi er skammstafað RMB og tákn yuansins á alþjóðamarköðum er CNY. Nánar er fjallað um gjaldmiðil Kína í svari Gylfa Magnússonar við spurningunni Eru renminbi og yuan sami gjaldmiðillinn? 1000 yen Gjaldmiðill Japans heitir y...
Hvaða land er frægasta ferðamannaland í heimi?
Það er spurning hvaða mælikvarða er hægt að nota til að ákvarða hvað er frægasta ferðamannaland í heimi. Líklega er einfaldast að setja samasemmerki á milli þess að vera frægt og vera vel sótt. Mjög margir ferðamenn berja Eiffelturninn augum enda er Frakkland það land heims sem fær flestar heimsóknir erlendra ...
Hvaða brauð er þetta sem prestar sækja stundum um?
Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju er talað um "að sækja um brauð" þegar prestur sækir um starf sem sóknarprestur? Brauð þekkist hérlendis í merkingunni ‘staða prests’ að minnsta kosti frá fyrsta þriðjungi 18. aldar samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Notkunin er hugsalega orðin til fyrir áhrif...
Hvaða dýr er sterkast miðað við stærð sína?
Maðurinn (Homo sapiens) býr ekki yfir sérlega miklum líkamsstyrk samanborið við fjölmörg önnur dýr. Sterkur karlmaður getur til dæmis lyft þrefaldri eigin þyngd en karlgórilluapi (Gorilla gorilla) sem vegur 200 kg, getur lyft tífaldri eigin þyngd! Kraftar górilluapans eru þó litlir í samanburði við styrk svone...
Er til annar heimur?
Fyrst þurfum við að átta okkur á því hvað þessi spurning þýðir. Ef við hugsum okkur svolítið um sjáum við að hún hlýtur að snúast um það hvort til sé heimur sem væri algerlega aðgreindur frá þeim heimi sem við þekkjum. Það merkir aftur að engin boð geta borist milli heimanna. Í þessu felst eina skýra merkingin sem...
Hvaða tungumál er mest talað í Evrópu?
Spurningunni er ekki auðsvarað. Ef aðeins er litið til þeirra landa sem aðild eiga að Evrópusambandinu tala flestir þýsku. Þýska er að sjálfsögðu opinbert mál í Þýskalandi þar sem rúmlega 82 milljónir manna búa. Þýska er einnig opinbert mál í Austurríki en svæðisbundið eru þar töluð málin króatíska, slóvenska og u...
Hvar finn ég ljóð eða aðra texta á esperantó til að lesa?
Pólski augnlæknirinn Ludwik Lejzer Zamenhof (1859-1917) bjó til tungumálið esperantó árið 1887. Það átti að verða hlutlaust alþjóðamál sem þjóðir heims gætu sameinast um að nota í samskiptum. Hægt er að lesa meira um esperantó í svari Steinþórs Sigurðssonar við spurningunni Hvenær var esperanto búið til og hvað er...