Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 916 svör fundust

category-iconÞjóðfræði

Hvort eiga menn að klæða sig í eina buxnaskálm og hoppa á öðrum fæti í kringum húsið sitt eða hlaupa á brókinni í kringum húsið á bóndadag?

Um þetta fyrirbæri er aðeins til ein einasta heimild ef heimild skyldi kalla. Einhver gamansamur náungi virðist hafa fært Jóni Árnasyni (1819-1888) þjóðsagnasafnara þennan spuna um miðja 19. öld og hann látið sig hafa það að prenta hann eins og fleira skoplegt. Engin önnur dæmi hafa fundist um þennan sið. Fólk...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða gjaldmiðill er verðminnstur?

Til eru gjaldmiðlar sem eru einskis virði, til dæmis gjaldmiðlar sem gefnir hafa verið út af ýmsum ríkisstjórnum sem hafa verið hraktar frá völdum með byltingu eða stríði. Einnig eru til gjaldmiðlar sem eru einhvers virði á ákveðnu svæði en ekki er hægt að kaupa aðra gjaldmiðla fyrir þá og því erfitt að segja til ...

category-iconFélagsvísindi

Hvert er hlutverk seðlabankastjóra?

Stjórn Seðlabanka Íslands er í höndum þriggja manna sem allir eru titlaðir seðlabankastjórar. Þeir mynda svokallaða bankastjórn og er einn þeirra formaður stjórnarinnar. Bankastjórnin hefur yfirumsjón með rekstri bankans og fer með vald til ákvarðana í öllum málum hans nema annað sé tiltekið í lögum. Forsætisráðhe...

category-iconFélagsvísindi

Eru renminbi og yuan sami gjaldmiðillinn?

Gjaldmiðill Kína heitir renminbi. Það þýðir gjaldmiðill alþýðunnar og er hann gefinn út af Alþýðubankanum þar í landi. Renminbi er skammstafað RMB. Algengasta eining renminbi er eitt yuan en það þýðir kringlóttur hlutur eða kringlótt mynt. Tákn yuansins á alþjóðamörkuðum er CNY. Einnig eru til jiao og fen. Eitt yu...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er eiginlega FTSE-vísitalan og hvaða máli skiptir hún?

FTSE stendur fyrir Financial Times Stock Exchange. FTSE er einnig nafn á fyrirtæki í eigu Financial Times og kauphallarinnar í London sem meðal annars reiknar út allmargar hlutabréfavísitölur. Sú þekktasta af þeim er svokölluð FTSE 100 vísitala sem á að endurspegla verð á 100 verðmætustu hlutafélögunum sem skráð e...

category-iconFélagsvísindi

Er eitthvert ríki svo vel stætt að það greiðir borgurunum í stað þess að leggja gjöld á þá?

Það er nokkuð erfitt að bera saman skatta á milli landa vegna þess hve skattkerfi eru mismunandi. Þau lönd sem hafa lægsta skatta búa öll að öðrum tekjustofnum sem geta staðið undir rekstri hins opinbera. Í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eru hvorki tekjur einstaklinga né fyrirtækja skattlagðar og þar er heldu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver er munurinn á brjóstsviða og nábít?

Nábítur er ákveðið stig af brjóstsviða. Eins og fram kemur í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Hvað er bakflæði? fáum við brjóstsviða þegar magasýrur flæða eða skvettast upp í vélinda úr maganum. Vélindað þolir illa svo sterkt, ertandi efni og við finnum fyrir bruna- eða sviðatilfinningu. Það kallas...

category-iconFélagsvísindi

Hver er réttlætingin fyrir álagningu erfðafjárskatts?

Skattar eru lagðir á með pólitískum ákvörðunum. Því er allur gangur á því hvort hægt sé að finna sérstaka réttlætingu fyrir álagningu þeirra. Álagning tiltekins skatts er einfaldlega niðurstaða sem fengist hefur á vettvangi stjórnmálanna. Engu að síður getur verið áhugavert að skoða forsögu málsins og sérstaklega ...

category-iconFélagsvísindi

Hver er þumalputtaregla Canakaris?

Hér er væntanlega verið að vísa til þumalputtareglu sem Ronald nokkur Canakaris beitir við val á hlutabréfum. Canakaris þessi stjórnar nokkrum bandarískum verðbréfasjóðum og starfar hjá fyrirtæki sem heitir Montag & Caldwell. Canakaris einbeitir sér að stórum fyrirtækjum, með markaðsvirði umfram þrjá milljarða ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Þrífast rottur í sveitum landsins og hvar halda þær til í þéttbýli?

Tvær rottutegundir hafa fundist hér á landi, brúnrotta (Rattus norvegicus) og svartrotta (Rattus rattus). Eins og Gunnar Karlsson rekur í svari sínu við spurningunni Hvenær varð fyrst vart við rottur á Íslandi? er trúlegt að Ísland hafi verið rottulaust fram á 17. eða 18. öld. Fyrst er getið um rottur í sýslulýsin...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Áttu Íslendingar á 18. og 19. öld einhverja muni sem tengdust jólum eða jólahaldi?

Þegar grannt er skoðað er efnismenning jólanna nú til dags ekki ýkja merkileg í þeim skilningi að eiginlega bara jólaskrautið er geymt á milli ára og kannski jólatrén í vaxandi mæli eftir því sem æ fleiri þeirra eru úr plasti. Það sem aftur á móti einkennir jólahald nútímans eru gegndarlaus innkaup á fatnaði, bóku...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna er talað um grasekkjur og grasekkla þegar makinn er í burtu? Hvaðan koma þessi orð?

Orðin grasekkja, grasekkjumaður og grasekkill eru tekin að láni úr dönsku. Þau eru ekki gömul í málinu og eru elstu dæmi Orðabókar Háskólans frá fyrri hluta 20. aldar. Í orðabók Menningarsjóðs (1963, 1983), sem Árni Böðvarsson ritstýrði, eru þau merkt með spurningarmerki sem var til merkis um að þau væru óæsk...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er rúpía margar krónur?

Gjaldmiðill Indlands er kallaður á ensku Rupee og það hefur verið þýtt á íslensku rúpía eða rúpíi. Fleiri lönd nota reyndar gjaldmiðla með svipuðum nöfnum, til dæmis Indónesía, en hér verður gert ráð fyrir að átt sé við gjaldmiðil Indlands. Mahatma Gandhi prýðir rúpíuseðlana. Opinbert gengi indversku rúpíunn...

category-iconFélagsvísindi

Hvað heitir gjaldmiðill Armeníu?

Gjaldmiðill Armeníu nefnist dram. Eitt dram kostar um 15 íslenska aura þegar þetta er ritað (14.5.03) 100 dram frá Armeníu. Armenía var fyrr á öldum mun stærra land en hlutar þess tilheyra nú nágrannalöndunum. Armenía var hluti Rússlands frá 1828, lýsti yfir sjálfstæði 1918 en landið var síðan hernumið af T...

category-iconFélagsvísindi

Er líklegt að lækkun á tekjuskattshlutfalli auki skatttekjur ríkissjóðs?

Eins og fram kemur í öðru svari á Vísindavefnum, um umframbyrði skatta, þá geta skattar haft ýmis áhrif á hegðan manna. Með talsverðri einföldun má lýsa helstu áhrifunum þannig að fólk hafi yfirleitt tilhneigingu til að koma sér hjá skattgreiðslum. Eftir því sem skatthlutföll eru hærri, því sterkari er þessi tilhn...

Fleiri niðurstöður