Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 634 svör fundust
Hvaða reytum er fólk stundum að rugla saman?
Orðatiltækið að rugla saman reytum virðist ekki gamalt í málinu. Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er frá öldinni sem leið. Reytur er notað í merkingunni ‛litlar eigur, smádót, sundurlaus ull eða lagðar, lélegt engi’. Þegar par ruglar saman reytum sínum er þá átt við að það blandi saman því sem það á, ...
Er Stefán J. Stefánsson talinn fyrsti utanríkisráðherra Íslands þrátt fyrir að utanríkismál hafi áður heyrt undir forsætisráðherra?
Hér er best að vísa á vefsetur Utanríkisráðuneytisins Sögulegt yfirlit um utanríkisþjónustuna. Við skulum þó stikla á stóru í þeirri sögu í þessu svari, eftir upplýsingum af fyrrgreindri vefsíðu. Talið frá hægri: Jakob Möller, Stefán Jóhann Stefánsson, Hermann Jónasson, Ólafur Thors, Eysteinn Jónsson, Vigfús Ein...
Hvenær geisuðu Skaftáreldarnir?
Skaftáreldar eru með frægustu eldgosum á Íslandi. Þann 8. júní 1783 hófst gos í Lakagígum í Vestur-Skaftafellssýslu og stóð það fram í febrúar 1784. Í þessu gosi kom upp mesta hraun sem runnið hefur í einu gosi á jörðinni síðasta árþúsundið. Heildarrúmál hraunsins er um 12 km3 og flatarmál þess 580 km2. Gosinu ...
Hvaða skans er þetta hjá Óla skans?
Orðið skans þekkist í málinu frá 18. öld í merkingunni ‘virki; geymsluskot; bráðabirgðaskýli’. Það er tökuorð úr dönsku skanse sem aftur tók orðið að láni úr miðlágþýsku schantze ‘virki; hrísknippi’. Lágþýska orðið er væntanlega af rómönskum uppruna, samanber ítölsku scansi (fleirtala af scanso) ‘viðnám, vörn’. ...
Af hverju er sjaldgæft að vera örvhentur?
Á Vísindavefnum er að finna mjög fróðlegt svar við spurningunni Af hverju eru sumir örvhentir en aðrir ekki? og eru lesendur hvattir til að kynna sér það. Í svarinu kemur fram að erfðir virðast hafa talsverð áhrif á það hvora höndina við kjósum að nota en vísindamönnum hefur þó ekki tekist að einangra genið s...
Hver er merking og uppruni orðsins "hósanna"?
Orðið hósanna, einnig skrifað hósíanna er lofgerðarhróp guði til dýrðar. Það má til dæmis sjá í 11. kafla Markúsarguðspjalls í versi 9 og 10:Þeir sem á undan fóru og eftir fylgdu hrópuðu: „Hósanna. Blessaður sé sá sem kemur, í nafni Drottins! Blessað sé hið komandi ríki föður vors Davíðs! Hósanna í hæstum hæðum!S...
Hvað eiga menn við þegar bakari er hengdur fyrir smið?
Orðasambandið að hengja bakara fyrir smið er fengið að láni úr dönsku og þekkist í málinu að minnsta kosti frá fyrri hluta 19. aldar. Merkingin er að saklausum er refsað fyrir það sem annar gerði. Í bókstaflegri merkingu er það smiðurinn sem er hinn seki en bakarinn er hengdur saklaus. Orðasambandið er í dönsk...
Af hverju hrópa menn „heyr, heyr“ þegar þeir taka undir eitthvað sem annar segir? Hvaðan er siðurinn kominn?
Heyr er stýfður boðháttur sagnarinnar að heyra. Hann er notaður til að fagna máli annars manns, oftast ræðumanns, og þá hrópað úr sal „heyr, heyr“. Merkingin er þá: „hlustið á þetta, gott hjá honum/henni!!!“. Sama upphrópun er til í nágrannamálunum og er ekki ólíklegt að hún hafi borist þaðan hingað til land...
Hvaða kemur orðið óskundi inn í málið og er þá orðið skundi til?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Óskundi er sérkennilegt en áhugavert orð og kann að hafa fleiri merkingar en grikkur og skaði. Gaman væri að vita hvaðan orðið kemur inn í málið og hvaða fleiri merkingar það getur haft. Eins væri skemmtilegt að fá upplýsingar um hvort til sé orðið skundi, í ljósi þess hve alge...
Hvernig hljómaði forníslenska? Eru til einhver hljóðdæmi á Netinu?
Ekki er vitað nákvæmlega hvernig íslenska var borin fram á miðöldum, en þó er ljóst að töluverðar breytingar hafa orðið á framburði Íslendinga frá landnámstíð. Um þær er fjallað nánar í svari eftir sama höfund við spurningunni Er vitað hvernig texti Íslendingasagnanna var borinn fram þegar hann var skrifaður? H...
Hver var Sighvatur Þórðarson?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver var Sighvatur Þórðarson? Hvað gerði hann og var hann skyldur Snorra Sturlusyni? Sighvatur Þórðarson var sonur Þórðar nokkurs sem var kallaður Sigvaldaskáld. Þórður var íslenskur maður en hafði verið með Sigvalda jarli í Noregi og komst síðan í þjónustu Ólafs konungs Harald...
Af hverju eru laufblöðin ekki blá og hvít?
Við þessari spurningu eigum við ágætt svar eftir Kesöru Anamthawat-Jónsson. Í svari við spurningunni Hvers vegna eru plöntur grænar en ekki fjólubláar eða svartar? kemur fram að blaðgræna í plöntum gleypir í sig rautt og blátt ljós og nýtir við ljóstillífun. Ennfremur segir í svarinu:Það sem plantan notar ekki eru...
Hvers konar hraun kemur úr Fimmvörðuhálsi?
Hraunið, sem nú rennur á Fimmvörðuhálsi, er svonefnt alkalí-ólivín-basalt. Þessi basaltsamsetning er ríkjandi í basaltgosum utan rekbelta landsins og er uppistaðan í basalthraunum í Vestmannaeyjum, Eyjafjöllum og á Snæfellsnesi. Alkalí-ólivín-basalt hefur oft þrjár einkennissteindir, ólivín, plagíoklas og pýroxen....
Hver var æviferill Sturlu Þórðarsonar sagnameistara?
Sturla Þórðarson var fæddur á Ólafsmessu, 29. júlí, árið 1214. Faðir hans var höfðinginn Þórður Sturluson (1165-1237), en móðir hans hét Þóra og var frilla Þórðar. Er hún ekki ættfærð frekar, en vitað er að hún lést þegar Sturla var á barnsaldri, árið 1224. Þau Þórður áttu fleiri börn saman. Sturla og Ólafur, ...
Hvað þýða landvættir? Og eru til sjóvættir?
Hér er einnig svarað spurningunni: Eru til sögur af því hvernig landvættirnar komu til landsins? (Gunnar Logi, f. 1996) Orðið vættur er oftast notað um yfirnáttúrlegar verur frá öðrum heimi. Það er því yfirheiti fyrirbæra eins og drauga, huldufólks, trölla, dverga og ýmiss konar kynjadýra eins og dreka. Sigurður...