Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3271 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar dómar eru sleggjudómar?

Orðið sleggjudómur er notað um órökstuddan oftast neikvæðan dóm eða ummæli, til dæmis fella sleggjudóm(a) yfir einhverjum eða einhverju eða um einhvern/eitthvað og leggja sleggjudóm(a) á eitthvað. Á timarit.is er elst dæmi úr Nýjum félagsritum frá 1845: Þessvegna eru dómar hinna sídarnefndu sagnaritara oftas...

category-iconÞjóðfræði

Voru haldnar stórar veislur með þorramat á þorranum hér áður fyrr?

Súrmatur var borðaður nánast á hverjum degi til sveita nokkuð fram á 20. öld. Hann var því enginn sérstakur hátíðamatur. Orðið þorramatur varð ekki til í málinu fyrr en eftir miðja 20. öld, og kjarni hans er því ekkert annað en gamall íslenskur hversdagsmatur. Kæstur hákarl, hangikjöt, sviðakjammar, sviðasulta, s...

category-iconHugvísindi

Hver er uppruni orðasambandins "berast á banaspjótum" og við hvað er átt?

Orðasamband með sögninni að berast og nafnorðinu banaspjót er þekkt þegar í fornmáli sem berask banaspjót eptir í merkingunni 'sækja hvor að öðrum með vopni' (það er elta hvor annan með vopnum) og eru dæmi um það fram eftir öldum. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr orðtakasafni Guðmundar Ólafssona...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað varð til þess að fólk flutti úr dreifbýli í þéttbýli?

Á miðöldum bjó yfirgnæfandi hluti Evrópubúa í sveitum, líklega víða um 95% þeirra. Á Íslandi voru hreint engir bæir til; það sem komst næst þeim kann að hafa verið sveitaþorpið Þykkvibær á Suðurlandi og litlar þyrpingar fiskimannabúða þar sem lendingarskilyrði voru góð. Þegar þetta var vann næstum allt vinnufært f...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju 'kallar maður ekki allt ömmu sína'?

Orðasambandið 'að kalla ekki allt ömmu sína' er notað um að blöskra eitthvað ekki, vera hvergi smeykur. Dæmi um það eru til í söfnum Orðabókar Háskólans frá miðri 19. öld og er það algengt í nútímamáli. Uppruninn er óviss. Halldór Halldórsson giskar á í Íslensku orðtakasafni (1968:10) að upphaflega hafi ve...

category-iconHugvísindi

Hvaða púss er átt við þegar menn eru í sínu fínasta pússi?

Orðið púss hefur fleiri en eina merkingu. Dæmi um þá sem spurt er um, ‘viðhafnarföt’ en einnig ‘embættisklæðnaður’ eru til í söfnum Orðabókarinnar frá því á 19. öld. Um er að ræða tökuorð úr dönsku puds en það er notað í svipaðri merkingu, til dæmis í orðasambandinu at være i sit stiveste puds ‘að vera í sínum bes...

category-iconBókmenntir og listir

Hvenær kom fyrsta teiknimyndasagan út? Hver var tilgangur hennar og um hvað var hún?

Ef nefna á einhvern einn mann væri það Svisslendingurinn Rodolphe Töpffer (1799-1846). Hann er upphafsmaður andhetjuhefðarinnar innan myndasagna en hans sögur fjölluðu gjarnan um árangurslitla og hlægilega baráttu vonlausra manna við samfélag og náttúru. (Sjá nánar neðar í svari.) Uppruni listforma er yfirleitt...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig komu áhrif upplýsingarinnar fram á Íslandi?

Hekluganga Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar markaði að ákveðnu leyti upphaf upplýsingarinnar hér á landi. Þeir klifu þetta víðfræga og alræmda fjall árið 1750 og afsönnuðu þá hjátrú að þar væri op Vítis en sýndu að hægt væri að mæla og rannsaka náttúruna á vísindalegan hátt. Fjallgangan var því táknræn fyrir...

category-iconHugvísindi

Af hverju er sagt um efnafólk að það sé loðið um lófana?

Uppruni þessa orðtaks er ókunnur en hugsanlega liggur að baki einhver saga sem nú er glötuð. Merkingin er ‘að vera vel efnaður’ og eru elstu dæmin í Orðabókar Háskólans um að vera loðinn um lófana frá því um og upp úr miðri 19. öld. Hugmyndin um auðæfi og loðna lófa er þó eldri. Það sést meðal annars af málshætti...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær var farið að halda uppboð á Íslandi og hvernig þróuðust þau?

Því miður eru rannsóknir á sögu uppboða á Íslandi af skornum skammti og því er ekki hægt að svara spurningunni án þess að gera grein fyrir því að saga þeirra sé að miklu leyti gloppótt eins og staðan er í dag. Svarið tekur því mið af yfirstandandi rannsókn minni þar sem áhersla er lögð á opinber uppboð á persónule...

category-iconHugvísindi

Hvar og hvenær var fyrsta kartaflan ræktuð á Íslandi?

Kartöflur eru upprunnar í Suður-Ameríku. Þær bárust til Evrópu um miðja 16. öld en kartöflurækt fór hægt af stað í Evrópu. Í þeim efnum voru Norðurlandabúar engin undantekning. Garðyrkja átti ekki upp á pallborðið hjá Íslendingum sem byggðu afkomu sína á bústofni. Einhverjir kálgarðar voru í rækt á Íslandi á 17. ö...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geturðu sagt mér um hundakynið Weimaraner?

Hundakynið Weimaraner er afbrigði sem ræktað var fyrir tilstuðlan nokkurra aðalsmanna í Weimar í Þýskalandi snemma á 19. öld. Fyrst voru þessir hundar ræktaðir með það í huga að þeir yrðu veiðimönnum til aðstoðar við veiðar á stórum veiðidýrum eins og dádýrum, úlfum, gaupum og jafnvel bjarndýrum sem þá voru tiltö...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar lifir grænlandshvalur?

GrænlandshvalurGrænlandshvalur er annað heiti á grænlandssléttbak (Balaena mysticetus). Annað heiti yfir hann er norðhvalur. Á enskri tungu kallast þessi hvalur bowhead og vísar það til höfuðlagsins, eða arctic right whale en það nafn er sprottið undan rifjum hvalveiðimanna sem töldu þennan hval vera hinn "rétta",...

category-iconHugvísindi

Hvernig á ég að malda í mó?

Sögnin að malda merkir að ‘mögla, andmæla, þrasa’. Orðasambandið að malda í móinn er notað í merkingunni að ‘andmæla einhverju’. Orðabók Háskólans á dæmi um það í Ritmálssafni frá 19. öld. Eldra í safninu, eða frá 17. öld, er að þæfa í móinn í sömu merkingu en sögnin þæfa getur merkt ‘deila’. Í orðabók Björns Hal...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir 'lon og don' og hvaðan kemur orðasambandið?

Uppruni orðasambandsins lon og don er ókunnur. Elst dæmi um það eru í söfnum Orðabókar Háskólans frá miðri 19. öld. Í skáldsögu Jóns Thoroddsens, Manni og konu, segir prestsfrúin til dæmis við bróður sinn: „þú situr lon og don yfir lestrinum“ og hefði orðasambandið tæplega verið notað hefði það ekki verið vel skil...

Fleiri niðurstöður