Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvenær hrygna tegundirnar þorskur, ýsa, ufsi, loðna og síld?
Af þorskfiskum sem hér er spurt um er ufsinn (Pollachius virens) fyrstur til að hrygna. Hrygningin hefst seinni hluta janúarmánaðar, nær hámarki í febrúar og er að langmestu lokið um miðjan mars. Hrygningarsvæði ufsans hér við land nær frá Lónsvík á Suðausturlandi og vestur til Látrarbjargs, en meginhrygningarsvæð...
Þúsundasta svar Guðrúnar Kvaran fyrir Vísindavefinn
Þann 25. janúar 2016 birtist þúsundasta svar Guðrúnar Kvaran fyrir Vísindavef Háskóla Íslands. Það er einstakur árangur og sýnir elju Guðrúnar og um leið mikinn og lifandi áhuga spyrjenda á íslenskri tungu, málfari, orðatiltækjum og almennt öllu því sem snertir málvísindi. Svör Guðrúnar eru aðallega í tveimur f...
Hversu mikið koffín er í einum kaffibolla?
Koffínmagn er bæði háð kaffitegundinni og ekki síður hversu sterkt kaffi menn laga. Að þessu sögðu má miða við að í einum 200 ml kaffibolla sé um 100 mg af koffíni. Koffín er frá náttúrunnar hendi í kaffi, kakói, tei (svörtu og grænu) og gúarana og matvælum unnum úr þeim. Koffín gefur einkennandi beiskt bragð ...
Hver konar kvæði er Lilja sem Eysteinn Ásgrímsson á að hafa ort?
Eysteinn Ásgrímsson (d. 1361) er talinn höfundur Lilju, eins merkasta helgikvæðis sem samið hefur verið á íslensku. Lilja er svokölluð heimssögudrápa þar sem höfundur færir okkur heimssögu kristninnar í bundnu máli frá sköpun heims og fram á dómsdag. Eins og aðrar drápur einkennist Lilja af kvæðaforminu sem skipti...
Hvað getið þið sagt mér um drekaeðlur?
Drekaeðlur (Dilophosaurus) voru af meiði risaeðla (dinosauria) og lifðu í Norður-Ameríku snemma á júratímabilinu fyrir um 200 milljónum ára. Drekaeðlur voru meðalstórar kjötætur, um 3 metrar á hæð og gátu orðið um 6 metrar á lengd. Sennilega vógu þær um 500 kg sem telst ekki vera mikil þyngd miðað við margar stórv...
Hvaða dýr er sterkast miðað við stærð sína?
Maðurinn (Homo sapiens) býr ekki yfir sérlega miklum líkamsstyrk samanborið við fjölmörg önnur dýr. Sterkur karlmaður getur til dæmis lyft þrefaldri eigin þyngd en karlgórilluapi (Gorilla gorilla) sem vegur 200 kg, getur lyft tífaldri eigin þyngd! Kraftar górilluapans eru þó litlir í samanburði við styrk svone...
Eru Hallormsstaðaskógur og Vaglaskógur enn að stækka að flatarmáli?
Bæði Hallormsstaðaskógur og Vaglaskógur eru enn að stækka að flatarmáli. Girðingin sem friðar Hallormsstaðaskóg er enn svolítið fyrir ofan efstu mörk skógarins og er birki enn að sá sér í átt að henni. Girðingin er í um 300 metra hæð yfir sjávarmáli og er greinilegt að það er ekki ofan þeirra skógarmarka sem veðu...
Hvaða sjávardýr er í mestri útrýmingarhættu?
Í svari við spurningunni Hvert er sjaldgæfasta spendýr í heimi? var eilítið fjallað um smávaxna hnísutegund sem lifir á afmörkuðu svæði í Mexíkóflóa undan ströndum N-Ameríku og kallast á erlendum tungumálum Vaquita (Phocoena sinus). Þessi tegund hefur yfirleitt verið talin sjaldgæfasta sjávarspendýrið enda er heil...
Hvar í Evrópu er Albanía?
Hið albanska nafn landsins er Rebublika e Shqipërisë. Albanir nefna þjóð sína sjálfir shqiptarë sem þýðir „synir arna“. Albanía er á vesturhluta Balkanskagans við Otranosund. Flatarmál þess er 28.748 km2, mesta lengd frá norðri til suðurs er 340 km og frá austri til vesturs 157 km. Norðvestan Albaníu liggur Sva...
Hvar er Hrísey?
Hrísey liggur í utanverðum Eyjafirði á Norðurlandi. Eyjan er önnur stærsta eyjan við Ísland; 7,5 km að lengd og 2,5 km að breidd. Stærsta eyjan er aftur á móti Heimaey, og má lesa meira um hana í svari Emilíu Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hver er stærsta eyjan við Ísland? Hrísey hefur verið ...
Hversu lengi voru skrifarar á miðöldum að skrifa upp handrit?
Stutta svarið við þessari spurningu er að það er ekki vitað hve skrifarar voru lengi að meðaltali að skrifa handrit enda gat margt haft áhrif á skriftarhraða á miðöldum. Má þar nefna aðstæður skrifarans, svo sem andlega eða líkamlega líðan, eða hitastig, birtu, hæð á púlti og gæði bókfellsins, bleksins og pennans...
Hvað er Frakkland mörgum sinnum stærra en Ísland?
Flatarmál Íslands er um það bil 103 þúsund km2 (ferkílómetrar) en Frakklands um 544 þúsund km2. Frakkland er því um 5,28 sinnum stærri en Ísland. Þess má geta að Frakkland er þriðja stærsta land Evrópu á eftir Rússlandi og Úkraínu en Ísland lendir í 16 sætinu þegar löndum álfunnar er raða eftir flatarmáli. ...
Er maður léttari í flugvél heldur en við sjávarmál?
Svarið er já, og auðvelt er að reikna út hversu mikið maður léttist hlutfallslega. Þyngdarkraftur frá jörð utan við hana er í öfugu hlutfalli við fjarlægð frá miðju hennar í öðru veldi. Sjávarmál er í um 6.400 km fjarlægð frá jarðamiðju og við getum sagt að flugvélin sé í 10 km hæð eins og algengt er í farþega...
Get ég séð á skítnum í bílskúrnum hjá mér hvort þar hafa verið mýs eða rottur?
Væntanlega hafa einhverjir lent í því að finna skítaspörð eftir nagdýr á heimili sínu. Fólk veltir því þá kannski fyrir sér hvort um sé að ræða músaspörð eða spörð eftir rottu. Til að skera úr um það þarf fyrst og fremst að huga að stærð og lögun skítsins. Rottur eru miklu stærri en mýs, brúnrottur sem eru langalg...
Hvað er olíutunnan margir lítrar?
Þegar verið er fjalla um heimsmarkaðsverð á olíu í fréttum er oft sagt að olíutunnan (olíufatið eða það sem kallast ‘oil barrel’ á ensku) kosti nú svo og svo mikið. Þá er miðað við tunnu sem hefur að geyma 159 lítra af hráolíu eða 42 bandarísk gallon eða 35 bresk “imperial” gallon. Trétunnur með þessu rúmmáli voru...