Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru fimm þéttbýlustu lönd í heimi?

Ulrika Andersson

Fimm þéttbýlustu lönd heims eru:

  1. Macau með 21 606 íbúa á hvern ferkílómetra
  2. Mónakó með 16 329 íbúa á hvern ferkílómetra
  3. Singapúr með 6641 íbúa á hvern ferkílómetra
  4. Hong Kong með 6603 íbúa á hvern ferkílómetra
  5. Gíbraltar með 4254 íbúa á hvern ferkílómetra



Myndin hér að ofan sýnir hluta af Macau. Macau var lengi vel portugölsk nýlenda. Landið liggur á suðurströnd Kína rétt vestur af Hong Kong. Macau varð kínverskt sjálfstjórnarsvæði árið 1999. Landið er 21 ferkílómetri að stærð (rúmlega tvisvar sinnum stærri en Reykjavík) en íbúar eru 453.700. Langflestir íbúa eða um 95% eru Kínverjar þó margir Portúgalar búi þar einnig. Mikill fólksflótti varð frá Kína til Macau þegar kommúnistar tóku við völdum í Kína um miðja tuttugustu öld. Kínverjar flýðu þá þúsundum saman frá landinu og skýrir það hvers vegna Macau er eins þéttbýlt og raun ber vitni. Á meðal helstu atvinnugreina eru verslun, fiskveiðar, vefnaðariðnaður og ferðaþjónusta.

Þess má svo geta að Ísland er á meðal strjálbýlustu landa í heimi en hér eru um 2,7 íbúar á hvern ferkílómetra.

Heimildir:

CIA World Factbook

Encyclopedia.com

Myndin er frá vefsetrinu shunya.net

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

12.6.2002

Spyrjandi

F. Elli Hafliðason

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hver eru fimm þéttbýlustu lönd í heimi?“ Vísindavefurinn, 12. júní 2002, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2483.

Ulrika Andersson. (2002, 12. júní). Hver eru fimm þéttbýlustu lönd í heimi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2483

Ulrika Andersson. „Hver eru fimm þéttbýlustu lönd í heimi?“ Vísindavefurinn. 12. jún. 2002. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2483>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru fimm þéttbýlustu lönd í heimi?
Fimm þéttbýlustu lönd heims eru:

  1. Macau með 21 606 íbúa á hvern ferkílómetra
  2. Mónakó með 16 329 íbúa á hvern ferkílómetra
  3. Singapúr með 6641 íbúa á hvern ferkílómetra
  4. Hong Kong með 6603 íbúa á hvern ferkílómetra
  5. Gíbraltar með 4254 íbúa á hvern ferkílómetra



Myndin hér að ofan sýnir hluta af Macau. Macau var lengi vel portugölsk nýlenda. Landið liggur á suðurströnd Kína rétt vestur af Hong Kong. Macau varð kínverskt sjálfstjórnarsvæði árið 1999. Landið er 21 ferkílómetri að stærð (rúmlega tvisvar sinnum stærri en Reykjavík) en íbúar eru 453.700. Langflestir íbúa eða um 95% eru Kínverjar þó margir Portúgalar búi þar einnig. Mikill fólksflótti varð frá Kína til Macau þegar kommúnistar tóku við völdum í Kína um miðja tuttugustu öld. Kínverjar flýðu þá þúsundum saman frá landinu og skýrir það hvers vegna Macau er eins þéttbýlt og raun ber vitni. Á meðal helstu atvinnugreina eru verslun, fiskveiðar, vefnaðariðnaður og ferðaþjónusta.

Þess má svo geta að Ísland er á meðal strjálbýlustu landa í heimi en hér eru um 2,7 íbúar á hvern ferkílómetra.

Heimildir:

CIA World Factbook

Encyclopedia.com

Myndin er frá vefsetrinu shunya.net...